Þessa miða geturðu fengið á Super Bowl fyrir slétta milljón Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2018 16:45 Milljón fyrir tvo með þetta útsýni. mynd/seatgeek.com Eins og kom fram í morgun verða það New England Patriots og Philadelphia Eagles sem mætast í Super Bowl 52 í Minnesota á glæsilegum og glænýjum heimavelli Minnesota Vikings. Enn eru lausir miðar á leikinn ef einhver Íslendingur vill láta drauminn rætast og skella sér á þennan langstærsta íþróttaleik hvers árs í Bandaríkjunum. Þeir sem vilja fara þurfa þó að hafa eitthvað lausafé á milli handanna eða þekkja góðan gjaldkera til að hækka yfirdráttinn eða VISA-heimildina verulega. Miðaðverðið er nefnilega sláandi en ódýrustu miðarnir kosta rétt sunnan við hálfa milljón króna og það eru miðar upp í rjáfri. Reyndar eru flest sæti í þessari nýju og geggjuðu höll Víkinganna góð. Á miðasöluvefsíðum eins og StubHub og SeatGeek er oftast bara hægt að kaupa tvo miða saman en sæti með útsýni sem sjá má á myndinni hér að ofan kosta eina milljón saman á SeatGeek.com. Miðarnir kosta í sitthvoru lagi 4.300 dali eða ríflega 440 þúsund íslenskar krónur. Þeir eru bara seldir saman og kostar parið því 8.600 dali eða 887 þúsund krónur. Við það bætast svo önnur gjöld sem nema 1.700 dollurum eða 175 þúsund krónum og svo er það 825 króna gjald fyrir að senda miðana. Samtals eru þetta 10.300 dollarar fyrir tvo miða upp í rjálfri eða rúmlega ein milljóna íslenskra króna. Nú ef að fólk á svo nóg af peningum og veit ekki hvað það á að gera við þá er alltaf hægt að kaupa sér miða í fremstu sætum fyrir miðju á 22.400 dollara eða tvær og hálfa miljón króna. NFL Tengdar fréttir New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana. 22. janúar 2018 08:23 Löggan sá til þess að allir staurar voru sleipir | Bara í Bandaríkjunum Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum í nótt en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn um NFL-titilinn. 22. janúar 2018 12:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Eins og kom fram í morgun verða það New England Patriots og Philadelphia Eagles sem mætast í Super Bowl 52 í Minnesota á glæsilegum og glænýjum heimavelli Minnesota Vikings. Enn eru lausir miðar á leikinn ef einhver Íslendingur vill láta drauminn rætast og skella sér á þennan langstærsta íþróttaleik hvers árs í Bandaríkjunum. Þeir sem vilja fara þurfa þó að hafa eitthvað lausafé á milli handanna eða þekkja góðan gjaldkera til að hækka yfirdráttinn eða VISA-heimildina verulega. Miðaðverðið er nefnilega sláandi en ódýrustu miðarnir kosta rétt sunnan við hálfa milljón króna og það eru miðar upp í rjáfri. Reyndar eru flest sæti í þessari nýju og geggjuðu höll Víkinganna góð. Á miðasöluvefsíðum eins og StubHub og SeatGeek er oftast bara hægt að kaupa tvo miða saman en sæti með útsýni sem sjá má á myndinni hér að ofan kosta eina milljón saman á SeatGeek.com. Miðarnir kosta í sitthvoru lagi 4.300 dali eða ríflega 440 þúsund íslenskar krónur. Þeir eru bara seldir saman og kostar parið því 8.600 dali eða 887 þúsund krónur. Við það bætast svo önnur gjöld sem nema 1.700 dollurum eða 175 þúsund krónum og svo er það 825 króna gjald fyrir að senda miðana. Samtals eru þetta 10.300 dollarar fyrir tvo miða upp í rjálfri eða rúmlega ein milljóna íslenskra króna. Nú ef að fólk á svo nóg af peningum og veit ekki hvað það á að gera við þá er alltaf hægt að kaupa sér miða í fremstu sætum fyrir miðju á 22.400 dollara eða tvær og hálfa miljón króna.
NFL Tengdar fréttir New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana. 22. janúar 2018 08:23 Löggan sá til þess að allir staurar voru sleipir | Bara í Bandaríkjunum Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum í nótt en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn um NFL-titilinn. 22. janúar 2018 12:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Sjá meira
New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana. 22. janúar 2018 08:23
Löggan sá til þess að allir staurar voru sleipir | Bara í Bandaríkjunum Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum í nótt en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn um NFL-titilinn. 22. janúar 2018 12:00