Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2018 11:31 Dmitry Peskov, talsmaður Pútín. EPA/SERGEI CHIRIKOV Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í dag. Herlögin voru samþykkt af þingi Úkraínu í gær, í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu sem verið var að sigla til Mariupol. Einhverjir sjóliðar særðust þegar skipin voru hertekin og búist er við því að allir sjóliðarnir 23 verði færðir fyrir dómara seinna í dag.Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Rússlandi hafa í dag birt myndbönd af úkraínsku sjóliðunum. Einn þeirra las upp tilkynningu um að hann sagði siglingu þeirra hafa verið ógnandi. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur biðlað til yfirvalda Úkraínu og Rússlands að sýna stillingu og stakk upp á því að Þýskaland, Frakkland, Rússland og Úkraína gætu unnið saman til að leysa deiluna. Peskov gaf þó lítið fyrir það og sagði enga þörf á því að fá utanaðkomandi aðila til að miðla málum. Hann sagði Rússa líta á málið sem einfalt brot á lögsögu þeirra. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Sendinefnd Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær að „ögrun“ þessi hefði verið skipulögð fyrir fram með aðkomu vesturvelda og markmiðið væri að auka hervæðingu Asóvshafs, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir því.#Polyanskiy: This #Ukrainian provocation has been planned in advance with a full connivance of #Western states which have given carte blanche to any actions of #Kiev.Over the past months Kiev has been fueling the issue of so-called militarization of the Azov Sea with #US support. pic.twitter.com/3l2QC74uH5 — Russian Mission UN (@RussiaUN) November 26, 2018 Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Áðurnefnd herlög verða í gildi í 30 daga í tíu héruðum Úkraínu. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði í gær að veruleg hætta væri á innrás Rússa. Gagnrýnendur forsetans óttast þó að hann muni nota herlögin til að koma í veg fyrir að forsetakosningar verði haldnar í mars, eins og til stendur. Poroshenko þykir óvinsæll í Úkraínu, samkvæmt BBC, en hefur þvertekið fyrir að vilja koma í veg fyrir kosningarnar. Rússland Úkraína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í dag. Herlögin voru samþykkt af þingi Úkraínu í gær, í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu sem verið var að sigla til Mariupol. Einhverjir sjóliðar særðust þegar skipin voru hertekin og búist er við því að allir sjóliðarnir 23 verði færðir fyrir dómara seinna í dag.Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Rússlandi hafa í dag birt myndbönd af úkraínsku sjóliðunum. Einn þeirra las upp tilkynningu um að hann sagði siglingu þeirra hafa verið ógnandi. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur biðlað til yfirvalda Úkraínu og Rússlands að sýna stillingu og stakk upp á því að Þýskaland, Frakkland, Rússland og Úkraína gætu unnið saman til að leysa deiluna. Peskov gaf þó lítið fyrir það og sagði enga þörf á því að fá utanaðkomandi aðila til að miðla málum. Hann sagði Rússa líta á málið sem einfalt brot á lögsögu þeirra. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Sendinefnd Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær að „ögrun“ þessi hefði verið skipulögð fyrir fram með aðkomu vesturvelda og markmiðið væri að auka hervæðingu Asóvshafs, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir því.#Polyanskiy: This #Ukrainian provocation has been planned in advance with a full connivance of #Western states which have given carte blanche to any actions of #Kiev.Over the past months Kiev has been fueling the issue of so-called militarization of the Azov Sea with #US support. pic.twitter.com/3l2QC74uH5 — Russian Mission UN (@RussiaUN) November 26, 2018 Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Áðurnefnd herlög verða í gildi í 30 daga í tíu héruðum Úkraínu. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði í gær að veruleg hætta væri á innrás Rússa. Gagnrýnendur forsetans óttast þó að hann muni nota herlögin til að koma í veg fyrir að forsetakosningar verði haldnar í mars, eins og til stendur. Poroshenko þykir óvinsæll í Úkraínu, samkvæmt BBC, en hefur þvertekið fyrir að vilja koma í veg fyrir kosningarnar.
Rússland Úkraína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira