Massabreyting Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Kílógrammið, grunneining alþjóðlega einingakerfisins fyrir massa, var endurskilgreint á föstudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin, sem tekin var með atkvæðagreiðslu fulltrúa 60 ríkja í fundarsal skammt frá Versalahöll í París, var söguleg. Hún var jafnframt löngu tímabær, þó mun hún ekki hafa nokkur áhrif á daglegt líf okkar, það er, ef allt fer að óskum. Frá árinu 1889 hefur Le Grand K drottnað sem síðasta grunneining kerfisins sem byggir á jarðbundnum hlut eða fyrirbæri, og þá í formi platínu og iridíum sívalnings sem hýstur er í rammgerðri hvelfingu í París. Le Grand K hefur nú verið steypt af stóli. Kílógrammið, líkt og aðrar grunneiningar alþjóðlega einingakerfisins, byggir nú á eilífum náttúrufasta; plankfastanum. Orka ljóseindar er jöfn plankfastanum margfölduðum með tíðni rafsegulgeislunarinnar sem tengd er ljóseindinni. Og þar sem Einstein sýndi fram á að orka og massi eru nátengd, þá er hægt að nota fastann sem skilgreiningu fyrir kílógramm. Með endurskilgreiningunni lauk tæplega 230 ára verkefni sem hófst í frönsku byltingunni og þeirri göfugu hugsjón að mælieiningar ættu að vera eilífar og eign allra, en ekki eitthvað sem örfáir útvaldir hafa aðgang að. Það sem gerðist á föstudaginn var lokahnykkur í lýðræðisþróun einingakerfisins. Breytingin tekur gildi á næsta ári, þann 20. maí. Á þeim tímapunkti mun ekkert breytast, rétt eins og þegar metrinn var endurskilgreindur á áttunda áratug síðustu aldar út frá hraða ljóssins í lofttæmi. Svo nákvæmar skilgreiningar geta þó haft óvæntar afleiðingar, eins og þegar endurskilgreining sekúndunnar út frá sveiflum sesíum-atóms leiddi til þróunar GPS-tækninnar sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Endurskilgreining kílógrammsins mun að líkindum leiða til töluverðra framfara á nokkrum mikilvægum sviðum, eins og í lyfjaframleiðslu og í smíði nýrra vísindatóla. Það sem mestu skiptir er að alþjóðlega einingakerfið — áður þekkt sem metrakerfið — grundvallast ekki lengur á skoðun vísindamanna eða yfirvalda á tilteknum tíma, rúmi eða á platínuhlunki í neðanjarðarhvelfingu í París, heldur er kerfið byggt á óumdeilanlegum sannleika sem mun standa óhaggaður svo lengi sem alheimurinn er til staðar. Kerfið er nú loks „fyrir alla menn, á öllum tímum“, eins og franski heimspekingurinn Marquis de Condorcet sagði eitt sinn. Kílógrammið, og allar aðrar grunneiningar einingakerfisins, eru þannig vitnisburður um að til eru náttúrulegir fastar og afleiður af þeim sem óháðir eru duttlungum, hagsmunum og pólitík mannskepnunnar. Það verður að teljast hughreystandi vitneskja á tímum þar sem flest virðist háð flæðandi tíðaranda og viðhorfi; hliðarsannleika og jafnvel lygum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Kílógrammið, grunneining alþjóðlega einingakerfisins fyrir massa, var endurskilgreint á föstudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin, sem tekin var með atkvæðagreiðslu fulltrúa 60 ríkja í fundarsal skammt frá Versalahöll í París, var söguleg. Hún var jafnframt löngu tímabær, þó mun hún ekki hafa nokkur áhrif á daglegt líf okkar, það er, ef allt fer að óskum. Frá árinu 1889 hefur Le Grand K drottnað sem síðasta grunneining kerfisins sem byggir á jarðbundnum hlut eða fyrirbæri, og þá í formi platínu og iridíum sívalnings sem hýstur er í rammgerðri hvelfingu í París. Le Grand K hefur nú verið steypt af stóli. Kílógrammið, líkt og aðrar grunneiningar alþjóðlega einingakerfisins, byggir nú á eilífum náttúrufasta; plankfastanum. Orka ljóseindar er jöfn plankfastanum margfölduðum með tíðni rafsegulgeislunarinnar sem tengd er ljóseindinni. Og þar sem Einstein sýndi fram á að orka og massi eru nátengd, þá er hægt að nota fastann sem skilgreiningu fyrir kílógramm. Með endurskilgreiningunni lauk tæplega 230 ára verkefni sem hófst í frönsku byltingunni og þeirri göfugu hugsjón að mælieiningar ættu að vera eilífar og eign allra, en ekki eitthvað sem örfáir útvaldir hafa aðgang að. Það sem gerðist á föstudaginn var lokahnykkur í lýðræðisþróun einingakerfisins. Breytingin tekur gildi á næsta ári, þann 20. maí. Á þeim tímapunkti mun ekkert breytast, rétt eins og þegar metrinn var endurskilgreindur á áttunda áratug síðustu aldar út frá hraða ljóssins í lofttæmi. Svo nákvæmar skilgreiningar geta þó haft óvæntar afleiðingar, eins og þegar endurskilgreining sekúndunnar út frá sveiflum sesíum-atóms leiddi til þróunar GPS-tækninnar sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Endurskilgreining kílógrammsins mun að líkindum leiða til töluverðra framfara á nokkrum mikilvægum sviðum, eins og í lyfjaframleiðslu og í smíði nýrra vísindatóla. Það sem mestu skiptir er að alþjóðlega einingakerfið — áður þekkt sem metrakerfið — grundvallast ekki lengur á skoðun vísindamanna eða yfirvalda á tilteknum tíma, rúmi eða á platínuhlunki í neðanjarðarhvelfingu í París, heldur er kerfið byggt á óumdeilanlegum sannleika sem mun standa óhaggaður svo lengi sem alheimurinn er til staðar. Kerfið er nú loks „fyrir alla menn, á öllum tímum“, eins og franski heimspekingurinn Marquis de Condorcet sagði eitt sinn. Kílógrammið, og allar aðrar grunneiningar einingakerfisins, eru þannig vitnisburður um að til eru náttúrulegir fastar og afleiður af þeim sem óháðir eru duttlungum, hagsmunum og pólitík mannskepnunnar. Það verður að teljast hughreystandi vitneskja á tímum þar sem flest virðist háð flæðandi tíðaranda og viðhorfi; hliðarsannleika og jafnvel lygum.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar