Raunhæfar kröfur í vonlausu kerfi Elísa Björg Grímsdóttir skrifar 25. janúar 2019 08:59 Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. Veita okkur innblástur. Við menntum okkur til að miðla til samfélagsins með þekkingu okkar. Reynum að gefa til baka. Við borgum meira að segja til baka. Borgum Lánasjóði íslenskra námsmanna til baka fjárhæðina sem hann lánar okkur á meðan á náminu stendur. Grunnframfærsla námslána hjá einstaklingi í leigu- eða eigin húsnæði er 184.806 krónur á mánuði. Þar af er gert ráð fyrir 75.276 kr í húsnæðiskostnað. Þess má geta að leiguverð á stúdentagörðum er í flestum tilfellum hærri en sú upphæð auk þess sem Félagsstofnun stúdenta getur einungis þjónustað um 10% nemenda við Háskóla Íslands. Þegar áætlaður húsnæðiskostnaður LÍN er dreginn frá stendur að hámarki eftir 109.530 kr fyrir stúdent til að framfleyta sér út mánuðinn að því gefnu að viðkomandi hafi ekki farið yfir frítekjumarkið. Frítekjumark námslána er 930.000 á ári fyrir skatt, og hefur staðið í stað frá 2014, til samanburðar hafa laun í landinu hækkað um 43% frá janúar þess árs. Af einhverri ástæðu er sú upphæð sem stúdentar fá að láni frá LÍN til þess að framfleyta sér mun lægri en tekjur og bætur annarra samfélagshópa sem verst hafa það í þjóðfélaginu. Grunnatvinnuleysisbætur eru 270.000 krónur á mánuði og lágmarkslaun eru 300.000 krónur á mánuði. Þegar stúdent vinnur með náminu til að reyna að hífa sig upp í lágmarkstekjur en þénar umfram frítekjumark, skerðist sú framfærsla sem hann fær að láni frá LÍN um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem hann vinnur sér inn. Þetta þýðir að stúdent sem vinnur í þrjá mánuði að sumri til, má ekki hafa hærri laun en 310.000 kr. á mánuði vilji sá einstaklingur forðast að hljóta skerðingu af framfærslu vegna frítekjumarksins. Ætli stúdent sér að vinna með námi er hann því tilneyddur til að taka á sig áðurnefnda skerðingu. LÍN lánar einungis fyrir 9 mánuðum af árinu og er því gert ráð fyrir að þær tekjur sem stúdent nær að vinna sér inn yfir sumartíma geti nýst til að brúa bilið yfir vetrartímann. Þó virðist umræðan aldrei taka tillit til þess að þær tekjur sem stúdentar ná að afla yfir sumarið þurfa einnig að nýtast þeim til framfærslu á þeim tíma. Það hlýtur því að teljast sérkennileg afstaða að gera ráð fyrir því að stúdentar séu til þess búnir að geta lagt þann pening til hliðar sem þeir vinna sér inn yfir sumartímann þar sem þeir þurfa í versta falli að geta sinnt sínum brýnustu lífs nauðsynjum yfir þá mánuði sem sjóðurinn lánar ekki fyrir framfærslu. Í óbreyttu kerfi fara stúdentahreyfingarnar fram á að frítekjumark verði hækkað upp í 1.330.000 hið minnsta en breytingin jafngildir einungis hækkun nafnlauna frá síðustu hækkun frítekjumarks árið 2014. Auk þess er farið fram á að skerðingarhlutfallið verði lækkað niður í 35% úr 45% og að framfærslan sé hækkuð. Kröfur stúdenta um hækkun frítekjumarks og hærri framfærslu eru því langt frá því að vera óraunsæjar, hvað þá ef litið er til stöðu og krafna annarra hópa í þjóðfélaginu.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi SHÍÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. 23. janúar 2019 08:46 Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. Veita okkur innblástur. Við menntum okkur til að miðla til samfélagsins með þekkingu okkar. Reynum að gefa til baka. Við borgum meira að segja til baka. Borgum Lánasjóði íslenskra námsmanna til baka fjárhæðina sem hann lánar okkur á meðan á náminu stendur. Grunnframfærsla námslána hjá einstaklingi í leigu- eða eigin húsnæði er 184.806 krónur á mánuði. Þar af er gert ráð fyrir 75.276 kr í húsnæðiskostnað. Þess má geta að leiguverð á stúdentagörðum er í flestum tilfellum hærri en sú upphæð auk þess sem Félagsstofnun stúdenta getur einungis þjónustað um 10% nemenda við Háskóla Íslands. Þegar áætlaður húsnæðiskostnaður LÍN er dreginn frá stendur að hámarki eftir 109.530 kr fyrir stúdent til að framfleyta sér út mánuðinn að því gefnu að viðkomandi hafi ekki farið yfir frítekjumarkið. Frítekjumark námslána er 930.000 á ári fyrir skatt, og hefur staðið í stað frá 2014, til samanburðar hafa laun í landinu hækkað um 43% frá janúar þess árs. Af einhverri ástæðu er sú upphæð sem stúdentar fá að láni frá LÍN til þess að framfleyta sér mun lægri en tekjur og bætur annarra samfélagshópa sem verst hafa það í þjóðfélaginu. Grunnatvinnuleysisbætur eru 270.000 krónur á mánuði og lágmarkslaun eru 300.000 krónur á mánuði. Þegar stúdent vinnur með náminu til að reyna að hífa sig upp í lágmarkstekjur en þénar umfram frítekjumark, skerðist sú framfærsla sem hann fær að láni frá LÍN um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem hann vinnur sér inn. Þetta þýðir að stúdent sem vinnur í þrjá mánuði að sumri til, má ekki hafa hærri laun en 310.000 kr. á mánuði vilji sá einstaklingur forðast að hljóta skerðingu af framfærslu vegna frítekjumarksins. Ætli stúdent sér að vinna með námi er hann því tilneyddur til að taka á sig áðurnefnda skerðingu. LÍN lánar einungis fyrir 9 mánuðum af árinu og er því gert ráð fyrir að þær tekjur sem stúdent nær að vinna sér inn yfir sumartíma geti nýst til að brúa bilið yfir vetrartímann. Þó virðist umræðan aldrei taka tillit til þess að þær tekjur sem stúdentar ná að afla yfir sumarið þurfa einnig að nýtast þeim til framfærslu á þeim tíma. Það hlýtur því að teljast sérkennileg afstaða að gera ráð fyrir því að stúdentar séu til þess búnir að geta lagt þann pening til hliðar sem þeir vinna sér inn yfir sumartímann þar sem þeir þurfa í versta falli að geta sinnt sínum brýnustu lífs nauðsynjum yfir þá mánuði sem sjóðurinn lánar ekki fyrir framfærslu. Í óbreyttu kerfi fara stúdentahreyfingarnar fram á að frítekjumark verði hækkað upp í 1.330.000 hið minnsta en breytingin jafngildir einungis hækkun nafnlauna frá síðustu hækkun frítekjumarks árið 2014. Auk þess er farið fram á að skerðingarhlutfallið verði lækkað niður í 35% úr 45% og að framfærslan sé hækkuð. Kröfur stúdenta um hækkun frítekjumarks og hærri framfærslu eru því langt frá því að vera óraunsæjar, hvað þá ef litið er til stöðu og krafna annarra hópa í þjóðfélaginu.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi SHÍÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00
Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. 23. janúar 2019 08:46
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun