Bretinn heitir Christopher Guest More Jr., 41 árs, en hann flúði frá Bretlandseyjum eftir að Brian Waters var pyntaður og barinn til dauða fyrir framan uppkomin börn sín árið 2003.

Þrír menn, John Wilson 69 ára, James Raven 60 ára og Otis Matthews 41 árs, afplána nú lífstíðardóm vegna morðsins á Waters í júní árið 2003.
Waters var bundinn við stól áður en hann var hýddur, brenndur, pyntaður með heftibyssu, hengdur á hvolf og barinn og var beittur kynferðisofbeldi með járnröri. Var hann pyntaður í þrjár klukkustundir en á þeim tíma hlaut hann 123 áverka.
Sonur Waters, Gavin, varð einnig fyrir ofbeldi og dóttur hans, Natalie, var ógnað með byssu.