Árásarmaðurinn í Texas var nýbúinn að hringja í FBI Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 12:11 Lögregluþjónar að störfum í Texas. AP/Sue Ogrocki Áður en Seth Aaron Ator skaut sjö manns til bana og særði 22 í Odessa í Texas um helgina, hringdi hann bæði í Neyðarlínuna og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Þar ræddi hann með sundurlausum hætti þau grimmdarverk sem hann taldi sig hafa orðið fyrir. Það gerði hann skömmu eftir að honum hafði verið sagt upp en hann ýjaði ekki að því að hann ætlaði að brjóta af sér með nokkrum hætti. Um fimmtán mínútum eftir að hann skellti á Alríkislögregluna reyndi lögregluþjónn að stöðva hann fyrir að hafa ekki notað stefnuljós. Í stað þess að stöðva hóf Ator skothríð úr hálfsjálfvirkum riffli og lögreglubílinn og særði einn lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Hann hringdi þar að auki í Neyðarlínuna á meðan á árás hans stóð.Sjá einnig: Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinnChristopher Combs, frá FBI, segir ódæði Ator eiga langan aðdraganda og andlegu ástandi hans hafi farið hrakandi. Combs sagðist þó ekki vita hvort hann hafi átt við geðræn vandræði að stríða.Í samtali við AP fréttaveituna segir nágranni Ator að fólk hafi verið hrætt við hann. Hann hafi verið ofbeldishneigður og árásargjarn. Þar að auki hafi hann sífellt verið að skjóta á dýr í hverfinu, aðallega kanínur, og það hafi hann gert á öllum tímum sólarhringsins.„Við vorum hrædd við hann því maður gat séð á honum hvernig manneskja hann var. Hann var ekki indæll. Hann var ekki vinalegur. Hann var ekki kurteis,“ segir Rocio Gutierrez. Ekki liggur fyrir hvernig Ator varð sér út um byssuna sem hann notaðist við en yfirvöld hafa sagt að hann hafi ekki staðist bakgrunnsskoðun við byssukaup. Þó er ekki vitað hvenær það var. Vinur fjölskyldu Ator, sem New York Times ræddi við, segir hann hafa lengi átt við geðræn vandamál að stríða, hann hafi lengi verið á kant við laganna verði og hann hefði aldrei átt að hafa aðgang að byssum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Áður en Seth Aaron Ator skaut sjö manns til bana og særði 22 í Odessa í Texas um helgina, hringdi hann bæði í Neyðarlínuna og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Þar ræddi hann með sundurlausum hætti þau grimmdarverk sem hann taldi sig hafa orðið fyrir. Það gerði hann skömmu eftir að honum hafði verið sagt upp en hann ýjaði ekki að því að hann ætlaði að brjóta af sér með nokkrum hætti. Um fimmtán mínútum eftir að hann skellti á Alríkislögregluna reyndi lögregluþjónn að stöðva hann fyrir að hafa ekki notað stefnuljós. Í stað þess að stöðva hóf Ator skothríð úr hálfsjálfvirkum riffli og lögreglubílinn og særði einn lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Hann hringdi þar að auki í Neyðarlínuna á meðan á árás hans stóð.Sjá einnig: Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinnChristopher Combs, frá FBI, segir ódæði Ator eiga langan aðdraganda og andlegu ástandi hans hafi farið hrakandi. Combs sagðist þó ekki vita hvort hann hafi átt við geðræn vandræði að stríða.Í samtali við AP fréttaveituna segir nágranni Ator að fólk hafi verið hrætt við hann. Hann hafi verið ofbeldishneigður og árásargjarn. Þar að auki hafi hann sífellt verið að skjóta á dýr í hverfinu, aðallega kanínur, og það hafi hann gert á öllum tímum sólarhringsins.„Við vorum hrædd við hann því maður gat séð á honum hvernig manneskja hann var. Hann var ekki indæll. Hann var ekki vinalegur. Hann var ekki kurteis,“ segir Rocio Gutierrez. Ekki liggur fyrir hvernig Ator varð sér út um byssuna sem hann notaðist við en yfirvöld hafa sagt að hann hafi ekki staðist bakgrunnsskoðun við byssukaup. Þó er ekki vitað hvenær það var. Vinur fjölskyldu Ator, sem New York Times ræddi við, segir hann hafa lengi átt við geðræn vandamál að stríða, hann hafi lengi verið á kant við laganna verði og hann hefði aldrei átt að hafa aðgang að byssum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25
Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30