Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2019 11:31 Fjóir nýjir slökkvibílar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru komnar til landsins. Þeim fylgir ýmis nýr búnaður. Bílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum. Vísir/Aðsend Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur fengið til landsins fjórar nýjar slökkvibifreiðar sem teknar verða í notkun á næstu vikum. Ráðist var í útboð á síðasta ári en þetta er í fyrsta skipti sem slökkviliðið fær fjóra nýja dælubíla á einu bretti. Veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun. Bifreiðarnar voru keyptar af fyrirtækinu Ólafi Gíslasyni & co. Bílarnir eru af Scania tegund og voru smíðaðar og breytt hjá Wiss í Póllandi. Bílarnir eru með tvöföldu áhafnarhúsi sem rúmar fimm slökkviliðsmenn.Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Nýjir bílar bylting fyrir slökkviliðið Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að koma bílanna sé algjör bylting. "Ekki bara nýjar bifreiðar með öllu því sem því fylgir, heldur ýmis nýr búnaður sem á eftir að gefa okkur meiri möguleika á árangursríku og öruggu slökkvi- og björgunarstarfi. Svo eru þetta fjórar eins bifreiðar, eins búnar, en í dag erum við með margar tegundir," segir Birgir. Hefðbundinn slökkvibúnaður er í bílunum. 3000 lítra vatnstankur, dæla, slöngur, stútar og þess háttar. Þá er í bílunum ýmiss björgunarbúnaður sem notast er við vegna umferðarslysa, svo sem klippubúnaður sem nær allur er rafknúinn. Áður hefur verið notast við bensínknúin verkfæri.Elsta bifreiðin 29 ára gömul Bílunum fylgir sú nýjung að í þeim er forðukerfi sem notast í eldsvoðum. Sá búnaður hefur ekki verið til hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hingað til en froðbúnaðurinn byggist upp á blöndu vatns, froðuvökva og þrýstilofts. Þá er í bílunum háþrýstibúnaður með skurðarmöguleika, Cobra, sem hefur verið að aukast notkun á erlendis en þetta eru fyrstu tækin af þessari tegund á Íslandi. Búnaðurinn gefur mikla möguleika í slökkvistarfi, bæði sem öflugur slökkvibúnaður og meira öryggi fyrir slökkviliðsmenn. Elsta slökkvibifreiðin sem nú er í notkun sem fyrsta útkallstæki er frá árinu 1990. Aðrar eru frá árunum 1998, 2002 og 2003. Varabifreiðar slökkviliðsins eru en eldri. Nýju bílarnir munu taka við sem fyrsta útkallstæki á öllum fjórum starfsstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, það er í Skógarhlíð og Tunguhálsi í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Elstu bifreiðarnar sem eru í notkun verða teknar út þjónustu, en þær nýrri verða áfram hjá SHS sem varabifreiðar. Slökkvibílarnir hafa ekki verið afhentir formlega en þjálfun leiðbeinenda innan SHS er hafin og eru það starfsmenn WISS sem þjálfa þá. Samhliða þjálfun mun fara fram lokafrágangur á bílunum. Í framhaldi hefst svo innanhúsþjálfun hjá slökkviliðinu, en þjálfa þarf alla slökkviliðsmenn liðsins í notkun á búnað bifreiðanna. Reiknað er með að bifreiðarnar fari í notkun hver af annarri og verði allar komnar í notkun fyrir áramót.Ýmiss nýr búnaður fylgir nýju bílunum.Vísir/Aðsend Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur fengið til landsins fjórar nýjar slökkvibifreiðar sem teknar verða í notkun á næstu vikum. Ráðist var í útboð á síðasta ári en þetta er í fyrsta skipti sem slökkviliðið fær fjóra nýja dælubíla á einu bretti. Veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun. Bifreiðarnar voru keyptar af fyrirtækinu Ólafi Gíslasyni & co. Bílarnir eru af Scania tegund og voru smíðaðar og breytt hjá Wiss í Póllandi. Bílarnir eru með tvöföldu áhafnarhúsi sem rúmar fimm slökkviliðsmenn.Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Nýjir bílar bylting fyrir slökkviliðið Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að koma bílanna sé algjör bylting. "Ekki bara nýjar bifreiðar með öllu því sem því fylgir, heldur ýmis nýr búnaður sem á eftir að gefa okkur meiri möguleika á árangursríku og öruggu slökkvi- og björgunarstarfi. Svo eru þetta fjórar eins bifreiðar, eins búnar, en í dag erum við með margar tegundir," segir Birgir. Hefðbundinn slökkvibúnaður er í bílunum. 3000 lítra vatnstankur, dæla, slöngur, stútar og þess háttar. Þá er í bílunum ýmiss björgunarbúnaður sem notast er við vegna umferðarslysa, svo sem klippubúnaður sem nær allur er rafknúinn. Áður hefur verið notast við bensínknúin verkfæri.Elsta bifreiðin 29 ára gömul Bílunum fylgir sú nýjung að í þeim er forðukerfi sem notast í eldsvoðum. Sá búnaður hefur ekki verið til hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hingað til en froðbúnaðurinn byggist upp á blöndu vatns, froðuvökva og þrýstilofts. Þá er í bílunum háþrýstibúnaður með skurðarmöguleika, Cobra, sem hefur verið að aukast notkun á erlendis en þetta eru fyrstu tækin af þessari tegund á Íslandi. Búnaðurinn gefur mikla möguleika í slökkvistarfi, bæði sem öflugur slökkvibúnaður og meira öryggi fyrir slökkviliðsmenn. Elsta slökkvibifreiðin sem nú er í notkun sem fyrsta útkallstæki er frá árinu 1990. Aðrar eru frá árunum 1998, 2002 og 2003. Varabifreiðar slökkviliðsins eru en eldri. Nýju bílarnir munu taka við sem fyrsta útkallstæki á öllum fjórum starfsstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, það er í Skógarhlíð og Tunguhálsi í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Elstu bifreiðarnar sem eru í notkun verða teknar út þjónustu, en þær nýrri verða áfram hjá SHS sem varabifreiðar. Slökkvibílarnir hafa ekki verið afhentir formlega en þjálfun leiðbeinenda innan SHS er hafin og eru það starfsmenn WISS sem þjálfa þá. Samhliða þjálfun mun fara fram lokafrágangur á bílunum. Í framhaldi hefst svo innanhúsþjálfun hjá slökkviliðinu, en þjálfa þarf alla slökkviliðsmenn liðsins í notkun á búnað bifreiðanna. Reiknað er með að bifreiðarnar fari í notkun hver af annarri og verði allar komnar í notkun fyrir áramót.Ýmiss nýr búnaður fylgir nýju bílunum.Vísir/Aðsend
Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira