Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2019 12:27 Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og stofnandi Streituskólans. Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. Stöðunefnd Embættis landlæknis hefur metið Ólaf hæfan til starfsins segir í tilkynningu frá SÍBS sem Reykjalundur heyrir undir. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu í dag. Þar var ný framkvæmdastjórn kynnt til sögunnar fyrir starfsfólki sem reyndar mætti fæst á fundinn. Um 200 manns starfa á Reykjalundi, ýmist í fullu starfi eða hlutastörfum, en fréttamaður Vísis á staðnum segir líklega tíu til tuttugu starfsmenn hafa mætt á fundinn.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag.Vísir/SigurjónMikil ólga hefur verið á Reykjalundi undanfarið eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar forstjóra um mánaðamótin og uppsögn Magnúsar Ólasonar sem gegnt hafði stöðu framkvæmdastjóra lækninga í lengri tíma. „Fréttir um starfslokin sköpuðu mikla reiði og sorg meðal starfsmanna Reykjalundar í ljósi langs starfsaldurs og mikilsverðs framlags þessara tveggja einstaklinga til starfseminnar í gegnum árin. Ljóst er að betur hefði mátt takast til við þær aðgerðir og með því koma í veg fyrir þann óróa sem þær sköpuðu. Stjórn SÍBS vill nota þetta tækifæri og biðja hlutaðeigandi velvirðingar á því hvernig málin þróuðust,“ segir í tilkynningu frá SÍBS.Framkvæmdastjórn Reykjalundar f.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Helgi Kristjónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs á Reykjalundi, hefur verið sett forstjóri Reykjalundar á meðan auglýst er eftir nýjum forstjóra. Hún sinnir sínu fyrra starfi samhliða forstjórastarfinu til að byrja með. Þau Ólafur og Herdís taka við stjórnunarstöðum sínum í kjölfar starfsloka forvera sinna. Birgis og Magnúsar. „Starfsfólkið er undirstaða starfseminnar á Reykjalundi og forsenda þess að sú góða endurhæfingarþjónusta, sem fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun eða í gegnum sína nánustu, verði áfram veitt. Stjórnin mun leitast við að draga lærdóm af málinu og taka tillit til þeirra ábendinga sem komið hafa fram í tengslum við það. Allir á Reykjalundi, hvaða hlutverki sem þeir gegna, eru sammála um mikilvægi þess að starfsemin þar geti haldið áfram að dafna og verði sem áður mikilvæg stoð fyrir það fólk sem er að vinna sig út úr veikindum og til fullrar þátttöku í samfélaginu á ný,“ segir í tilkynningu frá stjórn SÍBS. „Stjórnin vill að lokum nota tækifærið og færa fráfarandi framkvæmdastjóra lækninga og forstjóra Reykjalundar þakkir fyrir áratugalangt framlag sitt til starfseminnar og samstarf á liðnum árum. Tekið skal fram að engum skugga hefur verið varpað á það góða starf sem þessir tveir fyrrum stjórnendur á Reykjalundi skilja eftir sig. Að því mun stofnunin, starfsmenn og sjúklingar búa til langrar framtíðar.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. Stöðunefnd Embættis landlæknis hefur metið Ólaf hæfan til starfsins segir í tilkynningu frá SÍBS sem Reykjalundur heyrir undir. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu í dag. Þar var ný framkvæmdastjórn kynnt til sögunnar fyrir starfsfólki sem reyndar mætti fæst á fundinn. Um 200 manns starfa á Reykjalundi, ýmist í fullu starfi eða hlutastörfum, en fréttamaður Vísis á staðnum segir líklega tíu til tuttugu starfsmenn hafa mætt á fundinn.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag.Vísir/SigurjónMikil ólga hefur verið á Reykjalundi undanfarið eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar forstjóra um mánaðamótin og uppsögn Magnúsar Ólasonar sem gegnt hafði stöðu framkvæmdastjóra lækninga í lengri tíma. „Fréttir um starfslokin sköpuðu mikla reiði og sorg meðal starfsmanna Reykjalundar í ljósi langs starfsaldurs og mikilsverðs framlags þessara tveggja einstaklinga til starfseminnar í gegnum árin. Ljóst er að betur hefði mátt takast til við þær aðgerðir og með því koma í veg fyrir þann óróa sem þær sköpuðu. Stjórn SÍBS vill nota þetta tækifæri og biðja hlutaðeigandi velvirðingar á því hvernig málin þróuðust,“ segir í tilkynningu frá SÍBS.Framkvæmdastjórn Reykjalundar f.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Helgi Kristjónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs á Reykjalundi, hefur verið sett forstjóri Reykjalundar á meðan auglýst er eftir nýjum forstjóra. Hún sinnir sínu fyrra starfi samhliða forstjórastarfinu til að byrja með. Þau Ólafur og Herdís taka við stjórnunarstöðum sínum í kjölfar starfsloka forvera sinna. Birgis og Magnúsar. „Starfsfólkið er undirstaða starfseminnar á Reykjalundi og forsenda þess að sú góða endurhæfingarþjónusta, sem fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun eða í gegnum sína nánustu, verði áfram veitt. Stjórnin mun leitast við að draga lærdóm af málinu og taka tillit til þeirra ábendinga sem komið hafa fram í tengslum við það. Allir á Reykjalundi, hvaða hlutverki sem þeir gegna, eru sammála um mikilvægi þess að starfsemin þar geti haldið áfram að dafna og verði sem áður mikilvæg stoð fyrir það fólk sem er að vinna sig út úr veikindum og til fullrar þátttöku í samfélaginu á ný,“ segir í tilkynningu frá stjórn SÍBS. „Stjórnin vill að lokum nota tækifærið og færa fráfarandi framkvæmdastjóra lækninga og forstjóra Reykjalundar þakkir fyrir áratugalangt framlag sitt til starfseminnar og samstarf á liðnum árum. Tekið skal fram að engum skugga hefur verið varpað á það góða starf sem þessir tveir fyrrum stjórnendur á Reykjalundi skilja eftir sig. Að því mun stofnunin, starfsmenn og sjúklingar búa til langrar framtíðar.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira