Blöskrar framkoma við „flekklaus andlit íslenskrar endurhæfingar“ Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. október 2019 14:04 Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi. Vísir/Arnar Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. Starfsmenn hafa lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund. Þeir séu engu upplýstari eftir starfsmannafund með formanni SÍBS í hádeginu í dag. Á síðustu tíu dögum hafa verið gerðar stórar breytingar hjá yfirmönnum á Reykjalundi. Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp 30. september og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, í gær. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp síðdegis í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLIStarfsmenn funduðu með lögfræðingi í morgun og ákváðu að senda sjúklinga í dagdeildarþjónustu heim í dag. Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi, segir að aðgerðir stjórnar SÍBS, þar af uppsagnir án nokkurra skýringa, séu ástæða þess að starfsmenn hafi lýst yfir vantrausti á stjórnina. Starfsfólk, sem telur um 200 manns, hafi verið skilið eftir í tóminu. „Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril, í raun og veru andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“Viðtalið við Magðalenu má sjá hér að neðan.Birgir og Magnús hafi svo gott sem verið bornir út úr húsi og slökkt á tölvuaðgangi þeirra. „Sem er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga. Sjúklingagögnum er læst í hálfri vinnslu, hann er með skjólstæðinga sem hann ber ábyrgð á og hefur ekki nokkra möguleika á að klára sína vinnu þar.“ Hún segist engu upplýstari eftir fund með Sveini formanni SÍBS í hádeginu. Hann hafi aðeins lesið upp bréf frá Landlækni sem hnykki á ábyrgð starfsmanna sem fagfólks að sinna sjúklingum.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/Arnar„Andrúmsloftið var slæmt 30. september þegar forstjórinn var rekinn en það er óbærilegt núna. Fólk er í angist, við erum höfuðlaus her. Það er enginn sem stýrir okkur. Við vitum ekki réttarstöðu okkar, gagnvart okkar skjólstæðingum eða skjólstæðinga gagnvart okkur,“ segir Magðalena. „Við sendum sjúklinga heim í dag því við erum ekki í andlegu ástandi til að veita bestu mögulegu meðferð. Þeir sjúklingar sem fóru heim eru þeir sem eru á dagdeildarþjónustu. Veikara fólk á sólarhringseiningunni er hér og fær sína hjúkrun. Við erum á vaktinni og sinnum bráðatilfellum en hefðbundin endurhæfing hefur ekki farið fram.“ Þau biðli til ráðherra að grípa inn í. Ef ekki er ljóst í hennar huga hvernig framtíð Reykjalundar líti út. „Hún er ónýt, hún hverfur.“Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarEkki rétt að upplýsa starfsfólk Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“Nánar er rætt við Svein hér. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. Starfsmenn hafa lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund. Þeir séu engu upplýstari eftir starfsmannafund með formanni SÍBS í hádeginu í dag. Á síðustu tíu dögum hafa verið gerðar stórar breytingar hjá yfirmönnum á Reykjalundi. Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp 30. september og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, í gær. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp síðdegis í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLIStarfsmenn funduðu með lögfræðingi í morgun og ákváðu að senda sjúklinga í dagdeildarþjónustu heim í dag. Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi, segir að aðgerðir stjórnar SÍBS, þar af uppsagnir án nokkurra skýringa, séu ástæða þess að starfsmenn hafi lýst yfir vantrausti á stjórnina. Starfsfólk, sem telur um 200 manns, hafi verið skilið eftir í tóminu. „Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril, í raun og veru andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“Viðtalið við Magðalenu má sjá hér að neðan.Birgir og Magnús hafi svo gott sem verið bornir út úr húsi og slökkt á tölvuaðgangi þeirra. „Sem er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga. Sjúklingagögnum er læst í hálfri vinnslu, hann er með skjólstæðinga sem hann ber ábyrgð á og hefur ekki nokkra möguleika á að klára sína vinnu þar.“ Hún segist engu upplýstari eftir fund með Sveini formanni SÍBS í hádeginu. Hann hafi aðeins lesið upp bréf frá Landlækni sem hnykki á ábyrgð starfsmanna sem fagfólks að sinna sjúklingum.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/Arnar„Andrúmsloftið var slæmt 30. september þegar forstjórinn var rekinn en það er óbærilegt núna. Fólk er í angist, við erum höfuðlaus her. Það er enginn sem stýrir okkur. Við vitum ekki réttarstöðu okkar, gagnvart okkar skjólstæðingum eða skjólstæðinga gagnvart okkur,“ segir Magðalena. „Við sendum sjúklinga heim í dag því við erum ekki í andlegu ástandi til að veita bestu mögulegu meðferð. Þeir sjúklingar sem fóru heim eru þeir sem eru á dagdeildarþjónustu. Veikara fólk á sólarhringseiningunni er hér og fær sína hjúkrun. Við erum á vaktinni og sinnum bráðatilfellum en hefðbundin endurhæfing hefur ekki farið fram.“ Þau biðli til ráðherra að grípa inn í. Ef ekki er ljóst í hennar huga hvernig framtíð Reykjalundar líti út. „Hún er ónýt, hún hverfur.“Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarEkki rétt að upplýsa starfsfólk Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“Nánar er rætt við Svein hér.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira