Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2020 17:57 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. Við hlið hans var Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem hefur lýst yfir stuðningi við áætlun Trump, sem Jared Kushner, tengdasonur Trump, hefur unnið að í þrjú ár. Sú áætlun felur í sér stofnun palestínsks ríkis og að höfuðborg ríkisins verði í austurhluta Jerúsalem. Hann sagði þó þar að auki að Jerúsalem yrði „óskipt höfuðborg“ Ísrael, þannig að það er ekki á ljósu enn hvort það verður. Áætlunin felur einnig í sér að yfirráðasvæði Palestínu um það bil tvöfaldast að stærð en yfirráð Ísrael yfir stórum hluta Vesturbakkans verða einnig viðurkennd. Ísraelar munu einnig samþykkja að fjölga ekki landtökubyggðum í fjögur ár á meðan viðræður standa yfir. Bandaríkin munu viðurkenna þær byggðir sem hluta af Ísrael. Trump sagði enginn þyrfti að yfirgefa heimili sitt. Hvorki Palestínumenn eða Ísraelar. Það er óljóst hvernig íbúar og stjórnendur Palestínu munu taka áætlun Trump en hún byggir að miklu leyti á efnahagsáætlun Trump fyrir Vesturbakkann og Gaza sem opinberuð var í júní. Palestínumenn höfnuðu henni. AP fréttaveitan segir fyrstu viðbrögð við áætluninni vera neikvæð. Palestínumenn saka Trump um að hylla Ísrael. Trump biðlaði sérstaklega til Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu, og bað hann um að koma að samningaborðinu. Þá sagði hann að þetta væri mögulega síðasta tækifæri Palestínumanna til að eignast sjálfstætt ríki. Trump sagði einnig að það væri kominn tími til að leiðtogar Arabaríkja leiðrétti mistök þeirra frá 1948 og viðurkenni loks tilvist Ísrael. Embættismenn sem AP ræddi við segjast búast við því að áætluninni verði hafnað af Palestínumönnum, Tyrklandi og Íran. Þeir vonast þó til þess að yfirvöld Jórdaníu og Egyptalands, einu landa svæðisins sem eru með friðarsáttmála við Ísrael, hafni henni ekki. "I have done a lot for Israel."US President, Donald Trump, explains that he wants to do a lot for the Palestinian people as well as Israel "or it just wouldn't be fair".Get more on the #MiddleEastPeacePlan here: https://t.co/9tYH562CC8 pic.twitter.com/yovFMoEc4K— Sky News (@SkyNews) January 28, 2020 This is what a future State of Palestine can look like, with a capital in parts of East Jerusalem. pic.twitter.com/39vw3pPrAL— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2020 Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Netanjahú formlega ákærður Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka. 28. janúar 2020 16:56 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. Við hlið hans var Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem hefur lýst yfir stuðningi við áætlun Trump, sem Jared Kushner, tengdasonur Trump, hefur unnið að í þrjú ár. Sú áætlun felur í sér stofnun palestínsks ríkis og að höfuðborg ríkisins verði í austurhluta Jerúsalem. Hann sagði þó þar að auki að Jerúsalem yrði „óskipt höfuðborg“ Ísrael, þannig að það er ekki á ljósu enn hvort það verður. Áætlunin felur einnig í sér að yfirráðasvæði Palestínu um það bil tvöfaldast að stærð en yfirráð Ísrael yfir stórum hluta Vesturbakkans verða einnig viðurkennd. Ísraelar munu einnig samþykkja að fjölga ekki landtökubyggðum í fjögur ár á meðan viðræður standa yfir. Bandaríkin munu viðurkenna þær byggðir sem hluta af Ísrael. Trump sagði enginn þyrfti að yfirgefa heimili sitt. Hvorki Palestínumenn eða Ísraelar. Það er óljóst hvernig íbúar og stjórnendur Palestínu munu taka áætlun Trump en hún byggir að miklu leyti á efnahagsáætlun Trump fyrir Vesturbakkann og Gaza sem opinberuð var í júní. Palestínumenn höfnuðu henni. AP fréttaveitan segir fyrstu viðbrögð við áætluninni vera neikvæð. Palestínumenn saka Trump um að hylla Ísrael. Trump biðlaði sérstaklega til Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu, og bað hann um að koma að samningaborðinu. Þá sagði hann að þetta væri mögulega síðasta tækifæri Palestínumanna til að eignast sjálfstætt ríki. Trump sagði einnig að það væri kominn tími til að leiðtogar Arabaríkja leiðrétti mistök þeirra frá 1948 og viðurkenni loks tilvist Ísrael. Embættismenn sem AP ræddi við segjast búast við því að áætluninni verði hafnað af Palestínumönnum, Tyrklandi og Íran. Þeir vonast þó til þess að yfirvöld Jórdaníu og Egyptalands, einu landa svæðisins sem eru með friðarsáttmála við Ísrael, hafni henni ekki. "I have done a lot for Israel."US President, Donald Trump, explains that he wants to do a lot for the Palestinian people as well as Israel "or it just wouldn't be fair".Get more on the #MiddleEastPeacePlan here: https://t.co/9tYH562CC8 pic.twitter.com/yovFMoEc4K— Sky News (@SkyNews) January 28, 2020 This is what a future State of Palestine can look like, with a capital in parts of East Jerusalem. pic.twitter.com/39vw3pPrAL— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2020
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Netanjahú formlega ákærður Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka. 28. janúar 2020 16:56 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Netanjahú formlega ákærður Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka. 28. janúar 2020 16:56