Sæstrengur í óskilum Starri Reynisson skrifar 2. september 2020 14:00 Síðasta sumar komst fátt annað en þriðji orkupakkinn að í stjórnmálaumræðunni hér á landi. Umræðan var bæði löng og hávær, endalaus uppspretta gífuryrða, dylgja og samsæriskenninga. Miðflokkurinn hélt Alþingi í gíslingu svo vikum skipti. Margt var fullyrt sem átti sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum og fjölmörgum dómsdagsspám varpað fram. Í dag er eitt ár liðið frá því að þriðji orkupakkinn var samþykktur á Alþingi og því vel við hæfi að líta aðeins um öxl og skoða hvort eitthvað hafi ræst úr þeim spádómum. Því var ítrekað haldið fram að samþykkt þriðja orkupakkans myndi færa yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Hingað myndi koma embættismaður að utan til að sjá um eftirlit með íslenskum orkumarkaði, svokallaður “landsreglari”. Ekkert bólar á þessum embættismanni, eftir sem áður sér Orkustofnun um innlent eftirlit, rammaáætlun er enn í gildi og Alþingi hefur enn ákvörðunarvaldið þegar kemur að virkjanaframkvæmdum. Lagning sæstrengs er annað þeirra atriða sem mest var hamrað á. Ýmsir fullyrtu að yrði þriðji orkupakkinn samþykktur yrðu íslensk stjórnvöld tilneydd til að leggja sæstreng til meginlands Evrópu. Það er álitamál hvort slík framkvæmd væri jákvæð eða ekki, gott og vel, en umræðan um sæstreng er enn ekkert meira en umræða. Hún hefur lítið þróast eða breyst á síðasta árinu þrátt fyrir samþykkt orkupakkans og ekkert bólar á strengnum. Þá eru mýmörg dæmi um aðra spádóma Miðflokksins og fylgitungla hans sem ekki hafa ræst. Landsvirkjun hefur ekki verið seld, rafmagnsreikningar landsmanna hafa ekki rokið upp úr öllu valdi, matvælaverð hefur ekki hækkað umfram almenna verðlagsþróun og engar atvinnugreinar hafa lagst niður vegna samþykktar þriðja orkupakkans. Umræða byggð á staðreyndum er forsenda heilbrigðrar ákvarðanatöku. Víða um heim hefur þó orðið þróun í gangstæða átt, stjórnmálamenn og flokkar sem virða staðreyndir að vettugi og skrumskæla sannleikann til að auka eigin áhrif hafa skotið upp kollinum og náð að hasla sér völl. Umræðan um orkupakkann sýnir svart á hvítu að við höfum ekki farið varhluta af þeirri þróun. Kjósendur ættu að varast snákaolíuna sem slíkir stjórnmálamenn munu reyna að selja í kosningunum að ári. Höfundur er forseti Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Viðreisn Þriðji orkupakkinn Orkumál Mest lesið Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Síðasta sumar komst fátt annað en þriðji orkupakkinn að í stjórnmálaumræðunni hér á landi. Umræðan var bæði löng og hávær, endalaus uppspretta gífuryrða, dylgja og samsæriskenninga. Miðflokkurinn hélt Alþingi í gíslingu svo vikum skipti. Margt var fullyrt sem átti sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum og fjölmörgum dómsdagsspám varpað fram. Í dag er eitt ár liðið frá því að þriðji orkupakkinn var samþykktur á Alþingi og því vel við hæfi að líta aðeins um öxl og skoða hvort eitthvað hafi ræst úr þeim spádómum. Því var ítrekað haldið fram að samþykkt þriðja orkupakkans myndi færa yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Hingað myndi koma embættismaður að utan til að sjá um eftirlit með íslenskum orkumarkaði, svokallaður “landsreglari”. Ekkert bólar á þessum embættismanni, eftir sem áður sér Orkustofnun um innlent eftirlit, rammaáætlun er enn í gildi og Alþingi hefur enn ákvörðunarvaldið þegar kemur að virkjanaframkvæmdum. Lagning sæstrengs er annað þeirra atriða sem mest var hamrað á. Ýmsir fullyrtu að yrði þriðji orkupakkinn samþykktur yrðu íslensk stjórnvöld tilneydd til að leggja sæstreng til meginlands Evrópu. Það er álitamál hvort slík framkvæmd væri jákvæð eða ekki, gott og vel, en umræðan um sæstreng er enn ekkert meira en umræða. Hún hefur lítið þróast eða breyst á síðasta árinu þrátt fyrir samþykkt orkupakkans og ekkert bólar á strengnum. Þá eru mýmörg dæmi um aðra spádóma Miðflokksins og fylgitungla hans sem ekki hafa ræst. Landsvirkjun hefur ekki verið seld, rafmagnsreikningar landsmanna hafa ekki rokið upp úr öllu valdi, matvælaverð hefur ekki hækkað umfram almenna verðlagsþróun og engar atvinnugreinar hafa lagst niður vegna samþykktar þriðja orkupakkans. Umræða byggð á staðreyndum er forsenda heilbrigðrar ákvarðanatöku. Víða um heim hefur þó orðið þróun í gangstæða átt, stjórnmálamenn og flokkar sem virða staðreyndir að vettugi og skrumskæla sannleikann til að auka eigin áhrif hafa skotið upp kollinum og náð að hasla sér völl. Umræðan um orkupakkann sýnir svart á hvítu að við höfum ekki farið varhluta af þeirri þróun. Kjósendur ættu að varast snákaolíuna sem slíkir stjórnmálamenn munu reyna að selja í kosningunum að ári. Höfundur er forseti Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun