Smíði nýrrar brúar að hefjast yfir Jökulsá á Sólheimasandi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2020 22:11 Tölvugerð mynd af væntanlegri brú á hringveginum um Sólheimasand. Ofar sést afleggjarinn að Sólheimajökli. Vegagerðin Smíði nýrrar brúar er að hefjast yfir Jökulsá á Sólheimasandi, á kafla hringvegarins milli Skógafoss og Mýrdals. Hún á að vera tilbúin eftir eitt ár og leysir af hólmi 53 ára gamla einbreiða brú, sem reist var árið 1967. Tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægsta boð áttu ÞG verktakar úr Reykjavík. Það hljóðar upp á 734,6 milljónir króna. Er það 157 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, eða 82,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 891,7 milljónir króna. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Brúin, hringvegurinn og gatnamótin að Sólheimajökli. Horft er til vesturs í átt að Skógum.Vegagerðin Alls bárust fimm tilboð og benda þau til að verktakar hafi verið ákafir í að hreppa verkið. Næstlægsta boð kom frá Eykt ehf., upp á 742 milljónir króna, eða 83,3 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð átti Ístak hf, sem bauðst til að vinna verkið fyrir 842 milljónir króna eða 94,4 prósent af áætlun. Tilboð Jáverks á Selfossi, upp á 899 milljónir króna, og tilboð Suðurverks og Metrostav, upp á 913 milljónir króna, voru rétt yfir áætluðum verktakakostnaði. Nýja brúin verður tvíbreið og 163 metra löng, fjórum metrum lengri en gamla einbreiða brúin, sem er 159 metra löng.Vegagerðin Nýja brúin verður 163 metra löng, eftirspennt bitabrú í fimm höfum. Auk smíði hennar felst í verkinu að endurbyggja þjóðveginn á eins kílómetra kafla og rífa gömlu brúna. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 2021.´ Séð ofan á nýju brúna.Vegagerðin Margir ferðamannastaðir nærri brúnni hafa á undanförnum árum orðið með þeim fjölsóttustu á landinu. Má nefna Skógafoss, Sólheimajökul, flugvélarflakið á Sólheimasandi, Dyrhólaey, Reynisfjöru og Vík í Mýrdal. Nýja brúin á að vera tilbúin í nóvember á næsta ári. Þá þurfa ökumenn ekki lengur að stöðva við brúarsporðinn til að bíða eftir bílnum, sem kom á undan á móti, ljúka akstri yfir brúna.Vegagerðin Þá er algengt að erlendir ferðamenn aki frá Keflavíkurflugvelli í Skaftafell og að Jökulsárlóni og svo aftur sömu leið til baka. Þá fara þeir tvisvar yfir brúna á Sólheimasandi. Hér má sjá frétt frá árinu 2016 þegar gamla flugvélarflakið varð óvænt vinsæll ferðamannastaður: Jökulsá á Sólheimasandi getur orðið farvegur Kötluhlaupa: Samgöngur Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. 1. október 2020 12:01 Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds. 7. júní 2020 12:11 Auknar framkvæmdir í samgöngum gætu skapað á fjórða hundrað ársverk Aukaframlög upp á 6,5 milljarða til samgönguverkefna verður meðal annars nýtt til að fækka þeim þrjátíu og sex einbreiðu brúm sem enn eru á Hringvegi 1. Þá framkvæmdahraði aukinn í ýmsum stórverkefnum í vegagerð, uppbyggingu flugvalla og hafna á þessu ári. 1. apríl 2020 12:49 Eyjafjallajökull hótaði nýju gosi en virðist núna hafa lagst í dvala Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. 26. maí 2020 09:36 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Smíði nýrrar brúar er að hefjast yfir Jökulsá á Sólheimasandi, á kafla hringvegarins milli Skógafoss og Mýrdals. Hún á að vera tilbúin eftir eitt ár og leysir af hólmi 53 ára gamla einbreiða brú, sem reist var árið 1967. Tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægsta boð áttu ÞG verktakar úr Reykjavík. Það hljóðar upp á 734,6 milljónir króna. Er það 157 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, eða 82,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 891,7 milljónir króna. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Brúin, hringvegurinn og gatnamótin að Sólheimajökli. Horft er til vesturs í átt að Skógum.Vegagerðin Alls bárust fimm tilboð og benda þau til að verktakar hafi verið ákafir í að hreppa verkið. Næstlægsta boð kom frá Eykt ehf., upp á 742 milljónir króna, eða 83,3 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð átti Ístak hf, sem bauðst til að vinna verkið fyrir 842 milljónir króna eða 94,4 prósent af áætlun. Tilboð Jáverks á Selfossi, upp á 899 milljónir króna, og tilboð Suðurverks og Metrostav, upp á 913 milljónir króna, voru rétt yfir áætluðum verktakakostnaði. Nýja brúin verður tvíbreið og 163 metra löng, fjórum metrum lengri en gamla einbreiða brúin, sem er 159 metra löng.Vegagerðin Nýja brúin verður 163 metra löng, eftirspennt bitabrú í fimm höfum. Auk smíði hennar felst í verkinu að endurbyggja þjóðveginn á eins kílómetra kafla og rífa gömlu brúna. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 2021.´ Séð ofan á nýju brúna.Vegagerðin Margir ferðamannastaðir nærri brúnni hafa á undanförnum árum orðið með þeim fjölsóttustu á landinu. Má nefna Skógafoss, Sólheimajökul, flugvélarflakið á Sólheimasandi, Dyrhólaey, Reynisfjöru og Vík í Mýrdal. Nýja brúin á að vera tilbúin í nóvember á næsta ári. Þá þurfa ökumenn ekki lengur að stöðva við brúarsporðinn til að bíða eftir bílnum, sem kom á undan á móti, ljúka akstri yfir brúna.Vegagerðin Þá er algengt að erlendir ferðamenn aki frá Keflavíkurflugvelli í Skaftafell og að Jökulsárlóni og svo aftur sömu leið til baka. Þá fara þeir tvisvar yfir brúna á Sólheimasandi. Hér má sjá frétt frá árinu 2016 þegar gamla flugvélarflakið varð óvænt vinsæll ferðamannastaður: Jökulsá á Sólheimasandi getur orðið farvegur Kötluhlaupa:
Samgöngur Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. 1. október 2020 12:01 Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds. 7. júní 2020 12:11 Auknar framkvæmdir í samgöngum gætu skapað á fjórða hundrað ársverk Aukaframlög upp á 6,5 milljarða til samgönguverkefna verður meðal annars nýtt til að fækka þeim þrjátíu og sex einbreiðu brúm sem enn eru á Hringvegi 1. Þá framkvæmdahraði aukinn í ýmsum stórverkefnum í vegagerð, uppbyggingu flugvalla og hafna á þessu ári. 1. apríl 2020 12:49 Eyjafjallajökull hótaði nýju gosi en virðist núna hafa lagst í dvala Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. 26. maí 2020 09:36 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. 1. október 2020 12:01
Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds. 7. júní 2020 12:11
Auknar framkvæmdir í samgöngum gætu skapað á fjórða hundrað ársverk Aukaframlög upp á 6,5 milljarða til samgönguverkefna verður meðal annars nýtt til að fækka þeim þrjátíu og sex einbreiðu brúm sem enn eru á Hringvegi 1. Þá framkvæmdahraði aukinn í ýmsum stórverkefnum í vegagerð, uppbyggingu flugvalla og hafna á þessu ári. 1. apríl 2020 12:49
Eyjafjallajökull hótaði nýju gosi en virðist núna hafa lagst í dvala Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. 26. maí 2020 09:36
Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32