Hvað gera AP og Fox ef Biden tekur Georgíu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2020 11:03 Enn er talið vestanhafs og spennandi að sjá hvað miðlarnir gera ef Biden tekur afgerandi forystu í Georgíu eða Nevada. epa/Clemens Bilan Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. Nokkurs misræmis gætir í tölum stóru erlendu miðlanna þegar kemur að kjörmönnum en skýringin er sú að hluti þeirra, t.d. Associated Press og Fox News, hafa lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir, m.a. New York Times og Washington Post, hafa enn ekki úrskurðað hvor frambjóðandinn hlýtur kjörmennina 11. Biden er þannig með 264 kjörmenn hjá fyrrnefndu miðlunum en 253 kjörmenn hjá síðarnefndu miðlunum. Trump er með 213 kjörmenn en frambjóðandi þarf að tryggja sér 270 kjörmenn til að landa Hvíta húsinu. Spáð og spegúlerað Ástæðan fyrir því að erlendu miðlarnir virðast skiptast í tvær blokkir þegar kemur að því að lýsa frambjóðendurna sigurvegara í hverju ríki fyrir sig er m.a. sú að margir þeirra reiða sig á tvær ólíkar upplýsingauppsprettur, ef svo má að orði komast, en svo er einnig samspil þarna á milli. AP, sem hefur löngum þótt „gullstandardinn“ þegar kemur að því að ákveða úrslit í kosningum, heldur úti rannsóknararm sem kallast AP VoteCast og hefur, í samstarfi við University of Chicago, þróað nálgun sem miðar sérstaklega að því að taka tillit til síaukins hlutfalls atkvæða sem greidd eru fyrir kjördag. AP er einnig með um 4 þúsund útsendara á sínum snærum, sem safna upplýsingum frá kjörstjórnum í öllum sýslum landsins og hringja upplýsingarnar inn til sérstakra talningastöðva miðilsins. Þar taka 800 einstaklingar á móti upplýsingunum og fara yfir þær áður en þær eru settar inn í spákerfi AP. Tveir ritstjórnar þurfa síðan að leggja blessun sína yfir hverja ákvörðun um að lýsa sigurvegara. BREAKING: Joe Biden wins Arizona. #APracecall at 12:51 a.m. MST. #Election2020 https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) November 4, 2020 Margir aðrir fjölmiðlar, t.d. Guardian, NPR, PBS. Financial Times og dagblaðakeðjurnar Gannett og McClatchy, reiða sig á upplýsingar frá Associated Press og bíða jafnvel eftir því að AP ríði á vaðið áður en þeir lýsa sigurvegara í kosningum. Google notast einnig við gögn frá AP. Aðrir stórir miðlar, m.a. ABC, CBS, CNN og NBC taka allir eigin ákvarðanir en deila upplýsingum sem aðilar að National Election Pool, sem byggir m.a. á útgönguspám og öðrum gögnum frá rannsóknarfyrirtækinu Edison Research. AP sagði sig frá þessu samstarfi eftir kosningarnar 2016. New York Times og Washington Post horfa vissulega til gagna frá AP en hafa, að þessu sinni a.m.k., farið varlegar í yfirlýsingar og hjá þeim stendur Biden í 253 kjörmönnum. Gætu lent í bobba Greint hefur verið frá því að nánustu samstarfsmenn Trump hafi beitt sér fyrir því að AP og sérstaklega Fox News afturkölluðu ákvörðun sína um að lýsa Biden sigurvegara í Arizona, sérstaklega í ljósi þess að aðrir miðlar hafa haldið aftur að sér og að Trump hefur saxað á forskot Biden eftir því sem liðið hefur á talningu atkvæða. AP og Fox News hafa hins vegar neitað en það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist ef sú staða kemur upp að Georgía verður næsta ríkið þar sem endanleg úrslit liggja fyrir. Ef Biden tryggir sér þannig hina 16 kjörmenn ríkisins verður hann kominn með 280 kjörmenn hjá þessum miðlum og í raun kjörinn forseti. Hvað gerist þá, spyrja menn? Munu AP og Fox stökkva til og lýsa Biden forseta, eða munu þeir halda að sér höndum; færa töluna upp í 280 en bíða með yfirlýsinguna stóru? Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Fréttaskýringar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. Nokkurs misræmis gætir í tölum stóru erlendu miðlanna þegar kemur að kjörmönnum en skýringin er sú að hluti þeirra, t.d. Associated Press og Fox News, hafa lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir, m.a. New York Times og Washington Post, hafa enn ekki úrskurðað hvor frambjóðandinn hlýtur kjörmennina 11. Biden er þannig með 264 kjörmenn hjá fyrrnefndu miðlunum en 253 kjörmenn hjá síðarnefndu miðlunum. Trump er með 213 kjörmenn en frambjóðandi þarf að tryggja sér 270 kjörmenn til að landa Hvíta húsinu. Spáð og spegúlerað Ástæðan fyrir því að erlendu miðlarnir virðast skiptast í tvær blokkir þegar kemur að því að lýsa frambjóðendurna sigurvegara í hverju ríki fyrir sig er m.a. sú að margir þeirra reiða sig á tvær ólíkar upplýsingauppsprettur, ef svo má að orði komast, en svo er einnig samspil þarna á milli. AP, sem hefur löngum þótt „gullstandardinn“ þegar kemur að því að ákveða úrslit í kosningum, heldur úti rannsóknararm sem kallast AP VoteCast og hefur, í samstarfi við University of Chicago, þróað nálgun sem miðar sérstaklega að því að taka tillit til síaukins hlutfalls atkvæða sem greidd eru fyrir kjördag. AP er einnig með um 4 þúsund útsendara á sínum snærum, sem safna upplýsingum frá kjörstjórnum í öllum sýslum landsins og hringja upplýsingarnar inn til sérstakra talningastöðva miðilsins. Þar taka 800 einstaklingar á móti upplýsingunum og fara yfir þær áður en þær eru settar inn í spákerfi AP. Tveir ritstjórnar þurfa síðan að leggja blessun sína yfir hverja ákvörðun um að lýsa sigurvegara. BREAKING: Joe Biden wins Arizona. #APracecall at 12:51 a.m. MST. #Election2020 https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) November 4, 2020 Margir aðrir fjölmiðlar, t.d. Guardian, NPR, PBS. Financial Times og dagblaðakeðjurnar Gannett og McClatchy, reiða sig á upplýsingar frá Associated Press og bíða jafnvel eftir því að AP ríði á vaðið áður en þeir lýsa sigurvegara í kosningum. Google notast einnig við gögn frá AP. Aðrir stórir miðlar, m.a. ABC, CBS, CNN og NBC taka allir eigin ákvarðanir en deila upplýsingum sem aðilar að National Election Pool, sem byggir m.a. á útgönguspám og öðrum gögnum frá rannsóknarfyrirtækinu Edison Research. AP sagði sig frá þessu samstarfi eftir kosningarnar 2016. New York Times og Washington Post horfa vissulega til gagna frá AP en hafa, að þessu sinni a.m.k., farið varlegar í yfirlýsingar og hjá þeim stendur Biden í 253 kjörmönnum. Gætu lent í bobba Greint hefur verið frá því að nánustu samstarfsmenn Trump hafi beitt sér fyrir því að AP og sérstaklega Fox News afturkölluðu ákvörðun sína um að lýsa Biden sigurvegara í Arizona, sérstaklega í ljósi þess að aðrir miðlar hafa haldið aftur að sér og að Trump hefur saxað á forskot Biden eftir því sem liðið hefur á talningu atkvæða. AP og Fox News hafa hins vegar neitað en það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist ef sú staða kemur upp að Georgía verður næsta ríkið þar sem endanleg úrslit liggja fyrir. Ef Biden tryggir sér þannig hina 16 kjörmenn ríkisins verður hann kominn með 280 kjörmenn hjá þessum miðlum og í raun kjörinn forseti. Hvað gerist þá, spyrja menn? Munu AP og Fox stökkva til og lýsa Biden forseta, eða munu þeir halda að sér höndum; færa töluna upp í 280 en bíða með yfirlýsinguna stóru?
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Fréttaskýringar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira