Strax í gær taldi lögregla líklegt að allir fimm hefðu brunnið inni. Einn komst út úr sumarbústaðnum af sjálfsdáðum og þurfti að hlaupa nokkra kílómetra til að gera nágrönnum viðvart og hringja eftir hjálp. Eldurinn var svo mikill að hann komst ekki inn í bústaðinn til að bjarga þeim sem þar voru inni.
Lögregla var við vinnu á vettvangi brunans fram á nótt í gær og rannsókn heldur áfram í dag. Eldsupptök liggja ekki fyrir.