Norskir fjölmiðlar segja að vindstyrkur hafi náð allt fimmtíu metrum á sekúndu í hviðum og að þúsundir heimila séu nú án rafmagns.
Áætlað er að óveðrið nái hámarki fyrir hádegi í dag og að það muni mest herja á íbúa í Helgelandi, Salten, Lofoten og Troms í norðurhluta landsins.