„Ég hélt þetta væri einn öruggasti staðurinn í Bandaríkjunum en ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum,“ sagði Ryan Borowski í samtali við CNN en hann var inni í versluninni þegar árásin átti sér stað.
Sarah Moonshadow var við afgreiðslukassann ásamt syni sínum þegar skothríðin hófst. Hún sagði við Reuters að hún hefði reynt að koma einu fórnarlambinu til hjálpar, þar sem viðkomandi lá á gangstéttinni fyrir utan.
Sonur hennar dró hana hins vegar í burtu. „Ég gat ekki hjálpað neinum.“
Árásarmaðurinn heitir Ahmad Al Aliwi Alissa og er 21 árs. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Ónefndir heimildarmenn innan lögreglunnar segja hann hafa verið vopnaðan AR-15, hálfsjálfvirkum riffli sem hefur áður verið notaður við fjöldamorð í Bandaríkjunum.
Myndir teknar úr lofti sýndu Alissa handjárnaðan og beran að ofan, að því er virtist með áverka á fæti. Hann hefur dvalið á sjúkrahúsi en verður fluttur í fangelsi í dag.
Árásin hefur vakið hörð en misjöfn viðbrögð vestanhafs.
A once-in-a-century pandemic cannot be the only thing that slows mass shootings in this country. It’s time for leaders everywhere to listen to the American people when they say enough is enough. pic.twitter.com/7MEJ87Is3E
— Barack Obama (@BarackObama) March 23, 2021
A well regulated militia, being necessary to the security of a free state, the right of the people to keep and bear arms, shall not be infringed. pic.twitter.com/eFBP2PTTUu
— NRA (@NRA) March 23, 2021