Washington DC skrefi nær því að verða ríki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 18:00 Bandaríska þinghúsið í Washington-borg. Vísir/Getty Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag tillögu þess efnis að Washington DC verði 51. ríki Bandaríkjanna. Það er annað skiptið á innan við ári sem málið er tekið fyrir í fulltrúadeildinni en verður því nú vísað til öldungadeildar þingsins. Tillagan var samþykkt af fulltrúadeildinni með 216 atkvæðum en 208 greiddu atkvæði gegn tillögunni. Enginn þingmaður Repúblikana greiddi atkvæði með tillögunni og er því óvíst hver örlög hennar verða í öldungadeildinni, þar sem 50 þingmenn eru Demókratar og 50 Repúblikanar. Andstöðu Repúblikana vill fréttastofa Reuters rekja til pólitískra skoðana íbúa Washington borgar en meirihluti þeirra eru Demókratar. Því er talið líklegt að verði Washington DC sitt eigið ríki muni tveir fulltrúar þess í öldungadeildinni vera demókratar sem myndi breyta stöðunni talsvert. Demókratar hafa barist fyrir því að Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, verði ríki í áratugi. Verði Washington gert að ríki er það fyrsta skiptið frá árinu 1959 sem nýju ríki er bætt við Bandaríkin, en þá gengu Alaska og Hawaii til liðs við ríkið. Ein helstu rök Demókrata fyrir því að gera Washington DC að ríki eru þau að íbúar borgarinnar hafi engan kosningarétt í kosningum til þings Bandaríkjanna, þrátt fyrir að þeir borgi skatta, þjóni í hernum og starfi innan stjórnsýslunnar. Lagt er til að hið nýja ríki verði nefnt Washington, Douglass Commonwealth, í höfuðið á George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna, og Frederick Douglass, fyrrum þræli og baráttumanni fyrir afnámi þrælahalds. Tillagan var fyrst tekin fyrir í fulltrúadeildinni í júní í fyrra og var þá samþykkt með 232 atkvæðum gegn 180. Öldungadeildin neitaði á þeim tíma að taka málið fyrir. Verði Washington DC gert að ríki mun að minnsta kosti einn fulltrúi ríkisins sitja í fulltrúadeildinni. Íbúar borgarinnar eru um 700 þúsund, sem er meira en í ríkjunum Wyoming og Vermont. Fjöldi fulltrúa ríkja í deildinni ræðst af íbúafjölda en öll ríki hafa tvo fulltrúa í öldungadeildinni, óháð íbúafjölda. Bandaríkin Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Tillagan var samþykkt af fulltrúadeildinni með 216 atkvæðum en 208 greiddu atkvæði gegn tillögunni. Enginn þingmaður Repúblikana greiddi atkvæði með tillögunni og er því óvíst hver örlög hennar verða í öldungadeildinni, þar sem 50 þingmenn eru Demókratar og 50 Repúblikanar. Andstöðu Repúblikana vill fréttastofa Reuters rekja til pólitískra skoðana íbúa Washington borgar en meirihluti þeirra eru Demókratar. Því er talið líklegt að verði Washington DC sitt eigið ríki muni tveir fulltrúar þess í öldungadeildinni vera demókratar sem myndi breyta stöðunni talsvert. Demókratar hafa barist fyrir því að Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, verði ríki í áratugi. Verði Washington gert að ríki er það fyrsta skiptið frá árinu 1959 sem nýju ríki er bætt við Bandaríkin, en þá gengu Alaska og Hawaii til liðs við ríkið. Ein helstu rök Demókrata fyrir því að gera Washington DC að ríki eru þau að íbúar borgarinnar hafi engan kosningarétt í kosningum til þings Bandaríkjanna, þrátt fyrir að þeir borgi skatta, þjóni í hernum og starfi innan stjórnsýslunnar. Lagt er til að hið nýja ríki verði nefnt Washington, Douglass Commonwealth, í höfuðið á George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna, og Frederick Douglass, fyrrum þræli og baráttumanni fyrir afnámi þrælahalds. Tillagan var fyrst tekin fyrir í fulltrúadeildinni í júní í fyrra og var þá samþykkt með 232 atkvæðum gegn 180. Öldungadeildin neitaði á þeim tíma að taka málið fyrir. Verði Washington DC gert að ríki mun að minnsta kosti einn fulltrúi ríkisins sitja í fulltrúadeildinni. Íbúar borgarinnar eru um 700 þúsund, sem er meira en í ríkjunum Wyoming og Vermont. Fjöldi fulltrúa ríkja í deildinni ræðst af íbúafjölda en öll ríki hafa tvo fulltrúa í öldungadeildinni, óháð íbúafjölda.
Bandaríkin Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira