Hafði áður hótað því að skjóta samstarfsfélaga sína Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 08:52 Lögregluþjónar að störfum við heimili árásarmannsins. Slökkvilið var kallað þangað vegna elds á svipuðum tíma og hann hóf skothríð sína í vinnunni. AP/Noah Berger Maðurinn sem skaut níu manns til bana áður en hann framdi sjálfsvíg á lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu í gær, hafði áður talað um það að skjóta samstarfsfólk sitt. Þetta segir fyrrverandi eiginkona hans en hún segir árásarmanninn oft hafa verið mjög reiðan í garð vinnu sinnar og samstarfsfólks. Hinn 57 ára gamli Samuel Cassidy hóf skothríð á lestamiðstöðinni um klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma í gær (um 6:30 að staðartíma). Hann var vopnaður fleiri en einni byssu og svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan segir engan þeirra hafa hleypt af skoti. Þetta er í minnst fimmtánda sinn sem mannskæð skotárás, þar sem fjórir eða fleiri deyja, er gerð í Bandaríkjunum á þessu ári, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Að þessu sinni voru fórnarlömbin frá 29 til 63 ára gömul. Einn hinna látnu var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi þar sem hann dó í nótt. Blaðamenn AP ræddu við fyrrverandi eiginkonu Cassidys sem sagði hann hafa talað um það að skjóta samstarfsmenn sína þegar þau voru gift fyrir um þrettán árum síðan. Nokkrir hinna látnu hafa unnið á lestamiðstöðinni í áratugi en Cassidy hafði unnið þar frá árinu 2005. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni og þar á meðal hluta af blaðamannafundi Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, þar sem hann spyr hvað sé að Bandaríkjunum. Var hann þá að velta fyrir sér af hverju svo margar skotárásir væru gerðar þar. LA Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögreglan hafi fundið fleiri byssur og mikið magn skotfæra á heimili Cassidys. Þá segja heimildarmenn miðilsins að Cassidy hafi skotið svo gott sem alla á morgunvaktinni á miðstöðinni. Einn samstarfsmaður Cassidys sem blaðamenn AP ræddu við sagðist hafa heyrt að Cassidy hefði valið sérstaklega hverja hann skaut. Hann hafi ekki skotið fólk af handahófi. Slökkviliðsmenn voru kallaðir út að heimili hans vegna elds um það leyti sem hann hóf skothríðina í vinnunni. Í samtölum við fjölmiðla hafa nágrannar Cassidys lýst honum sem skrítnum og segja hann ekki hafa viljað eiga í samskiptum við þá. Einn sagði Cassidy aldrei fá fólk í heimsókn og hann hafi verið mannfælinn. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir gömul dómsskjöl þar sem fyrrverandi kærasta Cassidys sakaði hann um hafa nauðgað sér ítrekað og sýnt ofbeldisfulla hegðun og þá sérstaklega þegar hann drakk. Þá segir í skjölum að hann hafi verið með geðhvarfasýki Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Hinn 57 ára gamli Samuel Cassidy hóf skothríð á lestamiðstöðinni um klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma í gær (um 6:30 að staðartíma). Hann var vopnaður fleiri en einni byssu og svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan segir engan þeirra hafa hleypt af skoti. Þetta er í minnst fimmtánda sinn sem mannskæð skotárás, þar sem fjórir eða fleiri deyja, er gerð í Bandaríkjunum á þessu ári, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Að þessu sinni voru fórnarlömbin frá 29 til 63 ára gömul. Einn hinna látnu var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi þar sem hann dó í nótt. Blaðamenn AP ræddu við fyrrverandi eiginkonu Cassidys sem sagði hann hafa talað um það að skjóta samstarfsmenn sína þegar þau voru gift fyrir um þrettán árum síðan. Nokkrir hinna látnu hafa unnið á lestamiðstöðinni í áratugi en Cassidy hafði unnið þar frá árinu 2005. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni og þar á meðal hluta af blaðamannafundi Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, þar sem hann spyr hvað sé að Bandaríkjunum. Var hann þá að velta fyrir sér af hverju svo margar skotárásir væru gerðar þar. LA Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögreglan hafi fundið fleiri byssur og mikið magn skotfæra á heimili Cassidys. Þá segja heimildarmenn miðilsins að Cassidy hafi skotið svo gott sem alla á morgunvaktinni á miðstöðinni. Einn samstarfsmaður Cassidys sem blaðamenn AP ræddu við sagðist hafa heyrt að Cassidy hefði valið sérstaklega hverja hann skaut. Hann hafi ekki skotið fólk af handahófi. Slökkviliðsmenn voru kallaðir út að heimili hans vegna elds um það leyti sem hann hóf skothríðina í vinnunni. Í samtölum við fjölmiðla hafa nágrannar Cassidys lýst honum sem skrítnum og segja hann ekki hafa viljað eiga í samskiptum við þá. Einn sagði Cassidy aldrei fá fólk í heimsókn og hann hafi verið mannfælinn. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir gömul dómsskjöl þar sem fyrrverandi kærasta Cassidys sakaði hann um hafa nauðgað sér ítrekað og sýnt ofbeldisfulla hegðun og þá sérstaklega þegar hann drakk. Þá segir í skjölum að hann hafi verið með geðhvarfasýki
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45
Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13
Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54