Lögðu ekki nóg á sig við að ná í sprengjumanninn í Nashville Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2021 21:50 Anthony Warner var 63 ára gamall. FBI Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum hefði átt að gera meira til að ná sambandi við Anthony Q. Warner eftir að tilkynning barst árið 2019 um að hann væri að smíða sprengjur. Warner sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville í desember í fyrra. Skömmu eftir sprenginguna, þegar fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að þessi tilkynning hefði borist, fullyrtu forsvarsmenn lögreglunnar að lögregluþjónar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ná tali af Warner. Eftir að fyrrverandi kærasta Warner hafði sagt hann vera að smíða sprengjur í húsbíl sínum, sem hann hafði lagt við hús sitt, fóru lögregluþjónar á vettvang og bönkuðu uppá hjá Warner. Hann kom þó ekki til dyra og þar sem lögregluþjónarnir höfðu ekki heimild til að fara inn á afgirta lóð Warners aðhöfðust þeir ekkert meira. Lögreglan sagði svo í kjölfarið að allt hefði verið reynt til að komast til botns í málinu en það skilaði þó engri niðurstöðu. Sjá einnig: Bent á sprengjugerð Warner fyrir rúmu ári Niðurstöður rannsóknar um þessa viðleitni lögreglunnar sýna að engar skýrslur voru gerðar um meintar tilraunir lögregluþjóna til að ná frekar í Warner. Samkvæmt frétt New York Times segir í niðurstöðunum, sem opinberaðar voru í gær, að lögreglan hefði átt að ganga mun harðar fram gagnvart Warner. Sprengingin olli miklum skemmdum í miðbæ Nashville en enginn dó fyrir utan Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum.AP/Mark Humphrey Meðal annars hefði átt að vakta hann, reyna að ræða frekar við fyrrverandi kærustu hans, vinnuveitendur, fjölskyldumeðlimi og nágranna. Þá hefðu þeir átt að reyna að fá heimild til að gera húsleit á heimili Warners. Þrátt fyrir það segir í niðurstöðunum að ómögulegt sé að vita með vissu hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sprengjuárásina. Heyrðu skothríð snemma morguns Snemma að morgni jóladags 2020 heyrðu íbúar Nashville skothvelli í miðbæ borgarinnar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl Warners, sem hann hafði lagt í miðbænum, heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa í loft upp eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petulu Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Hinn 63 ára gamli Warner var í bílnum og var hann sá eini sem dó. Sprengingin olli þó miklum skemmdum á mörgum af elstu byggingum borgarinnar og kom niður á fjarskiptum á svæðinu. Það var vegna þess að Warner hafði lagt bílnum fyrir utan bygging fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Hér má sjá myndefni af sprengingunni. Tilefni árásarinnar liggur ekki enn fyrir en Warner hafði rætt mikið vantraust sitt gagnvart yfirvöldum við vini sína og hafði deilt með þeim ritgerð um samsæriskenningar um eðlufólk. Það eru geimverur, sem eru eðlur og eiga búa í göngum neðanjarðar og geta tekið útlit manna. Hann er sagður hafa trúað því að þetta eðlufólk væri raunverulegt og gisti hann reglulega í þjóðgarði skammt frá Nashville, þar sem hann er sagður hafa reynt að veiða eðlufólk. „Ef þú reynir að veiða þá, kemstu fljótt að því að þú ert sá sem verið er að veiða,“ skrifaði Warner í ritgerð sína. Bandaríkin Tengdar fréttir Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af. 29. desember 2020 12:12 Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Skömmu eftir sprenginguna, þegar fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að þessi tilkynning hefði borist, fullyrtu forsvarsmenn lögreglunnar að lögregluþjónar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ná tali af Warner. Eftir að fyrrverandi kærasta Warner hafði sagt hann vera að smíða sprengjur í húsbíl sínum, sem hann hafði lagt við hús sitt, fóru lögregluþjónar á vettvang og bönkuðu uppá hjá Warner. Hann kom þó ekki til dyra og þar sem lögregluþjónarnir höfðu ekki heimild til að fara inn á afgirta lóð Warners aðhöfðust þeir ekkert meira. Lögreglan sagði svo í kjölfarið að allt hefði verið reynt til að komast til botns í málinu en það skilaði þó engri niðurstöðu. Sjá einnig: Bent á sprengjugerð Warner fyrir rúmu ári Niðurstöður rannsóknar um þessa viðleitni lögreglunnar sýna að engar skýrslur voru gerðar um meintar tilraunir lögregluþjóna til að ná frekar í Warner. Samkvæmt frétt New York Times segir í niðurstöðunum, sem opinberaðar voru í gær, að lögreglan hefði átt að ganga mun harðar fram gagnvart Warner. Sprengingin olli miklum skemmdum í miðbæ Nashville en enginn dó fyrir utan Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum.AP/Mark Humphrey Meðal annars hefði átt að vakta hann, reyna að ræða frekar við fyrrverandi kærustu hans, vinnuveitendur, fjölskyldumeðlimi og nágranna. Þá hefðu þeir átt að reyna að fá heimild til að gera húsleit á heimili Warners. Þrátt fyrir það segir í niðurstöðunum að ómögulegt sé að vita með vissu hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sprengjuárásina. Heyrðu skothríð snemma morguns Snemma að morgni jóladags 2020 heyrðu íbúar Nashville skothvelli í miðbæ borgarinnar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl Warners, sem hann hafði lagt í miðbænum, heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa í loft upp eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petulu Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Hinn 63 ára gamli Warner var í bílnum og var hann sá eini sem dó. Sprengingin olli þó miklum skemmdum á mörgum af elstu byggingum borgarinnar og kom niður á fjarskiptum á svæðinu. Það var vegna þess að Warner hafði lagt bílnum fyrir utan bygging fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Hér má sjá myndefni af sprengingunni. Tilefni árásarinnar liggur ekki enn fyrir en Warner hafði rætt mikið vantraust sitt gagnvart yfirvöldum við vini sína og hafði deilt með þeim ritgerð um samsæriskenningar um eðlufólk. Það eru geimverur, sem eru eðlur og eiga búa í göngum neðanjarðar og geta tekið útlit manna. Hann er sagður hafa trúað því að þetta eðlufólk væri raunverulegt og gisti hann reglulega í þjóðgarði skammt frá Nashville, þar sem hann er sagður hafa reynt að veiða eðlufólk. „Ef þú reynir að veiða þá, kemstu fljótt að því að þú ert sá sem verið er að veiða,“ skrifaði Warner í ritgerð sína.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af. 29. desember 2020 12:12 Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af. 29. desember 2020 12:12
Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30