Klukkustunda langur fundur Biden og Pútín í Genf hafinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 13:28 Russian President Vladimir Putin, left, and U.S President Joe Biden shake hands during their meeting at the 'Villa la Grange' in Geneva, Switzerland in Geneva, Switzerland, Wednesday, June 16, 2021. (AP Photo/Alexander Zemlianichenko, Pool) AP/Alexander Zemlianitsjenkó Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti skiptust á kurteisisheitum þegar þeir hittust til fundar á sveitasetri við Genf í Sviss í dag. Búist er við því að fundur þeirra standi yfir í allt að fimm klukkustundir og þeir fari yfir breitt svið umræðuefna. Báðir leiðtogar viðurkenna að samskipti ríkjanna tveggja séu í sögulegri lægð. Biden sagði fundinn á milli „tveggja mikilla velda“ og að alltaf væri betra að hittast auglitis til auglitis. Pútín sagðist vonast eftir árangursríkum viðræðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar forsetarnir tveir sátu fyrir á myndum og blaðamenn hrópuðu spurningar að þeim kinkaði Biden kolli þegar einn þeirra spurði hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar í tísti að Biden hefði klárlega ekki svarað neinni ákveðinni spurningu heldur aðeins kinkað kolli til fjölmiðlamannanna almennt. Á meðal umræðaefna fundarins eru tölvuárásir sem Bandaríkjamenn saka Rússa um að bera ábyrgð á, afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og spenna á landamærum Úkraínu. Auk forsetanna tveggja sitja þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar ríkjanna, fundinn. Ekki er búist við ríkulegri uppskeru af fundi leiðtoganna tveggja. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði að til þess væru samskipti ríkjanna of stirð um þessar mundir. Það væri þá þegar áfangasigur að leiðtogarnir hefðu ákveðið að setjast niður og ræða ágreiningsmál sín. Biden virtist kinka kolli þegar blaðamaður hrópaði spurningu um hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar að Biden hefði ekki verið að svara spurningunni með látbragði sínu.AP/Patrick Semansky Rússland Bandaríkin Sviss Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Báðir leiðtogar viðurkenna að samskipti ríkjanna tveggja séu í sögulegri lægð. Biden sagði fundinn á milli „tveggja mikilla velda“ og að alltaf væri betra að hittast auglitis til auglitis. Pútín sagðist vonast eftir árangursríkum viðræðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar forsetarnir tveir sátu fyrir á myndum og blaðamenn hrópuðu spurningar að þeim kinkaði Biden kolli þegar einn þeirra spurði hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar í tísti að Biden hefði klárlega ekki svarað neinni ákveðinni spurningu heldur aðeins kinkað kolli til fjölmiðlamannanna almennt. Á meðal umræðaefna fundarins eru tölvuárásir sem Bandaríkjamenn saka Rússa um að bera ábyrgð á, afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og spenna á landamærum Úkraínu. Auk forsetanna tveggja sitja þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar ríkjanna, fundinn. Ekki er búist við ríkulegri uppskeru af fundi leiðtoganna tveggja. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði að til þess væru samskipti ríkjanna of stirð um þessar mundir. Það væri þá þegar áfangasigur að leiðtogarnir hefðu ákveðið að setjast niður og ræða ágreiningsmál sín. Biden virtist kinka kolli þegar blaðamaður hrópaði spurningu um hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar að Biden hefði ekki verið að svara spurningunni með látbragði sínu.AP/Patrick Semansky
Rússland Bandaríkin Sviss Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira