Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2021 10:59 Michael Breinholt á lögreglustöðinni. Skjáskot Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. Hinn 31 árs gamli Michael Breinholt lést samstundis. Hann hafði verið handtekinn fyrir ölvun og virtist reyna að ná tökum á skammbyssu eins lögregluþjóns áður en hann var skotinn. Saksóknarar í Utah opinberuðu þá niðurstöðu í gær að Tyler Longman yrði ekki refsað fyrir banaskotið, sem átti sér stað í ágúst 2019. Þetta var í þriðja sinn sem Longman skaut mann til bana. Lögreglan gaf út níu mínútna myndband sem var meðal annars unnið af almannatengslateymi lögreglunnar og úr myndefni úr vestismyndavélum lögreglumanna, sem sýndi þó eingöngu brot af atburðarásinni, samkvæmt frétt PBS. Kröfðust betra myndefnis Blaðamenn og lögmenn dagblaðsins Salt Lake Tribune vörðu hálfu ári í að reyna að fá meira myndefni sem tengist banaskotinu og tókst það í upphafi mánaðarins. Myndbandið sýnir ölvaðan Breinholt láta illa við lögregluþjóna. Á einum tímapunkti lendir Breinholt í stympingum við tvo lögregluþjóna og kallar annar þeirra að Breinholt sé að reyna að ná taki á byssu hans. Þá var Breinholt handjárnaður með hendur fyrir aftan bak og myndbandið virðist styðja það. Það sýnir þó að byssan var enn í hulstri lögregluþjónsins þegar Longman kom til aðstoðar. „Þú ert að fara að deyja, vinur minn,“ sagði Longman og skaut Breinholt í höfuðið. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils Fox í Utah um banaskotið. Ríkissaksóknarinn Sim Gill sagði á blaðamannafundi í gær að honum þætti dauði Breinholt vera óþarfur og forkastanlegur. Hann væri þó bundinn lögum og reglum og þeim samkvæmt hefði banaskotið verið réttlætanlegt. „Ef við viljum aðrar niðurstöður, sem er ekki óeðlilegt að fara fram á, þurfum við að breyta lögunum,“ sagði Gill, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Fjölskylda Breinholt er ósátt við þessa niðurstöðu og ætla þau að höfða mál. „Hann gaf sér tíma til að hugsa og segja þessi orð,“ sagði Susan Neese, móðir Breinholt, við Salt Lake Tribune (áskriftarvefur). Blaðamenn báðu einnig sérfræðing í þjálfun lögregluþjóna að horfa á myndbandið. Sá sagði það ekki hafa verið nauðsynlegt að skjóta Breinholt til bana. PBS segir Breinholt hafa átt í vandræðum með fíkn frá því hann var táningur og hafi komist í kast við lögin á undanförnum árum. Haft er eftir móður hans að hún hafi rætt við hann daginn sem hann dó og þau hafi rætt um það að hann ætlaði að leita sér hjálpar væri að reyna að komast á meðferðarheimili. Breinholt hafði mætt ölvaður á vinnustað kærustu sinnar og samstarfsmaður hennar hafði hringt á lögregluna. Lögregluþjónum var svo sagt að Breinholt hefði sagst hafa takið mikið pillum og áður en hann var handtekinn, sagði kærasta hans við lögregluþjóna að hann virtist í sjálfsmorðshugleiðingum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Veður Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Fleiri fréttir Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Michael Breinholt lést samstundis. Hann hafði verið handtekinn fyrir ölvun og virtist reyna að ná tökum á skammbyssu eins lögregluþjóns áður en hann var skotinn. Saksóknarar í Utah opinberuðu þá niðurstöðu í gær að Tyler Longman yrði ekki refsað fyrir banaskotið, sem átti sér stað í ágúst 2019. Þetta var í þriðja sinn sem Longman skaut mann til bana. Lögreglan gaf út níu mínútna myndband sem var meðal annars unnið af almannatengslateymi lögreglunnar og úr myndefni úr vestismyndavélum lögreglumanna, sem sýndi þó eingöngu brot af atburðarásinni, samkvæmt frétt PBS. Kröfðust betra myndefnis Blaðamenn og lögmenn dagblaðsins Salt Lake Tribune vörðu hálfu ári í að reyna að fá meira myndefni sem tengist banaskotinu og tókst það í upphafi mánaðarins. Myndbandið sýnir ölvaðan Breinholt láta illa við lögregluþjóna. Á einum tímapunkti lendir Breinholt í stympingum við tvo lögregluþjóna og kallar annar þeirra að Breinholt sé að reyna að ná taki á byssu hans. Þá var Breinholt handjárnaður með hendur fyrir aftan bak og myndbandið virðist styðja það. Það sýnir þó að byssan var enn í hulstri lögregluþjónsins þegar Longman kom til aðstoðar. „Þú ert að fara að deyja, vinur minn,“ sagði Longman og skaut Breinholt í höfuðið. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils Fox í Utah um banaskotið. Ríkissaksóknarinn Sim Gill sagði á blaðamannafundi í gær að honum þætti dauði Breinholt vera óþarfur og forkastanlegur. Hann væri þó bundinn lögum og reglum og þeim samkvæmt hefði banaskotið verið réttlætanlegt. „Ef við viljum aðrar niðurstöður, sem er ekki óeðlilegt að fara fram á, þurfum við að breyta lögunum,“ sagði Gill, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Fjölskylda Breinholt er ósátt við þessa niðurstöðu og ætla þau að höfða mál. „Hann gaf sér tíma til að hugsa og segja þessi orð,“ sagði Susan Neese, móðir Breinholt, við Salt Lake Tribune (áskriftarvefur). Blaðamenn báðu einnig sérfræðing í þjálfun lögregluþjóna að horfa á myndbandið. Sá sagði það ekki hafa verið nauðsynlegt að skjóta Breinholt til bana. PBS segir Breinholt hafa átt í vandræðum með fíkn frá því hann var táningur og hafi komist í kast við lögin á undanförnum árum. Haft er eftir móður hans að hún hafi rætt við hann daginn sem hann dó og þau hafi rætt um það að hann ætlaði að leita sér hjálpar væri að reyna að komast á meðferðarheimili. Breinholt hafði mætt ölvaður á vinnustað kærustu sinnar og samstarfsmaður hennar hafði hringt á lögregluna. Lögregluþjónum var svo sagt að Breinholt hefði sagst hafa takið mikið pillum og áður en hann var handtekinn, sagði kærasta hans við lögregluþjóna að hann virtist í sjálfsmorðshugleiðingum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Veður Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Fleiri fréttir Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Sjá meira