Háskóli Íslands eða Háskóli höfuðborgarsvæðisins? Stefanía Hrund Guðmundsdóttir og Agnes Klara Ben Jónsdóttir skrifa 11. október 2021 13:30 „Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans.” Þessi setning stendur framarlega í stefnu Háskóla Íslands 2021 - 2026. Nafn skólans gefur það til kynna, eins og setningin hér að ofan að skólin þjóni samfélaginu öllu en því miður er það svo að ekki allir hafi jafnan aðgang að náminu. Fyrir stuttu síðan fengum við vinkonurnar þá hugmynd að skrá okkur í nám í Félagsráðgjöf. Við erum báðar búsettar á austurlandi, tókum okkar B.A. gráður í 100% fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri með því að mæta í nokkrar lotur og bjuggumst við því að geta þarna bætt við okkur annarri gráðu með sömu tækni. Í umsóknarferlinu rákum við augun í að fáir áfangar eru kenndir í fjarnámi og eftir að hafa haft samband við starfsmann H.Í. kom í ljós að þeir bjóða ekki upp á neitt nám sem er 100% kennt í fjarnámi. Almenna reglan væri mætingarskylda og mögulega einn og einn áfangi sem hægt væri að taka í gegnum netið. Við fengum þær heimildir frá fólki í kring um okkur að á Hugvísindasviði skólans væru 623 áfangar en aðeins 36 af þeim eru skráðir sem fjarnámsáfangar, sem er mjög lág prósentutala. Til samanburðar er allt grunnnám í boði sem fjarnám í gegnum Háskólann á Akureyri þar sem nemendur mæta svo í reglulegar lotur til þess að vinna verkefni og skapa umræður meðal samnemenda sinna. Okkur blöskraði, skólinn sem á að heita Háskóli Íslands er bara alls ekki skóli fyrir alla á Íslandi. Á þessum tækni tímum sem við lifum á getur skólinn ekki boðið upp á fjarnám, samt getur Háskólinn á Akureyri gert það án vandkvæða. Fólki stendur líka til boða að taka gráðurnar sínar í fjarnámi við skóla í útlöndum, þarna er ósamræmi sem ætti að vera löngu búið að laga. Við vöktum athygli á þessu á samfélagsmiðlum og viðbrögðin voru ótrúleg, fólk sem hefur kvartað undan þessu sama ár eftir ár eftir ár. Fólk sem hafði hætt við að fara í námið sem þeim hefur alltaf dreymt um, fólk sem hefur ákveðið að rífa sig upp frá stöðum sem það elskar og fara suður til Reykjavíkur til þess eins að mennta sig. Þess má líka geta að margir velja fjarnám til þess að geta aðlagað náminu sínu lífi, fjölskyldu, áhugamálum og vinnu. Það að fara í fjarnám er ákveðin ábyrgð og hentar alls ekki öllum, en fyrir suma hentar þetta fullkomlega og því er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á það sem val líka og bæta þannig aðgengi fólks að námi. Miðað við þessi viðbrögð sem við fengum erum við ekki að vekja athygli á nýju vandamáli. Við getum ekki annað en spurt, af hverju er ekki búið að laga þetta? Af hverju hefur menntamálaráðherra ekki gripið í taumana og komið með lausn á þessum vanda? Af hverju er þögn hjá stjórnendum skólans, af hverju er ekki hugsað í lausnum? Á covid tímum var öllu námi skellt yfir í fjarnám, eðlilega voru hnökrar í byrjun en á endanum gekk allt vel og fólk hélt áfram að mennta sig. Hvað stoppar skólann í að halda þessu áfram? Hvað stoppar Háskóla Íslands í að vera skóli fyrir alla þá sem vilja menntun á Íslandi - en ekki bara þá sem eru tilbúnir að búa fyrir sunnan? Hvað með okkur sem búum út á landi, getum ekki flutt eða einfaldlega viljum það ekki? Landsbyggðin þarf á faglærðu fólki að halda og við eigum það skilið að eiga sömu möguleika á menntun og fólk sem býr á suðurlandinu. Stefanía Hrund Guðmundsdóttir B.A. gráða í Fjölmiðlafræði. Agnes Klara Ben Jónsdóttir B.A. gráða í Lögreglu- og löggæslufræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
„Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans.” Þessi setning stendur framarlega í stefnu Háskóla Íslands 2021 - 2026. Nafn skólans gefur það til kynna, eins og setningin hér að ofan að skólin þjóni samfélaginu öllu en því miður er það svo að ekki allir hafi jafnan aðgang að náminu. Fyrir stuttu síðan fengum við vinkonurnar þá hugmynd að skrá okkur í nám í Félagsráðgjöf. Við erum báðar búsettar á austurlandi, tókum okkar B.A. gráður í 100% fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri með því að mæta í nokkrar lotur og bjuggumst við því að geta þarna bætt við okkur annarri gráðu með sömu tækni. Í umsóknarferlinu rákum við augun í að fáir áfangar eru kenndir í fjarnámi og eftir að hafa haft samband við starfsmann H.Í. kom í ljós að þeir bjóða ekki upp á neitt nám sem er 100% kennt í fjarnámi. Almenna reglan væri mætingarskylda og mögulega einn og einn áfangi sem hægt væri að taka í gegnum netið. Við fengum þær heimildir frá fólki í kring um okkur að á Hugvísindasviði skólans væru 623 áfangar en aðeins 36 af þeim eru skráðir sem fjarnámsáfangar, sem er mjög lág prósentutala. Til samanburðar er allt grunnnám í boði sem fjarnám í gegnum Háskólann á Akureyri þar sem nemendur mæta svo í reglulegar lotur til þess að vinna verkefni og skapa umræður meðal samnemenda sinna. Okkur blöskraði, skólinn sem á að heita Háskóli Íslands er bara alls ekki skóli fyrir alla á Íslandi. Á þessum tækni tímum sem við lifum á getur skólinn ekki boðið upp á fjarnám, samt getur Háskólinn á Akureyri gert það án vandkvæða. Fólki stendur líka til boða að taka gráðurnar sínar í fjarnámi við skóla í útlöndum, þarna er ósamræmi sem ætti að vera löngu búið að laga. Við vöktum athygli á þessu á samfélagsmiðlum og viðbrögðin voru ótrúleg, fólk sem hefur kvartað undan þessu sama ár eftir ár eftir ár. Fólk sem hafði hætt við að fara í námið sem þeim hefur alltaf dreymt um, fólk sem hefur ákveðið að rífa sig upp frá stöðum sem það elskar og fara suður til Reykjavíkur til þess eins að mennta sig. Þess má líka geta að margir velja fjarnám til þess að geta aðlagað náminu sínu lífi, fjölskyldu, áhugamálum og vinnu. Það að fara í fjarnám er ákveðin ábyrgð og hentar alls ekki öllum, en fyrir suma hentar þetta fullkomlega og því er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á það sem val líka og bæta þannig aðgengi fólks að námi. Miðað við þessi viðbrögð sem við fengum erum við ekki að vekja athygli á nýju vandamáli. Við getum ekki annað en spurt, af hverju er ekki búið að laga þetta? Af hverju hefur menntamálaráðherra ekki gripið í taumana og komið með lausn á þessum vanda? Af hverju er þögn hjá stjórnendum skólans, af hverju er ekki hugsað í lausnum? Á covid tímum var öllu námi skellt yfir í fjarnám, eðlilega voru hnökrar í byrjun en á endanum gekk allt vel og fólk hélt áfram að mennta sig. Hvað stoppar skólann í að halda þessu áfram? Hvað stoppar Háskóla Íslands í að vera skóli fyrir alla þá sem vilja menntun á Íslandi - en ekki bara þá sem eru tilbúnir að búa fyrir sunnan? Hvað með okkur sem búum út á landi, getum ekki flutt eða einfaldlega viljum það ekki? Landsbyggðin þarf á faglærðu fólki að halda og við eigum það skilið að eiga sömu möguleika á menntun og fólk sem býr á suðurlandinu. Stefanía Hrund Guðmundsdóttir B.A. gráða í Fjölmiðlafræði. Agnes Klara Ben Jónsdóttir B.A. gráða í Lögreglu- og löggæslufræði.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun