Forseti norska þingsins til rannsóknar hjá lögreglu og segir af sér Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 23:31 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og Eva Kristin Hansen, forseti norska þingsins á fundi í norska þinginu. Hansen hefur sagt af sér eftir að upp komst að hún hafði misnotað aðgang sinn að íbúð í eigu norska þingsins. Getty/Britta Pedersen Lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn í Noregi að beiðni ríkissaksóknara. Eva Kristin Hansen, forseti þingsins, hefur staðfest að hún sé þeirra á meðal og hefur sagt af sér. „Það hefur verið tilkynnt að lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn eftir umfjöllun fjölmiðla. Ég er ein af þeim,“ sagði Hansen í yfirlýsingu. „Ég tel það ekki boða gott að þingforseti sé starfandi á meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu. Ég hef þess vegna rætt við formann flokksins míns og þingflokksformann og greint þeim frá því að ég ætli að stíga til hliðar sem forseti þingsins.“ Þetta staðfesti Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins. „Ég veit að þetta mál er henni þungbært og að henni þykir fyrir þessu. Samt sem áður tel ég það rétt metið hjá henni að stíga til hliðar sem forseti þingsins,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við norska ríkisútvarpið. Lögreglan rannsakar þingmennina vegna meintrar misnotkunar á íbúðum í eigu þingsins. Norska þingið á 143 íbúðir í Osló sem þingmönnum, sem búa meira en fjörutíu kílómetra frá þinghúsinu, er heimilt að nota sem annað heimili á meðan á þingsetu stendur. Ástæða þess að Hansen er til skoðunar, og líklega hinir sex líka, er sú að Hansen á sjálf íbúð í Ski, rétt fyrir utan Osló. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að nota íbúð þingsins sem sitt annað heimili. Lögheimili Hansen var til ársins 2017 skráð í Þrándheimi, en hún er þingmaður þess svæðis. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn búa í þessum íbúðum ef lögheimili þeirra er meira en 40 km í burtu frá þinghúsinu. Fjölskyldumeðlimir þeirra mega svo að sjálfsögðu búa þar líka, svo lengi sem þingmaðurinn býr þar á sama tíma. Þingmaðurinn greiðir hvorki leigu á meðan hann býr þar né nokkur önnur útgjöld sem fylgja heimilishaldi, eins og fyrir rafmagn, vatn, hita eða net og sjónvarp. Að sögn Hansen lánaði hún kollega sínum úr þinginu íbúðina sína, þá sem er samt í eigu þingsins, vegna hjónabandsvandræða kollegans. Það er á skjön við reglur þingsins um íbúðirnar. Noregur Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
„Það hefur verið tilkynnt að lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn eftir umfjöllun fjölmiðla. Ég er ein af þeim,“ sagði Hansen í yfirlýsingu. „Ég tel það ekki boða gott að þingforseti sé starfandi á meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu. Ég hef þess vegna rætt við formann flokksins míns og þingflokksformann og greint þeim frá því að ég ætli að stíga til hliðar sem forseti þingsins.“ Þetta staðfesti Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins. „Ég veit að þetta mál er henni þungbært og að henni þykir fyrir þessu. Samt sem áður tel ég það rétt metið hjá henni að stíga til hliðar sem forseti þingsins,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við norska ríkisútvarpið. Lögreglan rannsakar þingmennina vegna meintrar misnotkunar á íbúðum í eigu þingsins. Norska þingið á 143 íbúðir í Osló sem þingmönnum, sem búa meira en fjörutíu kílómetra frá þinghúsinu, er heimilt að nota sem annað heimili á meðan á þingsetu stendur. Ástæða þess að Hansen er til skoðunar, og líklega hinir sex líka, er sú að Hansen á sjálf íbúð í Ski, rétt fyrir utan Osló. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að nota íbúð þingsins sem sitt annað heimili. Lögheimili Hansen var til ársins 2017 skráð í Þrándheimi, en hún er þingmaður þess svæðis. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn búa í þessum íbúðum ef lögheimili þeirra er meira en 40 km í burtu frá þinghúsinu. Fjölskyldumeðlimir þeirra mega svo að sjálfsögðu búa þar líka, svo lengi sem þingmaðurinn býr þar á sama tíma. Þingmaðurinn greiðir hvorki leigu á meðan hann býr þar né nokkur önnur útgjöld sem fylgja heimilishaldi, eins og fyrir rafmagn, vatn, hita eða net og sjónvarp. Að sögn Hansen lánaði hún kollega sínum úr þinginu íbúðina sína, þá sem er samt í eigu þingsins, vegna hjónabandsvandræða kollegans. Það er á skjön við reglur þingsins um íbúðirnar.
Noregur Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira