Ítrekað kallaðir út vegna sinuelda í Árnessýslu sem raktir voru til óleyfisbrenna Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 13:54 Slökkviliðsmenn beittu jarðýtum og gröfum til að ná tökum á gróðureldunum í Tjarnabyggð í nótt. Brunavarnir Árnessýslu Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu þurftu að sinna alls 54 útköllum, meðal annars vegna gróðurelda sem blossuðu upp víða í umdæminu, í gærkvöldi og í nótt. Stærsti gróðureldurinn kom upp í Tjarnabyggð, suðvestur af Selfossi, og ógnaði hann um tíma þremur húsum. Þá var talsvert um óleyfisbrennur í umdæminu þar sem glóð hafði leitað í sinu. Þetta segir Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við Vísi. „Þetta byrjar þarna 17:58 og fer svo mjög hratt að stað. Við sáum smá lægð í kringum Skaupið en svo fór allt á fullt og náði hámarki í kringum miðnætti.“ Brunavarnir Árnessýslu Lárus segir að eldarnir hafi verið af ýmsum toga, allt frá mjög litlum þar sem kviknað hafi í út frá skreytingum og í risastóra elda líkt og þann í Tjarnabyggð. „Þar mátti litlu muna að færi mjög illa. Eldurinn ógnaði þarna þremur húsum og vorum við farin að beita jarðýtum og gröfum til að stöðva útbreiðsluna.“ Lárus segir að um tíma hafi allar stöðvar Brunavarna Árnessýslu verið að sinna útkalli á sama tíma, ef frá er talin sú á Laugarvatni. „Þetta var frekar svakalegt á tímabili en róaðist svo þarna um þrjú eða fjögur leytið. En þá tók auðvitað bara við frágangur og þrif, sem einnig tekur sinn tíma. Það kom svo annað útkall í Hveragerði í morgun þar sem kviknað hafði í gróðri í Hamrinum.“ Brunavarnir Árnessýslu Hann segir að veðrið hafi um tíma gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem það var talsvert vindasamt. „Það var mikið rok og við þurftum að hafa mjög hraðar hendur. Það var svo líka talsvert af óleyfisbrennum þar sem glóð var að fjúka úr þeim og kviknaði svo í sinu. Stundum þurftum við að mæta oftar en einu sinni á sama staðinn.“ Lárus biðlar til fólks að passa sig áfram þannig að sinueldarnir verði ekki fleiri. Enn séu þurrt og að mörgu leyti kjöraðstæður fyrir sinuelda. Slökkvilið Árborg Ölfus Hveragerði Grímsnes- og Grafningshreppur Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Stærsti gróðureldurinn kom upp í Tjarnabyggð, suðvestur af Selfossi, og ógnaði hann um tíma þremur húsum. Þá var talsvert um óleyfisbrennur í umdæminu þar sem glóð hafði leitað í sinu. Þetta segir Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við Vísi. „Þetta byrjar þarna 17:58 og fer svo mjög hratt að stað. Við sáum smá lægð í kringum Skaupið en svo fór allt á fullt og náði hámarki í kringum miðnætti.“ Brunavarnir Árnessýslu Lárus segir að eldarnir hafi verið af ýmsum toga, allt frá mjög litlum þar sem kviknað hafi í út frá skreytingum og í risastóra elda líkt og þann í Tjarnabyggð. „Þar mátti litlu muna að færi mjög illa. Eldurinn ógnaði þarna þremur húsum og vorum við farin að beita jarðýtum og gröfum til að stöðva útbreiðsluna.“ Lárus segir að um tíma hafi allar stöðvar Brunavarna Árnessýslu verið að sinna útkalli á sama tíma, ef frá er talin sú á Laugarvatni. „Þetta var frekar svakalegt á tímabili en róaðist svo þarna um þrjú eða fjögur leytið. En þá tók auðvitað bara við frágangur og þrif, sem einnig tekur sinn tíma. Það kom svo annað útkall í Hveragerði í morgun þar sem kviknað hafði í gróðri í Hamrinum.“ Brunavarnir Árnessýslu Hann segir að veðrið hafi um tíma gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem það var talsvert vindasamt. „Það var mikið rok og við þurftum að hafa mjög hraðar hendur. Það var svo líka talsvert af óleyfisbrennum þar sem glóð var að fjúka úr þeim og kviknaði svo í sinu. Stundum þurftum við að mæta oftar en einu sinni á sama staðinn.“ Lárus biðlar til fólks að passa sig áfram þannig að sinueldarnir verði ekki fleiri. Enn séu þurrt og að mörgu leyti kjöraðstæður fyrir sinuelda.
Slökkvilið Árborg Ölfus Hveragerði Grímsnes- og Grafningshreppur Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19