Þingmaður sýndi vopnabúrið á fundi um skotvopnalöggjöf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2022 13:30 Þingmaðurinn Greg Steube sýndi vopnabúrið á þingfundi dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. AP Photo/J. Scott Applewhite Greg Steube, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, sýndi vopnabúr sitt er hann þótt þátt í nefndarstörfum dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í gær, þar sem frumvarp um hert aðgengi að skotvopnum og tengdum vörum var til umræðu. Nefndin hélt maranþonfund í gær þar sem verið var að ræða frumvarp sem ætlað er að setja ýmsar skorður á aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Þó talið sé líklegt að frumvarpið verði samþykkt í fulltrúadeildinni er afar ólíklegt að það verði að lögum, þar sem öldungadeild þingsins þarf einnig að samþykkja frumvarpið. Þar er talið að hörð mótstaða Repúblikana við umbótum þegar kemur að skotvopnalöggjöf komi í veg fyrir að frumvarpið verði samþykkt. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin“ Fjölmiðlar ytra hafa nefnt hegðun þingmannsins Steube á nefndarfundinum í gær, sem dæmi um andstöðu Repúblikana við aðgerðir til að takmarka aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Steube, sem er þingmaður Repúblikana í Flórída, var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Til þess að lýsa andstöðu hans við ákvæði í frumvarpinu sem ætlað er að banna skothylki sem hýsa mörg skot, dró hann upp fjölmargar byssur úr eigin vopnabúri, og sýndi öðrum nefndarmönnum. „Hér er byssa sem ég geng með á hverjum einasta degi til að verja sjálfan mig, fjölskyldu mína, eiginkonu mína og heimili mitt. Þetta er XL Sig Sauer P365, sem kemur með fimmtán skota skothylki,“ sagði Steube. Tók hann skothylkið úr og tók upp annað sem hann sagði vera sjö skota skothylki, sem samkvæmt frumvarpinu væru löglegt. „Það passar ekki, svo þessi byssa yrði bönnuð.“ Sýndi hann einnig fjölmargar skammbyssur sem myndu verða ólöglegar nái frumvarpið fram að ganga. Þingmaður demókrata frá Texas, Sheila Jackson Lee, skaust inn í umræðuna á einum tímapukti, á meðan Steube sýndi vopnabúrið. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin,“ sagði Jackson Lee. „Ég er heima hjá mér, ég get gert það sem mér sýnist við byssurnar mínar,“ svaraði Steube um hæl Biden kallar eftir aðgerðum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. Í síðasta mánuði létust fleiri en þrjátíu í tveimur stórum skotárásum; önnur átti sér stað í grunnskóla í Texas en hin í matvöruverslun í New York ríki. Biden kallaði einnig eftir því að bann yrði sett gegn skotfærum með mörgum skotum og benti á að almennir borgarar gætu, eins og sakir standa, keypt skotvopn með þrjú hundruð skota skothylkjum. Sem fyrr segir er ólíklegt að til aðgerða verði gripið, vegna andstöðu Repúblikana á þingi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Nefndin hélt maranþonfund í gær þar sem verið var að ræða frumvarp sem ætlað er að setja ýmsar skorður á aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Þó talið sé líklegt að frumvarpið verði samþykkt í fulltrúadeildinni er afar ólíklegt að það verði að lögum, þar sem öldungadeild þingsins þarf einnig að samþykkja frumvarpið. Þar er talið að hörð mótstaða Repúblikana við umbótum þegar kemur að skotvopnalöggjöf komi í veg fyrir að frumvarpið verði samþykkt. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin“ Fjölmiðlar ytra hafa nefnt hegðun þingmannsins Steube á nefndarfundinum í gær, sem dæmi um andstöðu Repúblikana við aðgerðir til að takmarka aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Steube, sem er þingmaður Repúblikana í Flórída, var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Til þess að lýsa andstöðu hans við ákvæði í frumvarpinu sem ætlað er að banna skothylki sem hýsa mörg skot, dró hann upp fjölmargar byssur úr eigin vopnabúri, og sýndi öðrum nefndarmönnum. „Hér er byssa sem ég geng með á hverjum einasta degi til að verja sjálfan mig, fjölskyldu mína, eiginkonu mína og heimili mitt. Þetta er XL Sig Sauer P365, sem kemur með fimmtán skota skothylki,“ sagði Steube. Tók hann skothylkið úr og tók upp annað sem hann sagði vera sjö skota skothylki, sem samkvæmt frumvarpinu væru löglegt. „Það passar ekki, svo þessi byssa yrði bönnuð.“ Sýndi hann einnig fjölmargar skammbyssur sem myndu verða ólöglegar nái frumvarpið fram að ganga. Þingmaður demókrata frá Texas, Sheila Jackson Lee, skaust inn í umræðuna á einum tímapukti, á meðan Steube sýndi vopnabúrið. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin,“ sagði Jackson Lee. „Ég er heima hjá mér, ég get gert það sem mér sýnist við byssurnar mínar,“ svaraði Steube um hæl Biden kallar eftir aðgerðum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. Í síðasta mánuði létust fleiri en þrjátíu í tveimur stórum skotárásum; önnur átti sér stað í grunnskóla í Texas en hin í matvöruverslun í New York ríki. Biden kallaði einnig eftir því að bann yrði sett gegn skotfærum með mörgum skotum og benti á að almennir borgarar gætu, eins og sakir standa, keypt skotvopn með þrjú hundruð skota skothylkjum. Sem fyrr segir er ólíklegt að til aðgerða verði gripið, vegna andstöðu Repúblikana á þingi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
„Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55
Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42