„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2022 21:57 Ugla Stefanía segir Jordan Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum um transfólk. Shannon Kilgannon/Vísir Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó á laugardagskvöld en Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. Talið barst að málefnum transfólks þar sem Peterson sagði heilbrigðisstarfsfólk limlesta börn með skurðaðgerðum. Hann vill banna transaðgerðir barna innan við 18 ára og gera þeim kleift að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk sem vogi sér að grípa inn í. Hægt er að horfa á viðtalið við Jordan Peterson í heild sinni hér að neðan en talið berst að málefnum transfólks þegar um ellefu mínutur og þrjátíu sekúndur eru liðnar. Djúpstæðir fordómar Ugla Stefánía K. Jónsdóttir, kynjafræðingur, skrifaði færslu á Facebook í kjölfar viðtalsins þar sem hún ítrekar að Jordan Peterson hafi enga sérþekkingu á málefnum transfólks, „né hefur unnið með trans ungmennum eða í heilbrigðisþjónustu fyrir trans ungmenni eða trans fólk almennt.“ Í samtali við fréttastofu segir Ugla að Peterson sé að mæla fyrir einhverju sem sé byggt á djúpstæðum fordómum og gangi út á að draga kynvitund fólks í efa og afneita henni. „Við sem samfélag myndum aldrei sætta okkur við slíka orðræðu ef hann væri að tala um samkynhneigð, og þess vegna ættum við ekki að sætta okkur við það varðandi transfólk heldur,“ segir Ugla. Hún segir staðhæfingar Petersons um aðferðir heilbrigðisstarfsfólks þvert á aðferðir sérfræðinga og fólks sem vinnur með börnum í þessum málaflokki. „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geta valdið ungu fólki skaða ef þeim er fylgt.“ Öfgahyggja aukist samhliða auknum réttindum Ugla biðlar til fólks að mæta ungmennum með umhyggju, skilningi og hluttekningu. „Það að bæla niður kynvitund hefur valdið transfólki ómældum skaða svo lengi, og það að hann sé til dæmis að leggja til að foreldrar trúi ekki transungmennum og reyni að fá þau ofan af því að vera trans er mjög hættuleg orðræða sem kemur til með að skaða ungmenni.“ Varðandi fordóma gagnvart transfólki segir Ugla öfgahyggju gegn transfólki hafa færst í aukana, samhliða auknum réttindum transfólks og hærri röddu í opinberri umræðu. „Þó svo að við séum alltaf að ná árangri í baráttunni, þá er andstaðan líka að aukast,“ segir Ugla að lokum. Málefni trans fólks Hinsegin Tengdar fréttir „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó á laugardagskvöld en Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. Talið barst að málefnum transfólks þar sem Peterson sagði heilbrigðisstarfsfólk limlesta börn með skurðaðgerðum. Hann vill banna transaðgerðir barna innan við 18 ára og gera þeim kleift að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk sem vogi sér að grípa inn í. Hægt er að horfa á viðtalið við Jordan Peterson í heild sinni hér að neðan en talið berst að málefnum transfólks þegar um ellefu mínutur og þrjátíu sekúndur eru liðnar. Djúpstæðir fordómar Ugla Stefánía K. Jónsdóttir, kynjafræðingur, skrifaði færslu á Facebook í kjölfar viðtalsins þar sem hún ítrekar að Jordan Peterson hafi enga sérþekkingu á málefnum transfólks, „né hefur unnið með trans ungmennum eða í heilbrigðisþjónustu fyrir trans ungmenni eða trans fólk almennt.“ Í samtali við fréttastofu segir Ugla að Peterson sé að mæla fyrir einhverju sem sé byggt á djúpstæðum fordómum og gangi út á að draga kynvitund fólks í efa og afneita henni. „Við sem samfélag myndum aldrei sætta okkur við slíka orðræðu ef hann væri að tala um samkynhneigð, og þess vegna ættum við ekki að sætta okkur við það varðandi transfólk heldur,“ segir Ugla. Hún segir staðhæfingar Petersons um aðferðir heilbrigðisstarfsfólks þvert á aðferðir sérfræðinga og fólks sem vinnur með börnum í þessum málaflokki. „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geta valdið ungu fólki skaða ef þeim er fylgt.“ Öfgahyggja aukist samhliða auknum réttindum Ugla biðlar til fólks að mæta ungmennum með umhyggju, skilningi og hluttekningu. „Það að bæla niður kynvitund hefur valdið transfólki ómældum skaða svo lengi, og það að hann sé til dæmis að leggja til að foreldrar trúi ekki transungmennum og reyni að fá þau ofan af því að vera trans er mjög hættuleg orðræða sem kemur til með að skaða ungmenni.“ Varðandi fordóma gagnvart transfólki segir Ugla öfgahyggju gegn transfólki hafa færst í aukana, samhliða auknum réttindum transfólks og hærri röddu í opinberri umræðu. „Þó svo að við séum alltaf að ná árangri í baráttunni, þá er andstaðan líka að aukast,“ segir Ugla að lokum.
Málefni trans fólks Hinsegin Tengdar fréttir „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57