Fabergé-eggin voru smíðuð af Peter Carl Fabergé á árunum 1885 til 1917 en aðeins 69 egg voru framleidd. Talið er að aðeins 57 egg séu eftir en þau eru flest öll í eigu mismunandi safna um allan heim. CNN greinir frá fundinum.

Það eru þó sjö egg í einkaeigu og sex egg sem talin eru vera týnd. Hvort eggið sem fannst um borð í snekkju Kerimov hafi áður verið týnt eða eitt af þeim örfáu í einkaeigu er ekki vitað.
Flest eggin, alls fimmtán talsins, eru í eigu Rússans Viktor Vekselberg sem stofnaði Fabergé-safnið í Sankti Pétursborg. Þá eru tíu egg geymd á safni í Kreml-borgarvirkinu í Moskvu.
Eggin eru með verðmætustu listaverkum heims en dýrasta eggið sem hefur selst seldist á 1,3 milljarð króna á uppboði í New York árið 2002.
