Sex ára stúlka og foreldrar hennar skotin til bana á tjaldstæði Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2022 12:03 Hjónin Tyler Schmidt og Sarah voru á ferðalagi ásamt börnum sínum Arlo og Lulu. Ljósmyndin var tekin þegar þau voru á göngu nærri Cedar Falls í Iowa þann 23. júlí síðastliðinn. AP/Skyldmenni Schmidt fjölskyldunnar Sex ára gömul stúlka var skotin til bana ásamt foreldrum sínum í Iowa í Bandaríkjunum fyrir helgi. Fjölskyldan var í útilegu í Maquoketa Caves þjóðgarðinum þegar voðaverkið átti sér stað. Að sögn lögreglu fundust lík hinna 42 ára gömlu Sarah og Tyler Schmidt og dótturinnar Lulu í tjaldi þeirra á föstudag. Níu ára sonur hjónanna sem var með í för lifði árásina af. 23 ára gamall karlmaður er grunaður um verknaðinn. Lögregla fann lík hans í sama þjóðgarði en talið er að sá hafi tekið eigið líf eftir að hann banaði fjölskyldunni. Fram kemur í frétt BBC að rannsókn málsins standi enn yfir. Mitch Mortvedt, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Iowa, sagði í samtali við staðarmiðil að engar tilkynningar hafi borist um átök milli fórnarlambanna og grunaða árásarmannsins áður en hann lét til skarar skríða. Sá hefur verið nafngreindur sem Anthony Orlando Sherwin og er sagður hafa gist á sama tjaldstæði og fjölskyldan. Safna peningum fyrir drenginn Lík fórnarlambanna fannst á föstudagsmorgun og voru viðbragðaðilar kallaðir á staðinn klukkan 06:23 að staðartíma. Þjóðgarðurinn var rýmdur í kjölfarið en þá var talið að hætta gæti enn stafað af honum. Eftir leit úr lofti fannst lík hans í nokkurri fjarlægð frá tjaldstæðinu. Fjármunum er nú safnað á söfnunarsíðunni GoFundMe til að hjálpa níu ára syni hjónanna sem lifði árásina af. Hátt í 150 þúsund Bandaríkjadalir höfðu safnast síðdegis í gær sem samsvarar um tuttugu milljónum íslenskra króna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Að sögn lögreglu fundust lík hinna 42 ára gömlu Sarah og Tyler Schmidt og dótturinnar Lulu í tjaldi þeirra á föstudag. Níu ára sonur hjónanna sem var með í för lifði árásina af. 23 ára gamall karlmaður er grunaður um verknaðinn. Lögregla fann lík hans í sama þjóðgarði en talið er að sá hafi tekið eigið líf eftir að hann banaði fjölskyldunni. Fram kemur í frétt BBC að rannsókn málsins standi enn yfir. Mitch Mortvedt, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Iowa, sagði í samtali við staðarmiðil að engar tilkynningar hafi borist um átök milli fórnarlambanna og grunaða árásarmannsins áður en hann lét til skarar skríða. Sá hefur verið nafngreindur sem Anthony Orlando Sherwin og er sagður hafa gist á sama tjaldstæði og fjölskyldan. Safna peningum fyrir drenginn Lík fórnarlambanna fannst á föstudagsmorgun og voru viðbragðaðilar kallaðir á staðinn klukkan 06:23 að staðartíma. Þjóðgarðurinn var rýmdur í kjölfarið en þá var talið að hætta gæti enn stafað af honum. Eftir leit úr lofti fannst lík hans í nokkurri fjarlægð frá tjaldstæðinu. Fjármunum er nú safnað á söfnunarsíðunni GoFundMe til að hjálpa níu ára syni hjónanna sem lifði árásina af. Hátt í 150 þúsund Bandaríkjadalir höfðu safnast síðdegis í gær sem samsvarar um tuttugu milljónum íslenskra króna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira