Brutu jafnréttislög þegar konu var sagt upp vegna kynferðislegra tilburða Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2022 10:16 Kærunefndin taldi Strætó ekki hafa náð að sýna fram á að uppsögnin hafi verið framkvæmt með lögmætum hætti. Vísir/Vilhelm Strætó bs. braut gegn jafnréttislögum þegar stjórnendur sögðu konu upp störfum eftir að kvartað var yfir óviðeigandi skilaboðum hennar til samstarfsmanns. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála en fjallað er um málið í nýrri ársskýrslu nefndarinnar. Fyrrverandi starfsmaður Strætó kærði starfslokin til kærunefndarinnar í september 2021 og hélt því fram að fyrirtækið hefði sagt henni upp með ólögmætum hætti með því að þvinga hana til að gera starfslokasamkomulag. Með því hafi henni verið mismunað á grundvelli kyns, aldurs og þjóðernisuppruna. Fram kemur í ársskýrslu kærunefndar jafnréttismála að til grundvallar starfslokasamkomulaginu hafi legið kvörtun samstarfsmanns konunnar yfir óviðeigandi skilaboðum sem hún hafi sent honum. Leit Strætó svo á að konan hafi haft uppi kynferðislega tilburði og þar með gerst sek um brot á starfsskyldum sínum. Litið til aldurs hennar Að sögn kærunefndarinnar fór Strætó ekki að reglum við starfslok kæranda og var samstarfsmaðurinn karl í stjórnunarstöðu sem var töluvert yngri en konan. Litið hafi verið til aldurs hennar við ákvörðun um starfslokin og skilaboðin ekki rannsökuð sérstaklega með tilliti til málskilnings hennar þar sem hún væri að öðrum þjóðernisuppruna en samstarfsmaðurinn. Í ljósi þessa var það mat kærunefndarinnar að konan hefði leitt líkur að því að mismunun á grundvelli kyns, aldurs eða þjóðernisuppruna hafi átt sér stað við starfslokin, sem feli í sér brot á ákvæðum laga um jafna meðferð á vinnumarkaði og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Þá var ekki hjá því komist að telja að [Strætó] bs. hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn, aldur eða þjóðernisuppruni hafi legið til grundvallar ákvörðun hans, [samanber] sömu lagaákvæði,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Strætó Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Strætó kærði starfslokin til kærunefndarinnar í september 2021 og hélt því fram að fyrirtækið hefði sagt henni upp með ólögmætum hætti með því að þvinga hana til að gera starfslokasamkomulag. Með því hafi henni verið mismunað á grundvelli kyns, aldurs og þjóðernisuppruna. Fram kemur í ársskýrslu kærunefndar jafnréttismála að til grundvallar starfslokasamkomulaginu hafi legið kvörtun samstarfsmanns konunnar yfir óviðeigandi skilaboðum sem hún hafi sent honum. Leit Strætó svo á að konan hafi haft uppi kynferðislega tilburði og þar með gerst sek um brot á starfsskyldum sínum. Litið til aldurs hennar Að sögn kærunefndarinnar fór Strætó ekki að reglum við starfslok kæranda og var samstarfsmaðurinn karl í stjórnunarstöðu sem var töluvert yngri en konan. Litið hafi verið til aldurs hennar við ákvörðun um starfslokin og skilaboðin ekki rannsökuð sérstaklega með tilliti til málskilnings hennar þar sem hún væri að öðrum þjóðernisuppruna en samstarfsmaðurinn. Í ljósi þessa var það mat kærunefndarinnar að konan hefði leitt líkur að því að mismunun á grundvelli kyns, aldurs eða þjóðernisuppruna hafi átt sér stað við starfslokin, sem feli í sér brot á ákvæðum laga um jafna meðferð á vinnumarkaði og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Þá var ekki hjá því komist að telja að [Strætó] bs. hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn, aldur eða þjóðernisuppruni hafi legið til grundvallar ákvörðun hans, [samanber] sömu lagaákvæði,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar.
Strætó Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira