Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Ragnar Borgþór Ragnarsson skrifar 7. september 2022 10:00 Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Sama hvernig við lítum á málin er náttúran sá hornsteinn sem við þurfum að byggja á. Án hennar verður engin sjálfbærni, og ekkert sjálfstæði. Í náttúruna sækjum við hreint vatn og loft, og hreina matvöru. Trén veita skjól fyrir storminum og hreinsa loftið, og fjölbreytt náttúra er undirstaða þess fjölbreytilega lífríkis, sem við erum hluti af. Ari fróði skrifaði í Íslendingabók að landið hafi hér áður verið 'viði vaxið milli fjalls og fjöru'. Hvort sem það er rétt eða rangt, hlýtur það að vera göfugt markmið að stefna þangað aftur. Ég var nýlega að leita að stað til að sækja ætihvönn, eitthvað sem ég hef ekki gert áður, og var sagt að Ölfusárós væri álitlegur staður. Ölfusárós er ármynni (e. estuary), þar sem sjór og ferskvatn blandast saman. Þetta þykja auðug lífríki, því þar er að jafnaði, einstaklega mikið af næringarefnum í bæði jarðveg og vatni. Afurðir náttúrunnar, jurtir, fiskar, og dýr, verða aldrei heilbrigðari en umhverfið sem þau þrífast í. Örlítið ofar í Ölfusá er fráveitukerfi Selfoss, sem sturtar óhreinsuðum úrgangi frá iðnaðar- og íbúabyggð út í ána. Í úrganginum eru ýmis efni sem hvorki við, né dýrin, viljum neyta í neinu magni. Þessi mál þarf að laga. Það er hægt að ganga að fólkinu dauðu, einu sinni eða oftar, en náttúran sem við eyðileggjum kemur seint aftur. Á hinum endanum er framkoma okkar, við fátækt fólk, eldra fólk, fatlaða og veika, fanga, fíkniefnaneytendur o.fl., umhugsunarverð. Þau kerfi sem sjá um þau mál eru ómannúðleg og mætti segja að þau litist af mannfyrirlitningu. Auk þess er þróunin í þá átt, að öll mannleg samskipti verði fjarlægð úr ferlinu, það verður allt rafrænt, hvort sem það er synjun um hjálp og aðstoð, eða annað. Með fangamál og mál fíkniefnaneytenda mættum við velta því fyrir okkur, hvort einhver fæðist í raun illur, eða hvort það sé nóg að segja bara 'nei' við eiturlyfjum. Auk þess má velta því fyrir sér, hvort nokkrum manni þyki það líklegt til árangurs, að loka menn inn í herbergi á stofnun í einhverja mánuði eða ár. Hvaða gagn er af slíkri meðferð? Ofan á það, fá fangarnir sk. 'óhreint sakavottorð'. Þarna setjum við stein í götu karla og kvenna, sem hafa að jafnaði verið í miklum vandræðum með lífið, áður en frelsið var tekið af þeim. Við látum það sem sagt ekki duga að læsa fólk inn á herbergi til lengri tíma, við pössum líka að þeir fái enga vinnu eftir afplánun. Ég myndi giska á, að ef menn fremja glæpi, mætti tengja það við mikil veikindi, eða nöturlega tilveru, sem er til þess fallin að menn tapi trúnni á að til séu góðir menn og konur. Þetta eru stór og mikilvæg vandamál, sem brýnt er að leysa, og margar spurningar sem vert er að velta fyrir sér. Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Sama hvernig við lítum á málin er náttúran sá hornsteinn sem við þurfum að byggja á. Án hennar verður engin sjálfbærni, og ekkert sjálfstæði. Í náttúruna sækjum við hreint vatn og loft, og hreina matvöru. Trén veita skjól fyrir storminum og hreinsa loftið, og fjölbreytt náttúra er undirstaða þess fjölbreytilega lífríkis, sem við erum hluti af. Ari fróði skrifaði í Íslendingabók að landið hafi hér áður verið 'viði vaxið milli fjalls og fjöru'. Hvort sem það er rétt eða rangt, hlýtur það að vera göfugt markmið að stefna þangað aftur. Ég var nýlega að leita að stað til að sækja ætihvönn, eitthvað sem ég hef ekki gert áður, og var sagt að Ölfusárós væri álitlegur staður. Ölfusárós er ármynni (e. estuary), þar sem sjór og ferskvatn blandast saman. Þetta þykja auðug lífríki, því þar er að jafnaði, einstaklega mikið af næringarefnum í bæði jarðveg og vatni. Afurðir náttúrunnar, jurtir, fiskar, og dýr, verða aldrei heilbrigðari en umhverfið sem þau þrífast í. Örlítið ofar í Ölfusá er fráveitukerfi Selfoss, sem sturtar óhreinsuðum úrgangi frá iðnaðar- og íbúabyggð út í ána. Í úrganginum eru ýmis efni sem hvorki við, né dýrin, viljum neyta í neinu magni. Þessi mál þarf að laga. Það er hægt að ganga að fólkinu dauðu, einu sinni eða oftar, en náttúran sem við eyðileggjum kemur seint aftur. Á hinum endanum er framkoma okkar, við fátækt fólk, eldra fólk, fatlaða og veika, fanga, fíkniefnaneytendur o.fl., umhugsunarverð. Þau kerfi sem sjá um þau mál eru ómannúðleg og mætti segja að þau litist af mannfyrirlitningu. Auk þess er þróunin í þá átt, að öll mannleg samskipti verði fjarlægð úr ferlinu, það verður allt rafrænt, hvort sem það er synjun um hjálp og aðstoð, eða annað. Með fangamál og mál fíkniefnaneytenda mættum við velta því fyrir okkur, hvort einhver fæðist í raun illur, eða hvort það sé nóg að segja bara 'nei' við eiturlyfjum. Auk þess má velta því fyrir sér, hvort nokkrum manni þyki það líklegt til árangurs, að loka menn inn í herbergi á stofnun í einhverja mánuði eða ár. Hvaða gagn er af slíkri meðferð? Ofan á það, fá fangarnir sk. 'óhreint sakavottorð'. Þarna setjum við stein í götu karla og kvenna, sem hafa að jafnaði verið í miklum vandræðum með lífið, áður en frelsið var tekið af þeim. Við látum það sem sagt ekki duga að læsa fólk inn á herbergi til lengri tíma, við pössum líka að þeir fái enga vinnu eftir afplánun. Ég myndi giska á, að ef menn fremja glæpi, mætti tengja það við mikil veikindi, eða nöturlega tilveru, sem er til þess fallin að menn tapi trúnni á að til séu góðir menn og konur. Þetta eru stór og mikilvæg vandamál, sem brýnt er að leysa, og margar spurningar sem vert er að velta fyrir sér. Höfundur er tölvunarfræðingur.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun