„Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 15:01 Dr. Hilmar Þór Hilmarsson er prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum og sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu, ræddi málið á Sprengisandi í morgun. Hann segir að Rússar virðist vera að breyta um aðferð. „Núna á tveimur vikum er búið að eyðileggja þrjátíu prósent af öllum rafstöðvum og vatnsveitum í landinu þannig að það er mjög alvarleg staða komin upp. Tímasetningin er varla tilviljun, þetta gerist þegar það er að koma vetur og það fer að frjósa í Kyiv og víðar í Úkraínu á næturnar. Fram undan er erfiður vetur,“ segir Hilmar Þór. Hann veltir því fyrir sér hvort - og hvernig - Bandaríkin, Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hyggist aðstoða íbúa landsins. Haldi árásirnar áfram er enda útlit fyrir að fjölmargir verði án rafmagns, kyndingar og vatns. Almenningur í úkraínsku hafnarborginni Kherson hefur meðal annars flúið í stríðum straumum síðustu daga. Miklar áhyggjur eru af því að Rússar sprengi Nova Kakhovka stífluna með tilheyrandi flóðum í Kherson og nágrannabæjum. „Það eru hundruð þúsunda manna sem yrðu þá í hættu. Auðvitað vonar maður að það komi ekki til þess að Rússar taki það skref en það hefur verið alls konar ógn í gangi. Það hefur til dæmis verið talað um að jafnvel á þessu svæði verið sprengd það sem kallað er tactical nuclear weapon - það yrði sprengd einhver kjarnorkusprengja þarna. Það hefur verið minna í umræðunni undanfarið en núna er stóra spurningin: Hvað verður um þessa stíflu?“ Gríðarleg eyðilegging hafi áhrif um ókomna tíð Hilmar Þór segir erfitt að segja til hvaða ráða Rússar grípi en sprenging á stíflunni myndi fyrst og fremst bitna á almennum borgurum. Gríðarleg eyðilegging í landinu vegna stríðsins muni hafa áhrif um ókomna tíð en talið er að fjártjón hlaupi á tugum milljarða á degi hverjum. „Þó að Úkraína nái að hrekja Rússa í burtu, sem vonandi verður, þá náttúrulega eru gríðarleg verkefni fyrir fram og erfitt fyrir fólk að lifa í landinu eftir þetta stríð,“ segir Hilmar Þór. Hann segir að viðskiptaþvinganir á Rússa hafi ekki valdið tilætluðum samdrætti enda eiga Rússar í virku viðskiptasambandi við hin BRICS löndin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Þá hafa Argentína, Íran og Sádí-Arabía einnig sýnt áhuga á því að komast inn í hópinn. Löndin verða þá samanlagt stærri en G7 löndin, sem eru sjö ríkustu iðnríkin. Bandaríkin hafi stefnt að því að vera ráðandi í heiminum en BRICS löndin virðist vera að gera uppreisn gegn því kerfi. „Skilaboðin sem Úkraínumenn hafa verið að fá frá Bandaríkjunum og NATO er það að vinna fullnaðarsigur á Rússlandi og Úkraínumenn vilja hrekja Rússa að landamærunum. […] Hvers konar sigur er það að ná að hrekja Rússa í burtu ef að landið er í rúst?“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Hernaður Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum og sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu, ræddi málið á Sprengisandi í morgun. Hann segir að Rússar virðist vera að breyta um aðferð. „Núna á tveimur vikum er búið að eyðileggja þrjátíu prósent af öllum rafstöðvum og vatnsveitum í landinu þannig að það er mjög alvarleg staða komin upp. Tímasetningin er varla tilviljun, þetta gerist þegar það er að koma vetur og það fer að frjósa í Kyiv og víðar í Úkraínu á næturnar. Fram undan er erfiður vetur,“ segir Hilmar Þór. Hann veltir því fyrir sér hvort - og hvernig - Bandaríkin, Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hyggist aðstoða íbúa landsins. Haldi árásirnar áfram er enda útlit fyrir að fjölmargir verði án rafmagns, kyndingar og vatns. Almenningur í úkraínsku hafnarborginni Kherson hefur meðal annars flúið í stríðum straumum síðustu daga. Miklar áhyggjur eru af því að Rússar sprengi Nova Kakhovka stífluna með tilheyrandi flóðum í Kherson og nágrannabæjum. „Það eru hundruð þúsunda manna sem yrðu þá í hættu. Auðvitað vonar maður að það komi ekki til þess að Rússar taki það skref en það hefur verið alls konar ógn í gangi. Það hefur til dæmis verið talað um að jafnvel á þessu svæði verið sprengd það sem kallað er tactical nuclear weapon - það yrði sprengd einhver kjarnorkusprengja þarna. Það hefur verið minna í umræðunni undanfarið en núna er stóra spurningin: Hvað verður um þessa stíflu?“ Gríðarleg eyðilegging hafi áhrif um ókomna tíð Hilmar Þór segir erfitt að segja til hvaða ráða Rússar grípi en sprenging á stíflunni myndi fyrst og fremst bitna á almennum borgurum. Gríðarleg eyðilegging í landinu vegna stríðsins muni hafa áhrif um ókomna tíð en talið er að fjártjón hlaupi á tugum milljarða á degi hverjum. „Þó að Úkraína nái að hrekja Rússa í burtu, sem vonandi verður, þá náttúrulega eru gríðarleg verkefni fyrir fram og erfitt fyrir fólk að lifa í landinu eftir þetta stríð,“ segir Hilmar Þór. Hann segir að viðskiptaþvinganir á Rússa hafi ekki valdið tilætluðum samdrætti enda eiga Rússar í virku viðskiptasambandi við hin BRICS löndin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Þá hafa Argentína, Íran og Sádí-Arabía einnig sýnt áhuga á því að komast inn í hópinn. Löndin verða þá samanlagt stærri en G7 löndin, sem eru sjö ríkustu iðnríkin. Bandaríkin hafi stefnt að því að vera ráðandi í heiminum en BRICS löndin virðist vera að gera uppreisn gegn því kerfi. „Skilaboðin sem Úkraínumenn hafa verið að fá frá Bandaríkjunum og NATO er það að vinna fullnaðarsigur á Rússlandi og Úkraínumenn vilja hrekja Rússa að landamærunum. […] Hvers konar sigur er það að ná að hrekja Rússa í burtu ef að landið er í rúst?“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Hernaður Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira