„Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 15:01 Dr. Hilmar Þór Hilmarsson er prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum og sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu, ræddi málið á Sprengisandi í morgun. Hann segir að Rússar virðist vera að breyta um aðferð. „Núna á tveimur vikum er búið að eyðileggja þrjátíu prósent af öllum rafstöðvum og vatnsveitum í landinu þannig að það er mjög alvarleg staða komin upp. Tímasetningin er varla tilviljun, þetta gerist þegar það er að koma vetur og það fer að frjósa í Kyiv og víðar í Úkraínu á næturnar. Fram undan er erfiður vetur,“ segir Hilmar Þór. Hann veltir því fyrir sér hvort - og hvernig - Bandaríkin, Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hyggist aðstoða íbúa landsins. Haldi árásirnar áfram er enda útlit fyrir að fjölmargir verði án rafmagns, kyndingar og vatns. Almenningur í úkraínsku hafnarborginni Kherson hefur meðal annars flúið í stríðum straumum síðustu daga. Miklar áhyggjur eru af því að Rússar sprengi Nova Kakhovka stífluna með tilheyrandi flóðum í Kherson og nágrannabæjum. „Það eru hundruð þúsunda manna sem yrðu þá í hættu. Auðvitað vonar maður að það komi ekki til þess að Rússar taki það skref en það hefur verið alls konar ógn í gangi. Það hefur til dæmis verið talað um að jafnvel á þessu svæði verið sprengd það sem kallað er tactical nuclear weapon - það yrði sprengd einhver kjarnorkusprengja þarna. Það hefur verið minna í umræðunni undanfarið en núna er stóra spurningin: Hvað verður um þessa stíflu?“ Gríðarleg eyðilegging hafi áhrif um ókomna tíð Hilmar Þór segir erfitt að segja til hvaða ráða Rússar grípi en sprenging á stíflunni myndi fyrst og fremst bitna á almennum borgurum. Gríðarleg eyðilegging í landinu vegna stríðsins muni hafa áhrif um ókomna tíð en talið er að fjártjón hlaupi á tugum milljarða á degi hverjum. „Þó að Úkraína nái að hrekja Rússa í burtu, sem vonandi verður, þá náttúrulega eru gríðarleg verkefni fyrir fram og erfitt fyrir fólk að lifa í landinu eftir þetta stríð,“ segir Hilmar Þór. Hann segir að viðskiptaþvinganir á Rússa hafi ekki valdið tilætluðum samdrætti enda eiga Rússar í virku viðskiptasambandi við hin BRICS löndin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Þá hafa Argentína, Íran og Sádí-Arabía einnig sýnt áhuga á því að komast inn í hópinn. Löndin verða þá samanlagt stærri en G7 löndin, sem eru sjö ríkustu iðnríkin. Bandaríkin hafi stefnt að því að vera ráðandi í heiminum en BRICS löndin virðist vera að gera uppreisn gegn því kerfi. „Skilaboðin sem Úkraínumenn hafa verið að fá frá Bandaríkjunum og NATO er það að vinna fullnaðarsigur á Rússlandi og Úkraínumenn vilja hrekja Rússa að landamærunum. […] Hvers konar sigur er það að ná að hrekja Rússa í burtu ef að landið er í rúst?“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Hernaður Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Sjá meira
Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum og sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu, ræddi málið á Sprengisandi í morgun. Hann segir að Rússar virðist vera að breyta um aðferð. „Núna á tveimur vikum er búið að eyðileggja þrjátíu prósent af öllum rafstöðvum og vatnsveitum í landinu þannig að það er mjög alvarleg staða komin upp. Tímasetningin er varla tilviljun, þetta gerist þegar það er að koma vetur og það fer að frjósa í Kyiv og víðar í Úkraínu á næturnar. Fram undan er erfiður vetur,“ segir Hilmar Þór. Hann veltir því fyrir sér hvort - og hvernig - Bandaríkin, Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hyggist aðstoða íbúa landsins. Haldi árásirnar áfram er enda útlit fyrir að fjölmargir verði án rafmagns, kyndingar og vatns. Almenningur í úkraínsku hafnarborginni Kherson hefur meðal annars flúið í stríðum straumum síðustu daga. Miklar áhyggjur eru af því að Rússar sprengi Nova Kakhovka stífluna með tilheyrandi flóðum í Kherson og nágrannabæjum. „Það eru hundruð þúsunda manna sem yrðu þá í hættu. Auðvitað vonar maður að það komi ekki til þess að Rússar taki það skref en það hefur verið alls konar ógn í gangi. Það hefur til dæmis verið talað um að jafnvel á þessu svæði verið sprengd það sem kallað er tactical nuclear weapon - það yrði sprengd einhver kjarnorkusprengja þarna. Það hefur verið minna í umræðunni undanfarið en núna er stóra spurningin: Hvað verður um þessa stíflu?“ Gríðarleg eyðilegging hafi áhrif um ókomna tíð Hilmar Þór segir erfitt að segja til hvaða ráða Rússar grípi en sprenging á stíflunni myndi fyrst og fremst bitna á almennum borgurum. Gríðarleg eyðilegging í landinu vegna stríðsins muni hafa áhrif um ókomna tíð en talið er að fjártjón hlaupi á tugum milljarða á degi hverjum. „Þó að Úkraína nái að hrekja Rússa í burtu, sem vonandi verður, þá náttúrulega eru gríðarleg verkefni fyrir fram og erfitt fyrir fólk að lifa í landinu eftir þetta stríð,“ segir Hilmar Þór. Hann segir að viðskiptaþvinganir á Rússa hafi ekki valdið tilætluðum samdrætti enda eiga Rússar í virku viðskiptasambandi við hin BRICS löndin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Þá hafa Argentína, Íran og Sádí-Arabía einnig sýnt áhuga á því að komast inn í hópinn. Löndin verða þá samanlagt stærri en G7 löndin, sem eru sjö ríkustu iðnríkin. Bandaríkin hafi stefnt að því að vera ráðandi í heiminum en BRICS löndin virðist vera að gera uppreisn gegn því kerfi. „Skilaboðin sem Úkraínumenn hafa verið að fá frá Bandaríkjunum og NATO er það að vinna fullnaðarsigur á Rússlandi og Úkraínumenn vilja hrekja Rússa að landamærunum. […] Hvers konar sigur er það að ná að hrekja Rússa í burtu ef að landið er í rúst?“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Hernaður Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent