Borgar sig síður að fara í skóla vegna krónutöluhækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 14:30 Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM. Mynd/aðsend Krónutöluhækkanir síðustu ára hafa leitt til þess að það borgar sig síður hér á landi en annars staðar að fara í skóla, segir hagfræðingur BHM. Um fjórðungur Íslendinga er einungis með grunnskólapróf og hlutfallið er það hæsta á Norðurlöndum. BHM kynnti í morgun áherslur sínar fyrir komandi kjaraviðræður og samkvæmt þeim verða prósentuhækkanir stærsta krafa félagsins. Vísað er til þess að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins hafi komið fólki misvel og að kaupmáttur félagsmanna ASÍ hafi til að mynda aukist langt umfram kaupmátt þeirra sem eru í aðildarfélögum BHM. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM segir að áframhald þess væri óásættanleg niðurstaða. „Við getum ekki samþykkt það að fara inn í annað kjarasamningstímabil þar sem kaupmáttur mun rýrna. Þá erum við að sjá fimm til sex ára tímabil af kaupmáttarrýrnun, ekki bara fyrir sérfræðinga hjá ríkinu heldur fyrir millistéttina í heild sinni,“ segir Vilhjálmur. Aðsókn ungs fólks í háskólanám er minni hér en í öðrum löndum. Aðeins 38% fólks á aldrinum 25–34 ára hefur aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð Samhliða því að kröfurnar voru kynntar var birt ný rannsókn sem var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á virði menntunar í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt henni er menntunarstig á Íslandi óvenju lágt og um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára er einungis með grunnskólamenntun. Hlutfallið er hærra en á hinum Norðurlöndunum. „Við sjáum bara á Íslandi að það borgar sig mun síður að fara í skóla en í öðrum löndum. Og mun síður en á Norðurlöndunum. Þetta er meðal ananrs vegna áhrifa krónutöluhækkana síðustu ára. Og við teljum bara að frekari krónutöluhækkanir muni hafa skaðleg áhrif á hvata til náms á Íslandi.“ Samkvæmt skýrslunni eru háskólamenntaðar konur með um þriðjungi lægri laun en karlar meirihluta starfsævinnar. „Það hallar verulega á konur á íslenskum vinnumarkaði. Sérfræðingar hjá sveitarfélögunum, sem eru áttatíu prósent konur, eru til að mynda með fjörutíu prósentum lægra tímakaup en allir karlkyns sérfræðingar á almenna markaðnum,“ segir Vilhjálmur. „Það hefur bara aldrei myndast markaðsverð fyrir þessi störf, til dæmis þroskaþjálfar sem eru eingöngu á opinbera markaðnum, þeir hafa bara kannski ekki verið í þeirri samningsstöðu að fá borgað í samræmi við samfélagslegt verðmæti.“ Önnur stærsta krafa BHM er að virði vanmetinna starfa á vinnumarkaðnum, þar sem konur eru í meirihluta, verði leiðrétt umfram prósentuhækkanir. „Lausnin við þessu er í rauninni tvíþætt - prósentuhækkun og leiðrétting á skökku virði starfa.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
BHM kynnti í morgun áherslur sínar fyrir komandi kjaraviðræður og samkvæmt þeim verða prósentuhækkanir stærsta krafa félagsins. Vísað er til þess að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins hafi komið fólki misvel og að kaupmáttur félagsmanna ASÍ hafi til að mynda aukist langt umfram kaupmátt þeirra sem eru í aðildarfélögum BHM. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM segir að áframhald þess væri óásættanleg niðurstaða. „Við getum ekki samþykkt það að fara inn í annað kjarasamningstímabil þar sem kaupmáttur mun rýrna. Þá erum við að sjá fimm til sex ára tímabil af kaupmáttarrýrnun, ekki bara fyrir sérfræðinga hjá ríkinu heldur fyrir millistéttina í heild sinni,“ segir Vilhjálmur. Aðsókn ungs fólks í háskólanám er minni hér en í öðrum löndum. Aðeins 38% fólks á aldrinum 25–34 ára hefur aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð Samhliða því að kröfurnar voru kynntar var birt ný rannsókn sem var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á virði menntunar í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt henni er menntunarstig á Íslandi óvenju lágt og um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára er einungis með grunnskólamenntun. Hlutfallið er hærra en á hinum Norðurlöndunum. „Við sjáum bara á Íslandi að það borgar sig mun síður að fara í skóla en í öðrum löndum. Og mun síður en á Norðurlöndunum. Þetta er meðal ananrs vegna áhrifa krónutöluhækkana síðustu ára. Og við teljum bara að frekari krónutöluhækkanir muni hafa skaðleg áhrif á hvata til náms á Íslandi.“ Samkvæmt skýrslunni eru háskólamenntaðar konur með um þriðjungi lægri laun en karlar meirihluta starfsævinnar. „Það hallar verulega á konur á íslenskum vinnumarkaði. Sérfræðingar hjá sveitarfélögunum, sem eru áttatíu prósent konur, eru til að mynda með fjörutíu prósentum lægra tímakaup en allir karlkyns sérfræðingar á almenna markaðnum,“ segir Vilhjálmur. „Það hefur bara aldrei myndast markaðsverð fyrir þessi störf, til dæmis þroskaþjálfar sem eru eingöngu á opinbera markaðnum, þeir hafa bara kannski ekki verið í þeirri samningsstöðu að fá borgað í samræmi við samfélagslegt verðmæti.“ Önnur stærsta krafa BHM er að virði vanmetinna starfa á vinnumarkaðnum, þar sem konur eru í meirihluta, verði leiðrétt umfram prósentuhækkanir. „Lausnin við þessu er í rauninni tvíþætt - prósentuhækkun og leiðrétting á skökku virði starfa.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira