Flestir vantreysta Eflingu samkvæmt nýrri könnun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2023 16:06 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur lagt sáttasemjara og Samtök atvinnulífsins að velli í tveimur dómsmálum. Þriðja málið um miðlunartillögu sáttasemjara er til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Helmingur landsmanna telur fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa í yfirstandandi kjaradeilu. Þar munar mestu um kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk þeirra sem hæst laun hafa í landinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem einblínir á kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega fjörutíu prósent landsmanna treysta samtökunum lítið eða illa. Mest traust er borið til embættis ríkissáttasemjara. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 8. til 13. febrúar og voru svarendur 1080 talsins. Þátttakendur voru spurðir tveggja spurninga varðandi Eflingu, Samtök atvinnulífsins og embætti ríkissáttasemjara og svo skoðað í samhengi við menntun, tekjur og pólitískar skoðanir. Spurningarnar voru eftirfarandi: 1. Finnst þér fulltrúar Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/ríkissáttasemjara hafa staðið sig vel eða illa í yfirstandandi kjaradeilu? 2. Treystir þú fulltrúum Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/embætti ríkissáttasemjara mikið, lítið eða ekkert? Samantekt á niðurstöðunum má sjá á myndinni hér að neðan. Litlu munar á Eflingu og Samtökum atvinnulífsins en í kringum fjórðungur þjóðarinnar telur fulltrúa Eflingar og SA hafa staðið sig vel. Tæplega fjörutíu prósent telja sáttasemjara hafa staðið sig vel. Samantekt á niðurstöðum könnunarinnar.Maskína Töluvert fleiri landsmenn telja hins vegar fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa eða um helmingur. Í kringum þrjátíu prósent landsmanna telja SA og sáttasemjara hafa staðið sig illa. Varðandi traust til aðilanna þriggja nýtur sáttasemjari mest trausts eða um fjörutíu prósent landsmanna sem treysta sáttasemjara mikið. Um fimmtingur þjóðarinn treystir Eflingu og SA mikið. Hægt er að kynna sér niðurstöðurnar nánar í skjalinu að neðan. Tengd skjöl Kjaradeila_MaskínuskýrslaPDF1.7MBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skoðanakannanir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem einblínir á kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega fjörutíu prósent landsmanna treysta samtökunum lítið eða illa. Mest traust er borið til embættis ríkissáttasemjara. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 8. til 13. febrúar og voru svarendur 1080 talsins. Þátttakendur voru spurðir tveggja spurninga varðandi Eflingu, Samtök atvinnulífsins og embætti ríkissáttasemjara og svo skoðað í samhengi við menntun, tekjur og pólitískar skoðanir. Spurningarnar voru eftirfarandi: 1. Finnst þér fulltrúar Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/ríkissáttasemjara hafa staðið sig vel eða illa í yfirstandandi kjaradeilu? 2. Treystir þú fulltrúum Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/embætti ríkissáttasemjara mikið, lítið eða ekkert? Samantekt á niðurstöðunum má sjá á myndinni hér að neðan. Litlu munar á Eflingu og Samtökum atvinnulífsins en í kringum fjórðungur þjóðarinnar telur fulltrúa Eflingar og SA hafa staðið sig vel. Tæplega fjörutíu prósent telja sáttasemjara hafa staðið sig vel. Samantekt á niðurstöðum könnunarinnar.Maskína Töluvert fleiri landsmenn telja hins vegar fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa eða um helmingur. Í kringum þrjátíu prósent landsmanna telja SA og sáttasemjara hafa staðið sig illa. Varðandi traust til aðilanna þriggja nýtur sáttasemjari mest trausts eða um fjörutíu prósent landsmanna sem treysta sáttasemjara mikið. Um fimmtingur þjóðarinn treystir Eflingu og SA mikið. Hægt er að kynna sér niðurstöðurnar nánar í skjalinu að neðan. Tengd skjöl Kjaradeila_MaskínuskýrslaPDF1.7MBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skoðanakannanir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira