RÚV greindi fyrst frá þessari dapurlegu staðreynd. Er þar haft eftir Kristínu Björgu Ólafsdóttur, sérfræðing í veðurrannsóknum sem segir aðeins þrjá eða fjóra daga í maímánuði teljast sólríka. Sólin hafi skinið í 95,9 klukkustundir í mánuðinum, eða réttar þrjár klukkustundir á dag að meðaltali. Fyrra met var um 101 klukkustund árið 1951.
Í samtali við fréttastofu segir Eiríkur Örn Jóhannsson að útlitið framundan sé ekki sérstaklega bjart.
„Það er enn þaulsetin hæð suður af landinu sem veldur þessu veðri, með áframhaldandi suðvestlægum áttum. Í næstu viku er útlit fyrir svolítið skýjað veður vestantil, á höfuðborgarsvæði og súld inn á milli,“ segir Eiríkur. Kaldur sjór hafi jafnframt talsverð áhrif á rakann og kuldann á suðvestanverðu landinu.
„Að sama skapi getur fólk austan glaðst.“ Með suðvestanátt verði hlýrra austantil og öfugt með norðaustanátt. Fjöllin hafa mikil áhrif á rakastig í lofti, útskýrir Eiríkur.
Það þurfi þó ekki að þýða að veðrið verði til lengri tíma jafn lélegt.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur er einmitt bjartsýnn á að það rætist úr sumarveðrinu. Á hann von á mörgum sólardögum og les það út úr niðurstöðum Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar: