Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Jón Þór Stefánsson skrifar 20. september 2023 18:31 Magnús Kristinn er fæddur árið 1987. Hann hefur nú verið týndur í viku í Dóminíska lýðveldinu. Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi hjá lögreglustöðinni á Dalvegi, þar sem rannsókn málsins fer fram, staðfestir það í samtali við Vísi. Svo virðist sem engar nýjar lykilupplýsingar hafi komið fram í málinu. „Við erum í samskiptum við yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu. Það er eftirgrennslan í gangi og við erum að skoða ýmsar möguleika,“ segir Heimir. Hann segir yfirvöldin erlendis hafa verið samstarfsfús. Með hjálp þeirra hafi einhverjar upplýsingar komið í ljós sem hafi þó áður legið fyrir. „Það hefur ekkert nýtt komið fram,“ segir Heimir. Lögreglan hefur leitast eftir því að fá gögn úr síma Magnúsar. Síðast þegar Heimir vissi voru þau gögn ekki komin á borð lögreglu. Hann tekur fram að lögreglan hér heima muni „að sjálfsögðu“ halda rannsókn málsins áfram. Greint var frá hvarfi Magnúsar í íslenskum fjölmiðlum um síðustu helgi. Hann átti bókað flug til Frankfurtar viku áður, en skilaði sér ekki í það flug. Systir Magnúsar, Rannveig Karlsdóttir, steig í kjölfarið fram og greindi frá því að ekkert benti til ólöglegs athæfis. Þá sagði hún frá því að Magnús hefði glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum og að hún óttaðist að þau hefði tekið sig upp á ný. „Fjölskyldan er öll örmagna. Við erum auðvitað rosalega áhyggjufull. Maður sefur svo sem ekki mikið og borðar ekki mikið. Stundum finnst manni að maður nái ekki að hugsa skýrt eða halda utan um þetta allt saman því við höfum öll svo miklar áhyggjur,“ sagði Rannveig í Bítinu á Bylgjunni á mánudag. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnúsar er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Leitin að Magnúsi Kristni Íslendingar erlendis Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi hjá lögreglustöðinni á Dalvegi, þar sem rannsókn málsins fer fram, staðfestir það í samtali við Vísi. Svo virðist sem engar nýjar lykilupplýsingar hafi komið fram í málinu. „Við erum í samskiptum við yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu. Það er eftirgrennslan í gangi og við erum að skoða ýmsar möguleika,“ segir Heimir. Hann segir yfirvöldin erlendis hafa verið samstarfsfús. Með hjálp þeirra hafi einhverjar upplýsingar komið í ljós sem hafi þó áður legið fyrir. „Það hefur ekkert nýtt komið fram,“ segir Heimir. Lögreglan hefur leitast eftir því að fá gögn úr síma Magnúsar. Síðast þegar Heimir vissi voru þau gögn ekki komin á borð lögreglu. Hann tekur fram að lögreglan hér heima muni „að sjálfsögðu“ halda rannsókn málsins áfram. Greint var frá hvarfi Magnúsar í íslenskum fjölmiðlum um síðustu helgi. Hann átti bókað flug til Frankfurtar viku áður, en skilaði sér ekki í það flug. Systir Magnúsar, Rannveig Karlsdóttir, steig í kjölfarið fram og greindi frá því að ekkert benti til ólöglegs athæfis. Þá sagði hún frá því að Magnús hefði glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum og að hún óttaðist að þau hefði tekið sig upp á ný. „Fjölskyldan er öll örmagna. Við erum auðvitað rosalega áhyggjufull. Maður sefur svo sem ekki mikið og borðar ekki mikið. Stundum finnst manni að maður nái ekki að hugsa skýrt eða halda utan um þetta allt saman því við höfum öll svo miklar áhyggjur,“ sagði Rannveig í Bítinu á Bylgjunni á mánudag. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnúsar er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Leitin að Magnúsi Kristni Íslendingar erlendis Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira