Tveir leyniþjónustumenn handteknir fyrir njósnir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2023 00:08 Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni, með Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar. Tveir starfsmenn spænsku leyniþjónustunnar hafa verið handteknir fyrir að selja ríkisleyndarmál til Bandaríkjanna. Spánverjar hafa rekið tvo diplómata við bandaríska sendiráðið í Madrid úr landi. Málið þykir allt hið skrýtnasta, ekki síst fyrir þá sök að Bandaríkin og Spánn eru nánar vinaþjóðir, enda sagði einn heimildarmaður dagblaðsins El País innan leyniþjónustunnar í vikunni: „Af hverju að borga fyrir upplýsingar, þegar við látum Bandaríkjamenn fá allt sem þeir biðja um?“ Tveir starfsmenn leyniþjónustunnar, annar háttsettur yfirmaður og aðstoðarmaður hans voru handteknir fyrir að hafa selt Bandaríkjamönnum leynilegar upplýsingar. Viðurlögin við brotum sem þessum eru sex til tólf ára fangelsi. Upp komst um svikin í haust þegar öryggisvörður leyniþjónustunnar uppgötvaði að hinir svikulu starfsmenn leyniþjónustunnar hefðu náð í upplýsingar sem þeim hefði ekki átt að vera heimilt að handfjatla. Mikil leynd hefur hvílt yfir allri málsmeðferð og fjölmiðlar fengu til að mynda ekki veður af því fyrr en í þessari viku. Svo virðist sem tveir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Madrid hafi sett sig í samband við mennina og boðið þeim væna fúlgu fjár fyrir að útvega sér upplýsingar sem flokkuðust undir ríkisleyndarmál. Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni virtist mjög brugðið þegar hún var kölluð á fund Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar, þar sem þessum gjörningi var harðlega mótmælt og hún krafin skýringa á svo óvinveittum gjörningi í garð vinaþjóðar. Hún sór og sárt við lagði að henni hefði verið algerlega ókunnugt um þessi samskipti. Bandaríkjamennirnir tveir hafa verið reknir úr landi. Reynoso var sömuleiðis köllluð á teppið hjá utanríkisráðherra Spánar. Spænskir fjölmiðlar segja að málið sé litið afar alvarlegum augum, ekki bara afbrot og svik tvímenninganna, heldur ekki síður það að náin vinaþjóð ginni menn til njósna og svika, sem séu algerlega óþörf. Eða eins og einn starfsmaður leyniþjónustunnar sagði við El País: „Tilfellin þar sem við synjum Bandaríkjamönnum um upplýsingar eru einhvers staðar á milli eitt og ekkert.“ Spánn Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Málið þykir allt hið skrýtnasta, ekki síst fyrir þá sök að Bandaríkin og Spánn eru nánar vinaþjóðir, enda sagði einn heimildarmaður dagblaðsins El País innan leyniþjónustunnar í vikunni: „Af hverju að borga fyrir upplýsingar, þegar við látum Bandaríkjamenn fá allt sem þeir biðja um?“ Tveir starfsmenn leyniþjónustunnar, annar háttsettur yfirmaður og aðstoðarmaður hans voru handteknir fyrir að hafa selt Bandaríkjamönnum leynilegar upplýsingar. Viðurlögin við brotum sem þessum eru sex til tólf ára fangelsi. Upp komst um svikin í haust þegar öryggisvörður leyniþjónustunnar uppgötvaði að hinir svikulu starfsmenn leyniþjónustunnar hefðu náð í upplýsingar sem þeim hefði ekki átt að vera heimilt að handfjatla. Mikil leynd hefur hvílt yfir allri málsmeðferð og fjölmiðlar fengu til að mynda ekki veður af því fyrr en í þessari viku. Svo virðist sem tveir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Madrid hafi sett sig í samband við mennina og boðið þeim væna fúlgu fjár fyrir að útvega sér upplýsingar sem flokkuðust undir ríkisleyndarmál. Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni virtist mjög brugðið þegar hún var kölluð á fund Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar, þar sem þessum gjörningi var harðlega mótmælt og hún krafin skýringa á svo óvinveittum gjörningi í garð vinaþjóðar. Hún sór og sárt við lagði að henni hefði verið algerlega ókunnugt um þessi samskipti. Bandaríkjamennirnir tveir hafa verið reknir úr landi. Reynoso var sömuleiðis köllluð á teppið hjá utanríkisráðherra Spánar. Spænskir fjölmiðlar segja að málið sé litið afar alvarlegum augum, ekki bara afbrot og svik tvímenninganna, heldur ekki síður það að náin vinaþjóð ginni menn til njósna og svika, sem séu algerlega óþörf. Eða eins og einn starfsmaður leyniþjónustunnar sagði við El País: „Tilfellin þar sem við synjum Bandaríkjamönnum um upplýsingar eru einhvers staðar á milli eitt og ekkert.“
Spánn Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira