Nota garðslöngu sem sturtu og sofa á mygluðum dýnum Björn Leví Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2024 22:33 Landsmenn fengu þarfa innsýn inn í stöðu fanga á Íslandi í þætti Kveiks í vikunni. Í þættinum var þó aðeins sýnt brotabrot af því hve afleitar aðstæður eru í fangelsum landsins, og þá sérstaklega á Litla hrauni. Eina leiðin til þess að átta sig almennilega á þeim er að sjá þær með eigin augum eða virkilega hlusta þegar fangar stíga fram og lýsa eigin raunveruleika. Hér fyrir neðan tók ég saman fleiri punkta frá föngum sem komið hafa fram í fjölmiðlum, skýrslum eða sem ég hef sjálfur fengið að heyra í heimsóknum mínum á Litla hraun: - Fangar fá 415 krónur á klukkustund fyrir vinnu sem dugar sjaldnast fyrir uppihaldi í fangelsi. Þetta leiðir til þess að fangar hafa oft ekki efni á mat sem að sögn fanga neyðir menn til þess að fá lánað - sem leiðir svo til ofbeldis og kúganna eða upptöku á fatnaði og eigum til að fá endurgreitt. - Allir fangar eru settir undir sama hatt. Þannig eru til dæmis fangar sem eru í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir í samneyti og á sömu deildum og fangar sem eru í bata eða að reyna að finna betrun. - Fangar hafa aðgang að lager af notuðum fötum en raunin er sú að sjaldan er fyllt á birgðirnar og því erfitt að nálgast flíkur í öllum stærðum og oftast eru slitnar flíkur og skóbúnaður í boði. - Menn hafa klárað langa dóma í fangelsinu (24 mánuði eða lengur) án þess að hitta sálfræðing einu sinni. - Lyfjameðferð til að sporna við fíknivanda er takmörkuð og nauðsynleg lyf til þess að til dæmis að meðhöndla athyglisbrest og ofvirkni eru því oft ekki aðgengileg föngum. - Í einu húsnæði fangelsisins þurfa fangar ekki einungis að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem hefur verið hengd yfir slá sem skilur að rými milli salerni og sturtuaðstöðu. - Rúm í fangelsinu eru úr sér gengin, dýnurnar lélegar og í mörgum tilvikum farnar að mygla. -Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsið kjötgeymslur. Þetta er ekki tæmandi listi af athugasemdum um aðstæður í íslenskum fangelsum, það þarf einnig að ræða menntun fangavarða, mönnun fangelsa og betrunarúrræði. Ég spurði dómsmálaráðherra nýverið hvort að hægt væri að uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga með núverandi fjárheimildum og aðstöðu og svar ráðherra var: "Já, ráðherra telur að við getum haldið lágmarksviðhaldi á þessum húsakosti til að tryggja að starfsemi geti verið á Litla-Hrauni næstu fimm til sex árin.”. Nú hefur fjárlaganefnd fengið rekstraráætlun frá fangelsismálastofnun þar sem fram kemur að núverandi fjárheimildir duga ekki til þess að sinna lögbundnum rekstri, að mati fangelsismálastjóra. Til þess vantar að minnsta kosti 300 milljónir og er þá ótalinn viðhaldskostnaður á húsnæði. Þannig að þegar ráðherra segir “já” þá verður það ekki skilið á annan hátt en “já, með sambærilegum hætti og áður”. Ráðherra boðar þó eitthvað framkvæmdafé sem er þá vonandi hægt að nota til þess að laga sturtur og fá betri dýnur - en reksturinn; mönnun fangavarða, menntun fangavarða, aukin sálfræðiþjónusta, betrun fanga og heilsa þeirra verður áfram með sambærilegum hætti næstu árin miða við svör ráðherra. Það finna kannski ekki allir til með slæmum aðstæðum fanga, sumum finnst þetta vera hluti af refsingu þeirra en kalla á sama tíma eftir viðbrögðum við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi. Betrunarúrræði, ásamt félagslegum forvarnarúrræðum, eru ein besta vörnin gegn glæpastarfsemi sem til er og það er erfitt að sjá hvernig fangar koma betur undirbúnir til þess að vera fyrirmyndar þátttakendur í samfélaginu eftir fangelsisvist á Litla-Hrauni, eða í raun öðrum fangelsum á Íslandi, miðað við núverandi og komandi ástand ef fjármagn er ekki aukið. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Píratar Björn Leví Gunnarsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Landsmenn fengu þarfa innsýn inn í stöðu fanga á Íslandi í þætti Kveiks í vikunni. Í þættinum var þó aðeins sýnt brotabrot af því hve afleitar aðstæður eru í fangelsum landsins, og þá sérstaklega á Litla hrauni. Eina leiðin til þess að átta sig almennilega á þeim er að sjá þær með eigin augum eða virkilega hlusta þegar fangar stíga fram og lýsa eigin raunveruleika. Hér fyrir neðan tók ég saman fleiri punkta frá föngum sem komið hafa fram í fjölmiðlum, skýrslum eða sem ég hef sjálfur fengið að heyra í heimsóknum mínum á Litla hraun: - Fangar fá 415 krónur á klukkustund fyrir vinnu sem dugar sjaldnast fyrir uppihaldi í fangelsi. Þetta leiðir til þess að fangar hafa oft ekki efni á mat sem að sögn fanga neyðir menn til þess að fá lánað - sem leiðir svo til ofbeldis og kúganna eða upptöku á fatnaði og eigum til að fá endurgreitt. - Allir fangar eru settir undir sama hatt. Þannig eru til dæmis fangar sem eru í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir í samneyti og á sömu deildum og fangar sem eru í bata eða að reyna að finna betrun. - Fangar hafa aðgang að lager af notuðum fötum en raunin er sú að sjaldan er fyllt á birgðirnar og því erfitt að nálgast flíkur í öllum stærðum og oftast eru slitnar flíkur og skóbúnaður í boði. - Menn hafa klárað langa dóma í fangelsinu (24 mánuði eða lengur) án þess að hitta sálfræðing einu sinni. - Lyfjameðferð til að sporna við fíknivanda er takmörkuð og nauðsynleg lyf til þess að til dæmis að meðhöndla athyglisbrest og ofvirkni eru því oft ekki aðgengileg föngum. - Í einu húsnæði fangelsisins þurfa fangar ekki einungis að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem hefur verið hengd yfir slá sem skilur að rými milli salerni og sturtuaðstöðu. - Rúm í fangelsinu eru úr sér gengin, dýnurnar lélegar og í mörgum tilvikum farnar að mygla. -Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsið kjötgeymslur. Þetta er ekki tæmandi listi af athugasemdum um aðstæður í íslenskum fangelsum, það þarf einnig að ræða menntun fangavarða, mönnun fangelsa og betrunarúrræði. Ég spurði dómsmálaráðherra nýverið hvort að hægt væri að uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga með núverandi fjárheimildum og aðstöðu og svar ráðherra var: "Já, ráðherra telur að við getum haldið lágmarksviðhaldi á þessum húsakosti til að tryggja að starfsemi geti verið á Litla-Hrauni næstu fimm til sex árin.”. Nú hefur fjárlaganefnd fengið rekstraráætlun frá fangelsismálastofnun þar sem fram kemur að núverandi fjárheimildir duga ekki til þess að sinna lögbundnum rekstri, að mati fangelsismálastjóra. Til þess vantar að minnsta kosti 300 milljónir og er þá ótalinn viðhaldskostnaður á húsnæði. Þannig að þegar ráðherra segir “já” þá verður það ekki skilið á annan hátt en “já, með sambærilegum hætti og áður”. Ráðherra boðar þó eitthvað framkvæmdafé sem er þá vonandi hægt að nota til þess að laga sturtur og fá betri dýnur - en reksturinn; mönnun fangavarða, menntun fangavarða, aukin sálfræðiþjónusta, betrun fanga og heilsa þeirra verður áfram með sambærilegum hætti næstu árin miða við svör ráðherra. Það finna kannski ekki allir til með slæmum aðstæðum fanga, sumum finnst þetta vera hluti af refsingu þeirra en kalla á sama tíma eftir viðbrögðum við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi. Betrunarúrræði, ásamt félagslegum forvarnarúrræðum, eru ein besta vörnin gegn glæpastarfsemi sem til er og það er erfitt að sjá hvernig fangar koma betur undirbúnir til þess að vera fyrirmyndar þátttakendur í samfélaginu eftir fangelsisvist á Litla-Hrauni, eða í raun öðrum fangelsum á Íslandi, miðað við núverandi og komandi ástand ef fjármagn er ekki aukið. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar