Ekki í fyrsta sinn sem ökumaður rútu ógni öryggi á Reykjanesbrautinni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2024 20:24 Katrín Lilja vill að ökumaðurinn verði látin bera ábyrgð á glannaskapnum í gær. vísir/einar árnason Ung kona sem lenti næstum í árekstri við rútu þegar ökumaður hennar ók yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni í gær segir ökumenn stórra bíla oft taka óþarfa áhættur á svæðinu. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir atvikið sýna fram á mikilvægi þess að aðskilja akstursstefnur á fjölförnum vegum. Í sjónvarpsfréttinni sjáum við þegar rútu var ekið á miklum hraða inn á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að bílar úr gagnstæðri átt þurftu að hörfa með hraði. Katrín Lilja er ein þeirra sem var að keyra Reykjanesbrautina í átt að Hafnarfirði þegar rútan ekur skyndilega á móti umferð. „Ég var bara mjög hrædd. Ég titraði öll en þurfti bara að koma mér í vinnuna og halda áfram, en ég stoppaði fyrir utan vinnuna til að ná mér aðeins niður,“ segir Katrín Lilja Traustadóttir, 19 ára. Katrín segir að ökumaður rútunnar hafi ekið mjög greitt og mildi að ekki hafi orðið stórslys. Hún segir ökumenn stórra bíla almennt aka mjög hratt á Reykjanesbrautinni og oft taka óþarfa sénsa. „Ég hef lent í því að vera næstum tekin út af þegar rúta er að taka fram úr mér. Þær keyra alltaf mjög hratt á brautinni og taka oft fram úr mér á hundrað eða svoleiðis,“ segir Katrín Lilja sem vill að ökumaðurinn verði látinn bera ábyrgð á glannaskapnum. Rútan, sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækis, var í viðgerð á verkstæðinu Vélrás en það var starfsmaður verkstæðisins sem ók rútunni í gær. Eigandi Vélrásar lítur atvikið alvarlegum augum en segir ljóst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að tekið verði á málinu innanhúss. Umferðaröryggismál að aðskilja akstursstefnur Í kjölfar atviksins hafa þeir sem aka Reykjanesbrautina reglulega furðað sig á umferðaröryggi á svæðinu en mánuður er síðan banaslys varð á brautinni. „Ég held að það sem gerðist með þessa rútu sýni mjög vel mikilvægi þess að aðskilja þessar akstursstefnur, sérstaklega á umferðarmiklum vegum og það hefur verið eitt helsta umferðaröryggismál okkar að aðskilja þessar akstursstefnur á vegunum út frá Reykjavík,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Heildarverkinu á að ljúka árið 2026 og býst hann við að sú tímasetning standi. „Við erum hér við síðasta áfangann í því að tvöfalda alla Reykjanesbrautina. Þessum áfanga er áfangaskipt, það tafðist örlítið vegna þess að tækin hér voru tekin í gerð varnargarða í Grindavík en verktakinn er búinn að vera á fullu og er búinn að vera að vinna á fjórum stöðum á þessum köflum.“ G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.vísir/einar árnason „Ég veit ekki hvað gerðist með þetta rútu, hvort þetta sé ásetningur eða hvað í ósköpunum en við eigum mjög erfitt með að eiga við það ef menn einfaldlega ákveða að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir G. Pétur. Umferðaröryggi Umferð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sjáum við þegar rútu var ekið á miklum hraða inn á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að bílar úr gagnstæðri átt þurftu að hörfa með hraði. Katrín Lilja er ein þeirra sem var að keyra Reykjanesbrautina í átt að Hafnarfirði þegar rútan ekur skyndilega á móti umferð. „Ég var bara mjög hrædd. Ég titraði öll en þurfti bara að koma mér í vinnuna og halda áfram, en ég stoppaði fyrir utan vinnuna til að ná mér aðeins niður,“ segir Katrín Lilja Traustadóttir, 19 ára. Katrín segir að ökumaður rútunnar hafi ekið mjög greitt og mildi að ekki hafi orðið stórslys. Hún segir ökumenn stórra bíla almennt aka mjög hratt á Reykjanesbrautinni og oft taka óþarfa sénsa. „Ég hef lent í því að vera næstum tekin út af þegar rúta er að taka fram úr mér. Þær keyra alltaf mjög hratt á brautinni og taka oft fram úr mér á hundrað eða svoleiðis,“ segir Katrín Lilja sem vill að ökumaðurinn verði látinn bera ábyrgð á glannaskapnum. Rútan, sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækis, var í viðgerð á verkstæðinu Vélrás en það var starfsmaður verkstæðisins sem ók rútunni í gær. Eigandi Vélrásar lítur atvikið alvarlegum augum en segir ljóst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að tekið verði á málinu innanhúss. Umferðaröryggismál að aðskilja akstursstefnur Í kjölfar atviksins hafa þeir sem aka Reykjanesbrautina reglulega furðað sig á umferðaröryggi á svæðinu en mánuður er síðan banaslys varð á brautinni. „Ég held að það sem gerðist með þessa rútu sýni mjög vel mikilvægi þess að aðskilja þessar akstursstefnur, sérstaklega á umferðarmiklum vegum og það hefur verið eitt helsta umferðaröryggismál okkar að aðskilja þessar akstursstefnur á vegunum út frá Reykjavík,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Heildarverkinu á að ljúka árið 2026 og býst hann við að sú tímasetning standi. „Við erum hér við síðasta áfangann í því að tvöfalda alla Reykjanesbrautina. Þessum áfanga er áfangaskipt, það tafðist örlítið vegna þess að tækin hér voru tekin í gerð varnargarða í Grindavík en verktakinn er búinn að vera á fullu og er búinn að vera að vinna á fjórum stöðum á þessum köflum.“ G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.vísir/einar árnason „Ég veit ekki hvað gerðist með þetta rútu, hvort þetta sé ásetningur eða hvað í ósköpunum en við eigum mjög erfitt með að eiga við það ef menn einfaldlega ákveða að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir G. Pétur.
Umferðaröryggi Umferð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03