Real Madríd staðfestir komu Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 18:10 Genginn í raðir Real Madríd. Ralf Ibing/Getty Images Franski framherjinn Kylian Mbappé hefur skrifað undir fimm ára samning við Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd. Félagið greindi frá þessu í dag. Segja má að um verst geymda leyndarmál fótboltans sé að ræða. Um leið og það var staðfest að hinn 25 ára gamli Mbappé yrði ekki áfram á mála hjá París Saint-German var næsta öruggt að hann myndi ganga í raðir Real Madríd. Mbappé var næstum búinn að semja við Real fyrir ári síðan en framlengdi á endanum í París til eins árs. Sá samningur rennur út þann 30. júní næstkomandi og nú hefur Real staðfest komu franska framherjans. Þar sem Mbappé er að verða samningslaus kemur hann á frjálsri sölu. Yfirlýsing Real gæti varla verið litlausari en þar segir í tæpum tuttugu orðum eða svo að Mbappé sé að ganga í raðir félagsins og skrifi undir fimm ára samning. Comunicado oficial: Mbappé.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 3, 2024 Mbappé er 25 ára gamall framherji sem á að baki 77 A-landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim 46 mörk. Hann átti stóran þátt í því þegar Frakkland varð heimsmeistari árið 2018 í Rússlandi. Hann hefur spilað fyrir Monaco og PSG á ferlinum. Þar hefur hann raðað inn mörkum en alls hefur hann skorað 288 mörk og gefið 126 stoðsendingar í 373 leikjum fyrir félögin tvö. Nú vonast forráðamenn Real til að Frakkinn haldi góðu gengi sínu áfram í Madríd. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé tilkynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tímabili Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn. 3. júní 2024 13:04 Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu. 2. júní 2024 14:27 Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. 30. maí 2024 10:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Segja má að um verst geymda leyndarmál fótboltans sé að ræða. Um leið og það var staðfest að hinn 25 ára gamli Mbappé yrði ekki áfram á mála hjá París Saint-German var næsta öruggt að hann myndi ganga í raðir Real Madríd. Mbappé var næstum búinn að semja við Real fyrir ári síðan en framlengdi á endanum í París til eins árs. Sá samningur rennur út þann 30. júní næstkomandi og nú hefur Real staðfest komu franska framherjans. Þar sem Mbappé er að verða samningslaus kemur hann á frjálsri sölu. Yfirlýsing Real gæti varla verið litlausari en þar segir í tæpum tuttugu orðum eða svo að Mbappé sé að ganga í raðir félagsins og skrifi undir fimm ára samning. Comunicado oficial: Mbappé.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 3, 2024 Mbappé er 25 ára gamall framherji sem á að baki 77 A-landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim 46 mörk. Hann átti stóran þátt í því þegar Frakkland varð heimsmeistari árið 2018 í Rússlandi. Hann hefur spilað fyrir Monaco og PSG á ferlinum. Þar hefur hann raðað inn mörkum en alls hefur hann skorað 288 mörk og gefið 126 stoðsendingar í 373 leikjum fyrir félögin tvö. Nú vonast forráðamenn Real til að Frakkinn haldi góðu gengi sínu áfram í Madríd.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé tilkynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tímabili Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn. 3. júní 2024 13:04 Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu. 2. júní 2024 14:27 Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. 30. maí 2024 10:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Mbappé tilkynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tímabili Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn. 3. júní 2024 13:04
Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu. 2. júní 2024 14:27
Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. 30. maí 2024 10:00
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti