Þar kemur einnig fram að víða verði rigning eða súld en norðaustantil á landinu verði bjart yfir og þurrt. Hiti er á bilinu 0 til 6 stig.
Síðdegis koma skil að suðaustanverðu landinu með norðaustanátt og rigningu en á sama tíma dregur úr vætu vestantil. Á morgun er útlit fyrir vestan og norðvestanátt með skúrum en er líður á daginn fer úrkoman yfir í él norðanlands.
Á vef Vegagerðar er varað við hálku og hálkublettum víða um land. Víðast hvar er greiðfært en þó einhver vegavinna í gangi víða.
Nánar um veður á vef Veðurstofunnar og færð á vef Vegagerðarinnar.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðvestan og vestan 5-10 m/s. Él norðantil, annars víða skúrir. Hiti í kringum frostmark, en að 6 stigum suðaustanlands.
Á þriðjudag:
Norðvestan 5-13 m/s, hvassast við norðausturströndina. Él á Norður- og Austurlandi framan af degi, en annars þurrt að kalla. Lægir og léttir víða til síðdegis. Kólnandi. Vaxandi austanátt syðst um kvöldið og þykknar upp með hlýnandi veðri.
Á miðvikudag:
Sunnanátt með rigningu, en austlæg átt og slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast syðst.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með snjókomu eða éljum, en skúrir sunnan heiða. Lægir, styttir víða upp og kólnar um kvöldið.
Á föstudag:
Breytileg átt og bjart með köflum, en hvessir af suðri og þykknar upp seinnipartinn.
Á laugardag:
Líklega stíf sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri.