Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 16:45 Það er ómetanlegt að eiga leiðtoga í ríkisstjórn Íslands sem skilur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag sem og efnahag. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, sem byggir á víðtækri samvinnu við hagaðila, er einstakt dæmi um það hvernig opinber stefnumótun getur stuðlað að raunverulegum árangri og framþróun atvinnugreinar. Með því að hafa hlustað á sérfræðinga, fyrirtæki í greininni og samfélagið, hefur Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og hennar teymi skapað sameiginlega sýn sem miðar að því að efla og styrkja ferðaþjónustuna enn frekar bæði sem áframhaldandi burðarás í efnahag landsins, aukin lífsgæði fyrir heimamenn og sem mikilvægan þátt í sjálfbærri þróun greinarinnar. Ferðaþjónustan hefur alla burði að vera heilsárs atvinnugrein - um allt land! Á fundi á Egilsstöðum fyrr á árinu, þar sem ráðherra fór yfir hvernig ferðaþjónustan kom sterk inn sem mikilvæg gjaldeyrisskapandi atvinnugrein fljótlega eftir bankahrunið, kviknaði glampi í augum viðstaddra. Ástríða Lilju smitaði út frá sér og hvatti fólk til að skapa nýjar upplifanir, með þá trú að ferðaþjónustan geti orðið heilsárs atvinnugrein um allt land, allt árið um kring. Það sem gerir hana að einstökum ráðherra fyrir ferðaþjónustuna er sá skilningur sem hún hefur á þjóðhagslegu mikilvægi ferðaþjónustunnar, vilji til að vinna með hagaðilum og staðfesta að ná árangri. Nú síðast með að hrinda í framkvæmd brýnum aðgerðum í ferðamálastefnunni og þá sérstaklega 200 milljóna kr. fjárframlagi til neytendamarkaðssetningar og auknum stuðningi við áfangastaðastofurnar um allt land. Það skiptir gríðarlegu máli. Drifkraftur nýsköpunar og uppbyggingar á landsbyggðinni Ferðaþjónustan hefur stuðlað að mikilli nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi um allt land sem bæði ferðamenn og heimafólk njóta góðs af. Á landsbyggðinni hafa brothættar byggðir öðlast nýtt líf með tilkomu ferðaþjónustunnar og því sem henni fylgir. Áskorunin er sem fyrr að gera greinina að heilsárs atvinnugrein víða á landsbyggðinni. Ég hef sjálf hef reynslu af árstíðarsveiflum í ferðaþjónustu en ég starfaði og bjó á Egilsstöðum í þrjú ár þar sem ég var framkvæmdastjóri Vök Baths og svo rekur sambýlismaður minn Hótel Breiðdalsvík fyrir austan. Fyrirtæki austan við Jökulsárlón og annars staðar á landinu þurfa mörg hver að loka hluta ársins vegna skorts á ferðamönnum og viðskiptum. Hjá Vök Baths fórum við úr þremur starfsmönnum á vakt á veturna upp í um ellefu á einu bretti, sem sýnir sveiflurnar sem greinin þarf að takast á við. Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg til að stuðla að samkeppnishæfni og verðmætasköpun Staðreyndin er sú að ferðaþjónustan skilar meira en 155 milljörðum króna á ári í í skatta til samfélagsins. Það er ekki nóg að einn ráðherra skilji mikilvægi ferðaþjónustunnar. Stjórnmálamenn þurfa að átta sig á því að nauðsynlegt er að gæta að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og fjárfesta í uppbyggingu hennar. Hver króna sem ríkissjóður ver í ferðaþjónustu, eins og til dæmis til markaðssetningar, skilar sér margfalt til baka í formi gjaldeyris og skatttekna. Við verðum að vera með sambærilegt rekstrarumhverfi og í samkeppnislöndum og sjá til þess að það sé viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað til að laða að þá gesti sem við viljum að heimsæki okkur allt árið um kring. Við sem störfum í ferðaþjónustu erum þakklát fyrir þessa framtíðarsýn og hvetjum stjórnvöld til að framfylgja ferðamála stefnunni og aðgerðaáætlun hennar. Með því að veita nauðsynlegt fjármagn og stuðning getum við tryggt að ferðaþjónustan blómstri allt árið um kring, um allt land. Þessi grein er skrifuð með þakklæti til Lilju fyrir hennar framsýni og metnað í þágu ferðaþjónustunnar. Höfundur er með mikla ástríðu fyrir íslenskri ferðaþjónustu og hefur starfað í greininni um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ómetanlegt að eiga leiðtoga í ríkisstjórn Íslands sem skilur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag sem og efnahag. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, sem byggir á víðtækri samvinnu við hagaðila, er einstakt dæmi um það hvernig opinber stefnumótun getur stuðlað að raunverulegum árangri og framþróun atvinnugreinar. Með því að hafa hlustað á sérfræðinga, fyrirtæki í greininni og samfélagið, hefur Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og hennar teymi skapað sameiginlega sýn sem miðar að því að efla og styrkja ferðaþjónustuna enn frekar bæði sem áframhaldandi burðarás í efnahag landsins, aukin lífsgæði fyrir heimamenn og sem mikilvægan þátt í sjálfbærri þróun greinarinnar. Ferðaþjónustan hefur alla burði að vera heilsárs atvinnugrein - um allt land! Á fundi á Egilsstöðum fyrr á árinu, þar sem ráðherra fór yfir hvernig ferðaþjónustan kom sterk inn sem mikilvæg gjaldeyrisskapandi atvinnugrein fljótlega eftir bankahrunið, kviknaði glampi í augum viðstaddra. Ástríða Lilju smitaði út frá sér og hvatti fólk til að skapa nýjar upplifanir, með þá trú að ferðaþjónustan geti orðið heilsárs atvinnugrein um allt land, allt árið um kring. Það sem gerir hana að einstökum ráðherra fyrir ferðaþjónustuna er sá skilningur sem hún hefur á þjóðhagslegu mikilvægi ferðaþjónustunnar, vilji til að vinna með hagaðilum og staðfesta að ná árangri. Nú síðast með að hrinda í framkvæmd brýnum aðgerðum í ferðamálastefnunni og þá sérstaklega 200 milljóna kr. fjárframlagi til neytendamarkaðssetningar og auknum stuðningi við áfangastaðastofurnar um allt land. Það skiptir gríðarlegu máli. Drifkraftur nýsköpunar og uppbyggingar á landsbyggðinni Ferðaþjónustan hefur stuðlað að mikilli nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi um allt land sem bæði ferðamenn og heimafólk njóta góðs af. Á landsbyggðinni hafa brothættar byggðir öðlast nýtt líf með tilkomu ferðaþjónustunnar og því sem henni fylgir. Áskorunin er sem fyrr að gera greinina að heilsárs atvinnugrein víða á landsbyggðinni. Ég hef sjálf hef reynslu af árstíðarsveiflum í ferðaþjónustu en ég starfaði og bjó á Egilsstöðum í þrjú ár þar sem ég var framkvæmdastjóri Vök Baths og svo rekur sambýlismaður minn Hótel Breiðdalsvík fyrir austan. Fyrirtæki austan við Jökulsárlón og annars staðar á landinu þurfa mörg hver að loka hluta ársins vegna skorts á ferðamönnum og viðskiptum. Hjá Vök Baths fórum við úr þremur starfsmönnum á vakt á veturna upp í um ellefu á einu bretti, sem sýnir sveiflurnar sem greinin þarf að takast á við. Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg til að stuðla að samkeppnishæfni og verðmætasköpun Staðreyndin er sú að ferðaþjónustan skilar meira en 155 milljörðum króna á ári í í skatta til samfélagsins. Það er ekki nóg að einn ráðherra skilji mikilvægi ferðaþjónustunnar. Stjórnmálamenn þurfa að átta sig á því að nauðsynlegt er að gæta að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og fjárfesta í uppbyggingu hennar. Hver króna sem ríkissjóður ver í ferðaþjónustu, eins og til dæmis til markaðssetningar, skilar sér margfalt til baka í formi gjaldeyris og skatttekna. Við verðum að vera með sambærilegt rekstrarumhverfi og í samkeppnislöndum og sjá til þess að það sé viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað til að laða að þá gesti sem við viljum að heimsæki okkur allt árið um kring. Við sem störfum í ferðaþjónustu erum þakklát fyrir þessa framtíðarsýn og hvetjum stjórnvöld til að framfylgja ferðamála stefnunni og aðgerðaáætlun hennar. Með því að veita nauðsynlegt fjármagn og stuðning getum við tryggt að ferðaþjónustan blómstri allt árið um kring, um allt land. Þessi grein er skrifuð með þakklæti til Lilju fyrir hennar framsýni og metnað í þágu ferðaþjónustunnar. Höfundur er með mikla ástríðu fyrir íslenskri ferðaþjónustu og hefur starfað í greininni um árabil.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun