Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 27. nóvember 2024 07:10 Fyrir rúmu ári voru fjárlög ársins 2024 til afgreiðslu á Alþingi Íslendinga. Að vana er þar að finna ýmis fylgirit og svokallaða bandorma þar sem gert er fullt af litlum lagabreytingum sem í mörgum tilfellum eru einungis tæknilegs eðlis. Það vildi þó svo til að í einum þessara bandorma var breyting sem var langt frá því að vera ómerkileg vísitöluuppfærsla. Ég á hér við breytingu sem átti að fella niður persónuafslátt hjá íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis. Í stuttu máli fólst í breytingunni að persónuafsláttur lífeyrisþega búsettra erlendis myndi falla niður 1. janúar 2024. Um örlitla, nánast ósýnilega, breytingu var að ræða, á ákvæði sem breyta átti einhverju í lögum um tekjuskatt – orðið „án“ laumað inn fyrir persónuafslátt og einnar setningar útskýring í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem ÖBÍ réttindasamtök bentu á í umsögn sinni við frumvarpið sem við í Flokki fólksins tókum upp sem baráttumál í kjölfarið. Það var ljóst að ráðherra málaflokksins kom af fjöllum þegar hann var spurður um þetta, en svo komu eftir á skýringar stjórnarþingmanna um að hér væri um að ræða bráðnauðsynlega breytingu til að koma í veg fyrir að ákveðnir auðjöfrar í útlöndum misnoti sér skattaglufu til að fá að njóta tvöfalds persónuafsláttar. Breytingin var illa ígrunduð og réttaráhrif hennar með tilliti til allra lífeyrisþega búsettra erlendis voru ekki úthugsuð. Að frumkvæði Flokks fólksins náðum við að fresta breytingunni um eitt ár. Málið endaði ekki hér og bentum við á þetta óréttlæti, sem átti engu að síður að ganga eftir 1. janúar 2025 að öllu óbreyttu, í óundirbúnum fyrirspurnum við fjármálaráðherra sem varði breytinguna á svipuðum forsendum og heyrst höfðu áður. Í kjölfarið setti Flokkur fólksins það sem ófrávíkjanlegt skilyrði þinglokasamninga í júní að úttekt yrði framkvæmd sem myndi kanna nánar ástæður og áhrif breytingarinnar og athuga hvort hún kæmi niður á þeim lífeyrisþegum sem minnst mega sín. Ef slík úttekt færi ekki fram skyldi falla frá gildistöku ákvæðisins, sem átti að afnema persónuafslátt lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis. Endalok málsins voru þau að það kom skýrlega fram í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að þótt það kunni að vera einhver ávinningur af breytingu á þessu fyrirkomulagi þá myndu áhrif breytingarinnar lenda afar illa á ákveðnum hópum lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis, einkum þeim sem eru að fá örorkulífeyri. Enn fremur kom skýrlega fram að ráðuneytið hefði ekki lokið þeirri vinnu til að tryggja að umræddir hópar myndu ekki lenda í tekjuskerðingum vegna þessarar breytingar. Í kjölfarið samþykktu hinir flokkarnir loks að falla frá afnámi persónuafsláttar lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Við í Flokki fólksins látum verkin tala og munum alltaf standa gegn óréttlæti. Okkur vantar ekki kjark í þeirri baráttu. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Suðvesturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Skattar og tollar Eldri borgarar Tryggingar Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári voru fjárlög ársins 2024 til afgreiðslu á Alþingi Íslendinga. Að vana er þar að finna ýmis fylgirit og svokallaða bandorma þar sem gert er fullt af litlum lagabreytingum sem í mörgum tilfellum eru einungis tæknilegs eðlis. Það vildi þó svo til að í einum þessara bandorma var breyting sem var langt frá því að vera ómerkileg vísitöluuppfærsla. Ég á hér við breytingu sem átti að fella niður persónuafslátt hjá íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis. Í stuttu máli fólst í breytingunni að persónuafsláttur lífeyrisþega búsettra erlendis myndi falla niður 1. janúar 2024. Um örlitla, nánast ósýnilega, breytingu var að ræða, á ákvæði sem breyta átti einhverju í lögum um tekjuskatt – orðið „án“ laumað inn fyrir persónuafslátt og einnar setningar útskýring í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem ÖBÍ réttindasamtök bentu á í umsögn sinni við frumvarpið sem við í Flokki fólksins tókum upp sem baráttumál í kjölfarið. Það var ljóst að ráðherra málaflokksins kom af fjöllum þegar hann var spurður um þetta, en svo komu eftir á skýringar stjórnarþingmanna um að hér væri um að ræða bráðnauðsynlega breytingu til að koma í veg fyrir að ákveðnir auðjöfrar í útlöndum misnoti sér skattaglufu til að fá að njóta tvöfalds persónuafsláttar. Breytingin var illa ígrunduð og réttaráhrif hennar með tilliti til allra lífeyrisþega búsettra erlendis voru ekki úthugsuð. Að frumkvæði Flokks fólksins náðum við að fresta breytingunni um eitt ár. Málið endaði ekki hér og bentum við á þetta óréttlæti, sem átti engu að síður að ganga eftir 1. janúar 2025 að öllu óbreyttu, í óundirbúnum fyrirspurnum við fjármálaráðherra sem varði breytinguna á svipuðum forsendum og heyrst höfðu áður. Í kjölfarið setti Flokkur fólksins það sem ófrávíkjanlegt skilyrði þinglokasamninga í júní að úttekt yrði framkvæmd sem myndi kanna nánar ástæður og áhrif breytingarinnar og athuga hvort hún kæmi niður á þeim lífeyrisþegum sem minnst mega sín. Ef slík úttekt færi ekki fram skyldi falla frá gildistöku ákvæðisins, sem átti að afnema persónuafslátt lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis. Endalok málsins voru þau að það kom skýrlega fram í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að þótt það kunni að vera einhver ávinningur af breytingu á þessu fyrirkomulagi þá myndu áhrif breytingarinnar lenda afar illa á ákveðnum hópum lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis, einkum þeim sem eru að fá örorkulífeyri. Enn fremur kom skýrlega fram að ráðuneytið hefði ekki lokið þeirri vinnu til að tryggja að umræddir hópar myndu ekki lenda í tekjuskerðingum vegna þessarar breytingar. Í kjölfarið samþykktu hinir flokkarnir loks að falla frá afnámi persónuafsláttar lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Við í Flokki fólksins látum verkin tala og munum alltaf standa gegn óréttlæti. Okkur vantar ekki kjark í þeirri baráttu. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar