Þrjár konur voru í framboði en þær voru Hulda Björg Óladóttir og Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, auk Helgu Rósu.
Í tilkynningu segir að Helga Rósa hafi frá útskrift árið 2004 komið víða við, á heilsugæslu, bráðamóttöku, á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og Indlandi.
Eftir það hafi hún snúið aftur á bráðamóttökuna þar sem hún starfaði um árabil, og frá árinu 2023 hafi hún starfað sem sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.
„Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem gerir samanburð við aðra háskólamenntaða sérfræðinga auðveldari. Brýnt er að halda þeirri vinnu áfram við stofnanasamninga til að mynda en þar liggja tækifæri til frekari kjarabóta og starfsþróunar hjúkrunarfræðinga,“ sagði Helga Rósa um sín áherslumál.