Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2025 15:55 Rauði bíll ferðamannsins á leiðinni í veg fyrir bíl mæðgnanna. Í baksýnismyndavélinni sést flutningabíll á mikill ferð. Sem betur fer varð ekki árekstur. Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku. Mæðgurnar Sóley og Jóhanna níu mánaða voru á ferðinni síðastliðinn föstudag á Þrengslaveg og nálguðust Þorlákshafnarveg til Hveragerðis. Sóley stefndi í átt að þrengslum og ferðamaður að koma úr áttinni frá Hveragerði. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan mátti afar litlu muna að alvarlegt slys yrði þegar ferðamaðurinn virti ekki skyldu til að stöðva heldur ók í veg fyrir þær. „Þau voru heppinn að hann olli ekki stórslysi enda hraðinn töluverður,“ segir Sævar Örn Eiríksson, eiginmaður Sóleyjar og faðir Jóhönnu, í færslu á Facebook sem fengið hefur 65 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað. Mæðgurnar voru á 82 kílómetra hraða. Sævar Örn segir í samtali við fréttastofu telja líklegt að bílstjórinn hafi verið að horfa eitthvað allt annað en á veginn. Hann hrósar konu sinni fyrir viðbrögðin. „Sóley bregst algjörlega rétt við eins og hægt er, sveigir frá eins og mögulegt er þó bílar komi á móti, bremsar og flautar,“ segir Sævar. Á eftir henni ók flutningabíll, eins og sést líka í myndbanidnu, sem náði naumlega að stöðva áður en hann lenti á bíl ferðamannsins. „Ótrúleg lukka að þarna hafi ekki orðið mikið slys,“ segir Sævar. Hann hefur verið fastagestur á vegum landsins frá árinu 2008 og aldrei vitað annað eins. „Túristinn var mjög heppinn að ég var ekki með í för, því hann stöðvaði og ræddi við Sóley, og kunni engar skýringar á atferðinu aðrar en að honum hafi fundist Sóley hægja ferðina og talið öruggt að skjótast yfir, þá vill svo til að á þessum gatnamótum, og öðrum á þessari leið er skilyrðislaus stöðvunarskylda, einmitt af ofangreindum ástæðum,“ segir Sævar Örn. „Þó ég sé ekki ofbeldishneigður þá er ég viss um það að ég hefði hrifsað lyklana af manninum og fleygt þeim eins og ég gæti út í hraunið, og látið hann hugsa sinn gang meðan hann leitaði þeirra.“ Sævar Örn segir mæðgurnar njóta lífsins á Tenerife í augnablikinu og jafna sig á atvikinu. Hann var sjálfur hætt kominn á Hringveginum nærri Laugabakka í maí þegar sendiferðabíll birtist allt í einu á móti honum á röngum vegahelmingi. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var hann á kringum 90 kílómetra hraða. Sævar vekur athygli á því að ökumaður sendiferðabílsins var með auka baksýnisspegla en ætti kannski að leggja áherslu á að horfa ekki síður fram á veginn. Sævar Örn telur mikilvægt að hafa myndavélar í bílum og birta atvik sem þessi til að minna fólk á ábyrgð þess í umferðinni. Hann hefur verið fastagestur undir stýri á vegum landsins frá árinu 2008 en segist aldrei hafa lent í öðru eins og þeim uppákomum sem drifið hafa á fjölskylduna undanfarna tvo mánuði. Umferð Ferðaþjónusta Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Mæðgurnar Sóley og Jóhanna níu mánaða voru á ferðinni síðastliðinn föstudag á Þrengslaveg og nálguðust Þorlákshafnarveg til Hveragerðis. Sóley stefndi í átt að þrengslum og ferðamaður að koma úr áttinni frá Hveragerði. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan mátti afar litlu muna að alvarlegt slys yrði þegar ferðamaðurinn virti ekki skyldu til að stöðva heldur ók í veg fyrir þær. „Þau voru heppinn að hann olli ekki stórslysi enda hraðinn töluverður,“ segir Sævar Örn Eiríksson, eiginmaður Sóleyjar og faðir Jóhönnu, í færslu á Facebook sem fengið hefur 65 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað. Mæðgurnar voru á 82 kílómetra hraða. Sævar Örn segir í samtali við fréttastofu telja líklegt að bílstjórinn hafi verið að horfa eitthvað allt annað en á veginn. Hann hrósar konu sinni fyrir viðbrögðin. „Sóley bregst algjörlega rétt við eins og hægt er, sveigir frá eins og mögulegt er þó bílar komi á móti, bremsar og flautar,“ segir Sævar. Á eftir henni ók flutningabíll, eins og sést líka í myndbanidnu, sem náði naumlega að stöðva áður en hann lenti á bíl ferðamannsins. „Ótrúleg lukka að þarna hafi ekki orðið mikið slys,“ segir Sævar. Hann hefur verið fastagestur á vegum landsins frá árinu 2008 og aldrei vitað annað eins. „Túristinn var mjög heppinn að ég var ekki með í för, því hann stöðvaði og ræddi við Sóley, og kunni engar skýringar á atferðinu aðrar en að honum hafi fundist Sóley hægja ferðina og talið öruggt að skjótast yfir, þá vill svo til að á þessum gatnamótum, og öðrum á þessari leið er skilyrðislaus stöðvunarskylda, einmitt af ofangreindum ástæðum,“ segir Sævar Örn. „Þó ég sé ekki ofbeldishneigður þá er ég viss um það að ég hefði hrifsað lyklana af manninum og fleygt þeim eins og ég gæti út í hraunið, og látið hann hugsa sinn gang meðan hann leitaði þeirra.“ Sævar Örn segir mæðgurnar njóta lífsins á Tenerife í augnablikinu og jafna sig á atvikinu. Hann var sjálfur hætt kominn á Hringveginum nærri Laugabakka í maí þegar sendiferðabíll birtist allt í einu á móti honum á röngum vegahelmingi. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var hann á kringum 90 kílómetra hraða. Sævar vekur athygli á því að ökumaður sendiferðabílsins var með auka baksýnisspegla en ætti kannski að leggja áherslu á að horfa ekki síður fram á veginn. Sævar Örn telur mikilvægt að hafa myndavélar í bílum og birta atvik sem þessi til að minna fólk á ábyrgð þess í umferðinni. Hann hefur verið fastagestur undir stýri á vegum landsins frá árinu 2008 en segist aldrei hafa lent í öðru eins og þeim uppákomum sem drifið hafa á fjölskylduna undanfarna tvo mánuði.
Umferð Ferðaþjónusta Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira