Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. Innlent 2. september 2019 06:45
Alþingi ráði uppbyggingu á varnarsvæði Þingmaður Vinstri grænna, Kolbeinn Óttarsson Proppé, vill að Alþingi komi að ákvörðunum um umsvif herliðs hér á landi og hyggst leggja fram frumvarp til að breyta varnarmálalögum í þá átt. Innlent 2. september 2019 06:15
„Bleiki skatturinn“ svonefndi heyrir nú sögunni til Talsmenn frumvarpsins töluðu fyrir því að vörurnar væru nauðsynjavörur fremur en munaðarvörur og ættu því frekar heima í neðra skattþrepi. Innlent 1. september 2019 21:20
Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES Innlent 1. september 2019 21:00
Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. Innlent 1. september 2019 13:33
Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun Innlent 1. september 2019 12:10
Kvartaði til umboðsmanns Alþingis eftir að varaþingmaður blokkaði hann á Facebook Í ársskýrslu fyrir árið 2018 kemur fram að 381 kvörtun barst umboðsmanni Alþingis á síðasta ári. Innlent 1. september 2019 11:31
Ný þungunarrofslög taka gildi í dag Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. Innlent 1. september 2019 09:15
Helgi Bernódusson lét af störfum eftir 40 ár innan veggja Alþingis Helgi Bernódusson lét af störfum í dag sem skrifstofustjóri alþingis. Eftir fimmtán ár í þeim stóli og fjörutíu ár innan veggja Alþingis hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. Ragna Árnadóttir tók formlega við lyklum þinghússins, á afmælisdegi sínum. Innlent 30. ágúst 2019 20:10
Mat Hafró að veiðar á sæbjúgum hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir Það er mat Hafrannsóknastofnunar að veiðar á sæbjúgum á síðasta ári hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir. Við þeirri alvarlegu stöðu þurfti að bregðast og því var reglum um sæbjúgnaveiðar breytt. Innlent 30. ágúst 2019 16:19
Ragna Árnadóttir komin með lyklavöldin að Alþingi Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, kvaddi starfsfólk þingsins í Skála Alþingis í dag. Við það tækifæri afhenti hann Rögnu Árnadóttur, sem tekur við starfi skrifstofustjóra þann 1. september, lyklana að húsakynnum Alþingis. Innlent 30. ágúst 2019 15:42
Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. Innlent 30. ágúst 2019 13:15
Árétta að ekkert liggi fyrir um að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áréttar í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að ekkert liggi fyrir um það að verkefni félagsins Atlantic Superconnection (ASC) um að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands muni uppfylla íslenskar kröfur. Innlent 30. ágúst 2019 11:15
Umræðum um þriðja orkupakkann lokið og atkvæðagreiðsla á mánudag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þriðji orkupakkinn yrði að öllum líkindum innleiddur á mánudag. Innlent 29. ágúst 2019 22:35
Telur að innanlandsflug gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða Innanlandsflug á Íslandi gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða, að mati framkvæmdastjóra flugfélagsins Ernis. Innlent 29. ágúst 2019 19:25
Samfylkingarkarlar hámuðu í sig mömmumatinn hjá Meistara Magga Meistari Maggi segir Samfylkingarmennina enga gikki. Lífið 29. ágúst 2019 13:42
Bein útsending: Síðustu umræður tengdar þriðja orkupakkanum Umræðum um þriðja orkupakkann verður framhaldið á Alþingi í dag eftir að hafa verið ræddur í um níu klukkustundir í gær og rúmlega 150 í það heila. Innlent 29. ágúst 2019 09:45
Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. Innlent 28. ágúst 2019 19:48
Guðlaugur Þór segir Sigmund Davíð telja sig nafla alheims Háðsglósur gengu milli utanríkisráðherra og formanns Miðflokksins. Innlent 28. ágúst 2019 11:59
Kjörin formaður þingflokks Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir varaformaður og Helgi Hrafn Gunnarsson ritari þingflokks. Innlent 28. ágúst 2019 11:38
Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. Innlent 28. ágúst 2019 11:08
Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. Innlent 28. ágúst 2019 10:00
Alþingi kemur saman í dag Alþingi kemur saman í dag til þess að ræða þingsályktunartillögur og frumvörp tengd þriðja orkupakkanum og breytingu á raforkulögum. Stefnt er að því að klára umræðuna í dag. Innlent 28. ágúst 2019 06:00
Spennt að komast aftur í fjörið í Alþingishúsinu Ragna Árnadóttir verður fyrst kvenna til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis og tekur við starfinu í september. Lífið 27. ágúst 2019 14:14
EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. Innlent 25. ágúst 2019 13:30
Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. Innlent 25. ágúst 2019 12:15
Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. Innlent 24. ágúst 2019 09:00
Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. Innlent 23. ágúst 2019 16:28
Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. Innlent 22. ágúst 2019 13:47
Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. Innlent 21. ágúst 2019 20:30