Teitur Björn ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar Teitur Björn Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Teitur starfaði áður sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 16. september 2022 11:14
Flokkarnir hafi verið gerðir að ríkisstofnunum með háum framlögum Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að dregið verði úr opinberum fjárstuðningi við stjórnmálaflokka. Þeir segja há framlög til flokkanna undanfarin ár hafa dregið úr stjórnmálastarfi þeirra. Flokkarnir hafi í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Innlent 16. september 2022 10:49
Það kostar að skulda Sannleikurinn er að það er margt sem sameinar okkur á Alþingi einfaldlega vegna þess að við erum hluti af sömu þjóð. Það er ekki þannig að allir séu ósammála um allt og nú þegar umræða fer fram um fjárlagafrumvarp, mikilvægasta mál haustsins, þá er það einfaldlega ekki svo að þar sé allt vonlaust. Skoðun 16. september 2022 07:30
Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. Innlent 15. september 2022 19:31
Vilja afnema bann við klámi Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp um breytingu laga er varða bann við klámi á Íslandi. Þingmennirnir vilja að refsiheimild vegna birtingar þess, innflutnings, sölu útbýtingar eða annars konar dreifingar verði felld út. Innlent 15. september 2022 14:05
Fjölflokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjarna Benediktssonar og xD Við erum með einn stjórnmálaflokk á Íslandi sem stýrir landinu, tvo sem láta eins og þeir séu í stjórnarandstöðu miðað við málflutninginn í stóru málaflokkunum. Ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala um fjármagnstekjuskatt, álag á stórútgerð og hvalrekaskatta. Skoðun 15. september 2022 13:01
Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. Innlent 15. september 2022 11:58
Slembilukkan og verðleikarnir Slembilukka ræður því hvar á Jörðinni við fæðumst en það er ákvörðun að velja sér nýjan samastað og hana þarf stundum að taka vegna aðstæðna sem einstaklingar bera enga ábyrgð á; stríðið í Úkraínu er nærtækt dæmi um það. Skoðun 15. september 2022 11:01
Enn fjölgar hneykslismálum í sex ára sögu Flokks fólksins Kjörnir fulltrúar Flokks fólksins hafa ýmist neyðst til að segja af sér eða verið hvattir til þess í tengslum við erfið mál sem dunið hafa á flokknum á til þess að gera stuttum líftíma hans. Nú síðast sökuðu þrjár konur innan flokksins samflokksmenn sína um lítilsvirðandi framkomu í sinn garð. Innlent 15. september 2022 07:01
Katrín boðar bann við olíuleit í lögsögu Íslands Forsætisráðherra segir Íslendinga í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu, meðal annars vegna þess að tryggt hafi verið að orkufyrirtæki í eigu ríkisins verði ekki seld. Lagt verði fram frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni. Innlent 14. september 2022 19:52
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Að henni lokinni fara fram umræður um ræðuna. Innlent 14. september 2022 19:06
Forsetinn telur bagalegt að Siri skilji ekki íslensku Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. Innlent 13. september 2022 19:20
Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. Innlent 13. september 2022 18:36
Litagleði á setningu Alþingis 153. setning Alþingis fór fram fyrr í dag. Eins og fjallað var um hér á Vísi flutti Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarp fyrir alþingismenn. Tíska og hönnun 13. september 2022 17:37
Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. Innlent 13. september 2022 15:35
Leggja til breytingu á nafni Samfylkingarinnar Tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar munu leggja fram tillögu á komandi landsfundi Samfylkingarinnar í næsta mánuði sem felur í sér að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarflokkurinn. Þeir segja að tími sé kominn til að nafn flokksins vísi beint til stefnu hans. Innlent 13. september 2022 14:28
Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. Innlent 13. september 2022 13:01
Telur óvíst að heimila eigi flutning barna með valdi Alþingi þarf að taka alvarlega umræðu um hvort aðfararheimild í forsjármálum sé réttlætanleg og börnum fyrir bestu, að mati þingmanns Samfylkingar. Hann gagnrýnir skoðanaleysi barnamálaráðherra á máli þar sem barn var flutt með valdi milli foreldra á barnaspítalanum. Innlent 13. september 2022 12:33
Bein útsending: Þingsetningarathöfn Siðmenntar Hin árlega þingsetningarathöfn Siðmenntar fer fram í dag og hefst klukkan 11:30. Innlent 13. september 2022 11:00
Afar ólík viðbrögð við fyrirspurn um aðfarargerðir á heilbrigðisstofnunum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, virðist ekki vilja svara því beint hvort hann telji forsvaranlegt að aðfarargerðir til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá séu framkvæmdar á heilbrigðisstofnunum. Innlent 13. september 2022 07:57
Boðar breytingar á löggjöf um sjávarútveg á næstunni Matvælaráðherra boðar breytingar á sjávarútvegslöggjöfinni og það muni koma fram í málaskrá Alþingis á næstu vikum. Þá sé verið að vinna að heildarstefnumörkun í fiskeldi sem sé því miður ekki til í stjórnkerfinu. Innlent 12. september 2022 19:30
Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. Innlent 12. september 2022 19:26
Óhófsfólk á brennivín látið stoppa í götin Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segist greina dauðastríð ríkisstjórnarinnar í nýju fjárlagafrumvarpi. Innlent 12. september 2022 14:57
Kristrún segir ekkert sótt í feita sjóði fyrir heimilin Þrátt fyrir neyðaróp fær heilbrigðiskerfið enga sérsaka athygli í fjárlögum að mati þingmanns Samfylkingar. Hún kallar eftir breytingum á fjármagnstekjuskatti sem gætu fjármagnað aðgerðir fyrir heimilin í mikilli verðbólgu. Innlent 12. september 2022 11:57
Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. Bílar 12. september 2022 10:22
Hækka gjald á áfengi og tóbak Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna. Neytendur 12. september 2022 10:15
Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. Innlent 12. september 2022 09:21
Bjarni kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023 á blaðamannafundi í ráðuneyti sínu við Arnarhvol. Innlent 12. september 2022 08:01
Laufey hættir hjá Sjálfstæðisflokknum Laufey Rún Ketilsdóttir hefur sagt upp sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur gegnt starfinu undanfarin þrjú ár en hún segir tímann leiða í ljós hver næstu skref verða. Innlent 12. september 2022 07:23
Boðar til aðhaldsaðgerða í fjárlagafrumvarpi næsta árs Fjármálaráðherra hefur ákveðið að draga úr stuðningi við stjórnmálaflokka um fimm prósent á næsta ári og grípa til annarra viðlíka aðhaldsaðgerða til að vinna bug á verðbólgunni. Ráðherrann mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs á mánudaginn. Innlent 10. september 2022 13:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent