Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Ósköp fátt sem stoppar hana“

    Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir stal senunni í leik Breiðabliks og Aftureldingar í Bestu deildinni og skoraði tvö markanna í 3-0 sigri Blika. Hún gladdi augu sérfræðinganna í Bestu mörkunum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 2-0 | Stjarnan heldur áfram að setja pressu á Breiðablik

    Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Þrótti 2-0. Betsy Hasett kom Stjörnunni yfir með afar laglegu marki í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fékk Stjarnan víti og Gyða Kristín bætti við örðu marki Stjörnunnar og þar við sat.Stjarnan heldur þriðja sætinu og er aðeins tveimur stigum frá Breiðabliki sem er í öðru sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sýndum mikinn karakter

    „Ég held að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða í þessum leik, hann var fremur kaflaskiptur og opinn,“ sagði Perry John James Mclachan þjálfari Þór/KA eftir 3-3 jafntefli við ÍBV á Akureyri í kvöld. 

    Sport
    Fréttamynd

    „Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn“

    „Þetta var tap í mjög mikilvægum leik. Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn, búnar að mála okkur út í horn. Þetta er ekki búið ennþá en við hefðum þurft þrjú stig til að eiga góðan séns í síðustu þrjá,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, eftir 2-1 tap á móti Aftureldingu í kvöld. 

    Fótbolti