

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.
Marussia-liðið hefur gert stóran styrktarsamning við rússneska veðmálafyrirtækið Liga Stavok. Andy Webb, framkvæmdastjóri liðsins, vildi ekki gefa nánari upplýsingar um samninginn þegar hann yfirgaf hótelið í Moskvu en sagði hann auka fjárráð liðsins verulega.
Mexíkaninn Sergio Perez hefur ekki gert nein mistök síðan hann gekk til liðs við McLaren í byrjun þessa árs, segir liðsstjórinn Martin Whitmarsh við breska mótorsporttímaritið Autosport.
Ítalski dekkjaframleiðandinn Pirelli, sem sér öllum keppnisliðunum í Formúlu 1 fyrir dekkjum, ætlar ekki að endurskoða nálgun sína þetta árið fyrr en að kappakstrinum í Barein loknum. Flest liðin eru mjög ósátt með dekkin sem þau hafa fengið þetta árið.
Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, er enn rólegur þó byrjun McLaren-liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska þetta árið. Liðið hefur aðeins skorað fjögur stig í fyrstu tveimur mótum ársins og er í sjöunda sæti í stigakeppni liða.
Samband liðsfélaganna hjá Red Bull er orðið svo vont að það getur ekki haldið áfram árið 2014, segir Flavio Briatore, fyrrverandi liðstjóri Renault og Benetton í Formúlu 1. Briatore hefur verið umboðsmaður Mark Webber síðan 2001.
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er langt frá því að vera í góðum málum hjá Red Bull-liðinu eftir atburði helgarinnar. Vettel hundsaði skipanir liðsins og setti fullt hús stiga liðsins í hættu með því að berjast um sigur við Mark Webber, liðsfélaga sinn.
Það var mikill hasar í Malasíu í morgun er Sebastian Vettel tryggði sér mjög umdeildan sigur á félaga sínum, Mark Webber.
Það var æsilegur kappakstur í Malasíu í morgun þar sem Sebastian Vettel í rauninni stal sigrinum af félaga sínum Mark Webber þrátt fyrir fyrirskipanir liðsins um að halda sig fyrir aftan.
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann malasíska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans, Mark Webber, varð annar eftir að hafa leitt kappaksturinn mestan hluta mótsins.
Kimi Räikkönen hefur verið færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í malasíska kappakstrinum á morgun. Hann náði sjötta besta tíma í tímatökunum í morgun en ræsir nú tíundi.
Sebastian Vettel ók hraðast allra umhverfis Sepang-brautina í Malasíu í morgun þegar tímatökur fóru fram fyrir kappaksturinn þar í landi. Red Bull-lið Vettels var í vandræðum í fystu tveimur lotum tímatökunnar áður en það fór að rigna og síðasta lotan var ekin í bleytu.
Kimi Räikkönen á Lotus var fljótastur á seinni æfingunni í Malasíu sem fram fór í morgun. Hann var örlítið fljótari en Sebastian Vettel á Red Bull og Felipe Massa á Ferrari. Rigning setti strik í reikninginn á seinni æfingunni.
Kimi Räikkönen segir Lotus-liðið sitt ekki ætla að breyta áætlunum sínum fyrir malasíska kappaksturinn aðeins vegna þess að hann er efstur í stigamótinu eftir sigurinn í Ástralíu.
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir dekkjavandræði Red Bull-liðsins ekki verða þeim að falli í Malasíu eins og í Ástralíu. RB9-bíllinn muni fara betur með dekkin um helgina.
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur sagt við breska götublaðið The Sun að Lewis Hamilton hafi frekar viljað hætta í Formúlu 1 en að aka eitt ár í viðbót fyrir McLaren. Hann hafi verið orðinn svo þreyttur á liðinu.
Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar.
Valtteri Bottas, finnski nýliðinn hjá Williams-liðinu, er ánægður með árangur sinn í Ástralíu þar sem hann segist hafa kreist allt út úr FW35-bílnum. Hann lauk sínu fyrsta móti í Formúlu 1 í 14. sæti án þess að lenda í meiriháttar vandræðum.
Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir liðið verða áfram í vandræðum í Malasíu um næstu helgi. McLaren-liðið þurfti að sætta sig við aðeins tvö stig í ástralska kappakstrinum sem það fékk fyrir níunda sæti Buttons.
Sjö ökumenn skiptust á að leiða kappaksturinn í Ástralíu um helgina. Kimi Räikkönen stóð á endanum uppi sem sigurvegari en óvæntast var hversu fljótur Adrian Sutil var í Force India-bíl sínum um stræti Melbourne.
Finninn fljúgandi Kimi Raikkönen er kominn aftur í sitt besta form segir liðstjóri Lotus-liðsins, Eric Boullier, eftir sigurinn í Ástralíu um helgina. Kimi vann kappaksturinn með snjallri keppnisáætlun og frábærum akstri.
Rúnar Jónsson og Halldór Matthíasdóttir fóru vel og vandlega yfir fyrsta kappakstur ársins í Formúlu 1 sem fór fram í Ástralíu í nótt.
Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri.
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði sínum 37. ráspól í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn sem lauk rétt í þessu. Tímatökunum hafði verið frestað vegna aðstæna á brautinni í gærmorgun.
Veðurspáin fyrir frestaða tímatöku og fyrsta kappakstur ársins í Ástralíu er tvísýn enda spá allar veðurstöðvar hugsanlegri rigningu í Melbourne.
Tímatökunni fyrir ástralska kappaksturinn var frestað til morguns, nú fyrir nokkrum mínútum. Aðeins tókt að aka fyrstu lotuna af þremur en úrhellis rigning setti strik í reikninginn í Melbourne.
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur allra á æfingunum tveimur sem fóru fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Fjögur lið virðast vera frambærileg í toppslaginn en McLaren virðist hafa verið skilið eftir.
Ástralinn Mark Webber verður á heimavelli í Melbourne um helgina þegar keppnistímabilið í Formúlu 1 hefst þar. Hann áttar sig hins vegar á því að hann þurfi að skila stöðugari niðurstöðum.
Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, er opinn fyrir því að semja við Honda um vélar fyrir árið 2015. McLaren og Honda áttu gríðarlega farsælt samstarf á níunda og tíunda áratugnum og unnu fjölmarga heimsmeistaratitla saman.
Lewis Hamilton segist vera ólmur í að vinna fleiri heimsmeistaratitla og stimpla sig endanlega inn sem ökumann sem vert er að minnast í framtíðinni. Hann segir andrúmsloftið hjá Mercedes-liðinu vera tilvalið til þess.
Formúlu 1-ökuþórarnir Fernando Alonso, Sergio Perez og Daniel Ricciardo fengu óvænta og snemmbúna heimsókn í gærmorgun þegar Alþjóðlega lyfjaeftirlitsnefndin leit við hjá þeim þremur.