Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Sauber með endurbættan bíl á Spáni

Sauber liðið frá Sviss mætir með verulega endurbættan bíl í Formúlu 1 mótið á Spáni um næstu helgi. Keppt verður á Katalóníu brautinni sem er nærri Barcleona. Sauber hefur náð í átta stig í fyrstu fjórum mótunum og Kamui Kobayashi náði þeim árangri að ná í stig í síðasta móti þó hann ræsti af stað úr síðsta sæti, eftir að bíll hans bilaði í tímatökunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Sutil á yfir höfði sér ákæru vegna líkamsárásar

Formúlu 1 ökumaðurinn, Adrian Sutil á yfir höfði sér ákæru fyrir líkamsáras, sem er sögð hafa verið eftir kappaksturinn í Kína á dögunum. Atvikið varð á næturklúbbi í Sjanghæ, en engar opinberar skýringar hafa verið gefnar á atvikinu samkvæmt fréttum á autosport.com í dag. Sutil er meðal keppenda í Formúlu 1 mótinu á Spáni um næstu helgi.

Formúla 1
Fréttamynd

Button: Lærðum að vinna sem lið í síðustu keppni

Jenson Button telur að McLaren hafi lært sína lexíu varðandi gerð keppnisáætlanna í síðasta móti, en aðferðafræðin hefur breyst nokkuð útaf nýjum dekkjum sem notuð eru á þessu keppnistímabili. McLaren keppir á Spáni um næstu helgi.

Formúla 1
Fréttamynd

Spennandi tímar framundan hjá Lotus að mati nýja tæknistjórans

Mark Smith hefur verið ráðinn tæknistjóri hjá Lotus liðinu, sem keppir um næstu helgi á Spáni í fimmta Formúlu 1 móti ársins. Smith hefur m.a. unnið með Jordan, Renault, Red Bull og Force India og hefur verið í sigurliðum af þeim sökum. Ráðning hans er fengur fyrir liðið og ökumennina Heikki Kovalainen og Jarno Trulli.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher sigursælastur á Spáni

Fimmta umferð Formúlu 1 meistaramótsins er um aðra helgi á Spáni og Mercedes liðið ætlar sér góðan árangur, eftir að liðinu óx nokkuð ásmeginn í síðustu keppni. Michale Schumacher hefur oftast unnið á brautinni, eða sex sinnum en hann ekur Mercedes.

Formúla 1
Fréttamynd

Barrichello: Williams vantar leiðtoga

Rubens Barrichello hjá Williams er reynslumesti ökumaðurinn í Formúlu 1 og hefur ekið í flestum mótum. Hann telur að lið sitt skorti leiðtoga sem tekur af skarið varðandi starfsemi innan liðsins. Hann vann m.a. í mörg ár með Ferrari á bestu árum Michael Schumachers. Williams hefur ekki unnið meistaratitla síðan 1997.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber mun berjast við Vettel í mótum

Christian Horner, yfirmaður Red Bull segir að liðsmenn hans, Sebastian Vettel og Mark Webber muni takast á um sigra í mótum og tvö næstu mótssvæði hafi skilað Webber betri árangri en Vettel í fyrra. Keppt verður á Spáni um aðra helgi og Mónakó viku síðar. Vettel hefur unnið þrjú af fyrstu fjórum mótum ársins, en Lewis Hamilton eitt.

Formúla 1
Fréttamynd

Mercedes styður Schumacher þrátt fyrir brösótt gengi

Nobert Haug, yfirmaður Mercedes í akstursíþróttum segir að Mercedes styðji veru Michael Schumacher sem ökumanns liðsins í Formúlu 1 heilshugar, þó gengi hans hafi ekki verið sem best. Hann gerði þriggja ára samning við liðið í fyrra. Honum gekk heldur illa í mótinu í Tyrklandi á sunnudaginn.

Formúla 1
Fréttamynd

Horner: Höfum ekki efni á að vera værukærir

Yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðisins, Christian Horner segir að lið sitt sé ekki ósigrandi. Sebastian Vettel hefur unnið þrjú mót af fjórum á keppnistímabilinu og hann er efstur í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða.

Formúla 1
Fréttamynd

Mistök Hamilton reyndust dýrkeypt

Lewis Hamilton er enn í öðru sæti í stigamótinu ökumanna, þó honm hafi gengið brösótt í fjórða móti ársins á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann var fjórði á ráslínu og lauk keppni í sama sæti, eftir eigin mistök og mistök McLaren í þjónustuhléi.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg vill skáka Webber í rásmarkinu

Nico Rosberg hjá Mercedes er þriðji á ráslínu í Formúlu 1 mótinu á Istanbúl brautinni í Tyrklandi í dag, á eftir Red Bull ökumönnunum Sebastian Vettel og Mark Webber. Hann vill komast framúr Webber strax eftir ræsingu mótsins, en bein útsending frá keppninni hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel fremstur á ráslínu fjórða skipti í röð

Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel sá við öllum keppinautum sínum í tímatökum á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann varð á undan Mark Webber liðsfélaga sínum hjá Red Bull, en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso fljótastur í Tyrklandi, en meistarin Vettel ók útaf brautinni

Rigning var á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í morgun, þegar undirbúningur keppenda fyrir fjórða Formúlu 1 mót ársins hófst fyrir alvöru. Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma við erfiðar aðstæður, en Nico Rosberg á Mercedes varð annar 1.402 sekúndu á eftir Vettel og liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher þriðji 1.462 á eftir Vettel.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel: Það er enginn ósigrandi

Sebastian Vettel, heimsmeistarinn og forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 í ár segir Red Bull verði að læra af mistökum sem voru gerð í síðustu keppni í Kína. Lewis Hamilton vann mótið í Sjanghæ í Kína á dögunum, en Vettel hafði verið fremstur á ráslínu.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa: Mikilvægt að taka framfaraskref

Felipe Massa vonar að nýir fram og afturvængir sem Ferrari er mætt með á Formúlu 1 mótssvæðið í Tyrklandi muni bæta gengi liðsins, en Ferrari hefur ekki unnið mót á þessu ári. Mótið í Tyrklandi er það fjórða á keppnistímabilinu og er keppt á Istabúl Park brautinni, en Massa hefur þrívegis unnið mótið. Keppt hefur verið á brautinni í sex skipti.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton mætir varfærinn til keppni

Lewis Hamilton hjá McLaren keppir í Formúlu 1 í Tyrklandi um helgina, en hann vann síðustu keppni sem var í Kína, auk þess sem hann vann mótið í Tyrklandi í fyrra. Hamilton er í öðru sæti á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigamóti ökumanna.

Formúla 1
Fréttamynd

Glock: Ein besta og erfiðasta brautin í Tyrklandi

Virgin liðið í Bretlandi sem er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans í Rússlandi mætir með verulega endurbættan bíl hvað yfirbygginguna varðar fyrir Þjóðverjann Timo Glock í mótið í Tyrklandi um helgina. Belginn Jerome d'Ambrosio verður hinsvegar að bíða til mótsins á Spáni til að fá samskonar útfærslu af Virgin bílnum.

Formúla 1
Fréttamynd

Trulli vill komast skör ofar með Lotus

Lotus Formúlu 1 liðið mætir til keppni í Tyrklandi um helgina, en fyrstu æfingar keppnisliða á Istanbúl Park brautinni eru á föstudaginn. Sama fyrirtæki, Lotus Enterprise og á Lotus liðið tilkynnti í síðustu viku að það hefði keypt Caterham Cars sportbílafyritækið breska, sem er sögufrægt merki.

Formúla 1
Fréttamynd

Fjárfestar skoða möguleika á að kaupa Formúlu 1

Fjárfestingafélagið EXOR og News Corporation fjölmiðlasamsteypan, sem er í eigu Rupert Murdoch staðfestu síðdegis í dag að verið er að frumkanna möguleg kaup á Formúlu 1. Fyrirtækin tvö sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þessa efnis, en autosport.com greindi frá þessu og í frétt á BBC Sport segir að fulltrúi fyritækjanna sé þegar búinn að ræða við eigendur Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Williams án stiga eftir þrjú fyrstu mótin

Williams liðið hefur ekki byrjað Formúlu 1 tímabilið vel, en hvorki Rubens Barrichello frá Brasilíu né nýliðinn Pastor Maldonado frá Venusúela hafa fengið stig í keppni ökumanna í fyrstu þremur mótunum og þar af leiðandi Williams ekki heldur stig í stigakeppni bílasmiða.

Formúla 1
Fréttamynd

Jákvætt gengi hjá Force India

Force India Formúlu 1 liðið, sem er í eigu Vijay Mallay frá Indland mun njóta þess heiðurs að keppa í fyrsta mótinu í Indlandi í lok október, en um næstu helgi mætir liðið með bíla sína til Tyrklands. Þjóðverjinn Adrian Sutil og nýliðinn skoski Paul di Resta munu þá takast á við Istanbúl Park brautina, eftir þriggja vikna hlé frá kappaksturskeppni.

Formúla 1
Fréttamynd

Nýliðinn Perez vill ná í fyrstu stigin

Sergio Perez frá Mexíkó, hjá Formúlu 1 liðii Sauber vill ná því markmiði að fá fyrstu stigin sín í stigakeppni ökumanna um næstu helgi. Þá keppir hann í Tyrklandi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi frá Japan á Istanbúl Park brautinni. Perez er á fyrsta ári sínu í Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

FIA framlengdi frest Barein til 3. júní

FIA, aþjóðabílasambandið tilkynnti í kvöld að bílasambandið í Barein og mósthaldarar á Barein brautinni fái frest til þriðja júní að sækja aftur um að halda Formúlu 1 mót í Barein á þessu ári. Fyrri frestur til til umsóknar rann út í gær, en mótið átti upphaflega að fara fram 15. mars. Því var frestað vegna pólitísks ástands í landinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Enn óljóst hvort Formúlu 1 mót verður í Barein 2011

Frestur sem FIA, alþjóðabílasambandið gaf Formúlu 1 mótshöldurum í Barein til að sækja aftur um mót á þessu ári rann út í gær. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins átti upphaflega fara fram 15. mars í Barein. Vegna póltísks ástands í landinu var því frestað, en FIA gaf mótshöldurum færi á því til sunnudagsins 1. maí að sækja um að koma mótinu á síðar á árinu.

Formúla 1