Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Íslenski boltinn 25. september 2024 16:59
Tekur hanskana af hillunni og hjálpar Börsungum í neyð Markmannshankarnir voru ekki lengi á hillunni hjá hinum 34 ára gamla Wojciech Szczesny sem hefur nú tekið þá af hillunni og samið við spænska úrvalsdeildarfélagið Barcelona. Fótbolti 25. september 2024 16:17
McTominay sagt að passa sig á ítalska matarræðinu Passað er vel upp á að skoski landsliðsmaðurinn Scott McTominay falli ekki fyrir freistingum matarræðisins í Napoli. Fótbolti 25. september 2024 13:31
Óttast ekki bikarþynnku: „Alvöru sigurvegarar finna sér hvatningu“ Nýkrýndir bikarmeistarar KA mæta svo til pressulausir til leiks í Bestu deildina í dag. Á heimavelli gegn HK-liði sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Með ekkert sérstakt til að keppa að í deildinni óttast Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, ekki bikarþynnku eftir fagnaðarlæti síðustu daga í kjölfar sigursins sögulega. Fögnuð þar sem leikmenn fengu fullt leyfi frá þjálfaranum til að sleppa af sér beislinu. Íslenski boltinn 25. september 2024 12:30
Mbappé úr leik næstu vikurnar Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé mun ekki geta látið ljós sitt skína með Evrópumeisturum Real Madrid næstu þrjár vikurnar, vegna meiðsla. Fótbolti 25. september 2024 11:59
Nablinn skellti sér á Kópavogsslaginn: „Leikurinn endar milljón tvö“ „Komiði sæl og blessuð. Það er leikdagur af dýrari gerðinni. Breiðablik - HK. Baráttan um Texas,“ sagði Andri Már Eggertsson, Nablinn, í upphafi innslags síns um leik Breiðabliks og HK í Bestu deild karla um þarsíðustu helgi. Íslenski boltinn 25. september 2024 11:30
Stálheppinn að vera á lífi og gæti snúið aftur með Aroni Markvörðurinn Sergio Rico, sem læknar telja nánast kraftaverk að sé á lífi, hefur ákveðið að snúa aftur í fótboltann og allt útlit er fyrir að hann geri það með nýja liðinu hans Arons Einars Gunnarssonar, Al-Gharafa í Katar. Fótbolti 25. september 2024 10:32
Drukkinn undir stýri og enn í „lederhosen“ Jens Lehmann, fyrrverandi markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis á Októberfest í München. Fótbolti 25. september 2024 09:31
Óvænt alveg hættur Hinn 31 árs gamli Raphaël Varane hefur fengið sig fullsaddan af meiðslum og spilað sinn síðasta fótboltaleik. Fótbolti 25. september 2024 08:39
„Ótrúlega heilbrigður og flottur hópur“ Hermann Hreiðarsson segist vera einstaklega stoltur af því að koma ÍBV aftur upp í efstu deild. Hann hafi sjaldan unnið með eins flottum leikmannahópi á sínum ferli. Íslenski boltinn 25. september 2024 08:33
„Andlitið á mér var afmyndað“ „Ég er bara mjög feginn að ekki fór verr, þó að ég finni til. Það er góð tilfinning að finna að allt sé aftur á réttum stað, annað en síðustu daga. Andlitið á mér var afmyndað,“ segir Viðar Ari Jónsson sem margbrotnaði í andliti í leik í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Fótbolti 25. september 2024 08:02
Arteta varðist ásökunum: „Þá væri ég mjög tregur“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir ekkert athugavert við það hvernig lið hans spilaði í 2-2 jafnteflinu við Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Enski boltinn 25. september 2024 07:31
„Pep Guardiola eyðilagði fótboltann“ Fyrrum markvörðurinn Tim Howard kennir Pep Guardiola, þjálfara Manchester City, um að hafa eyðilagt fótboltann. Of mikil áhersla sé lögð á knattspyrnu eftir höfði hans um allan heim. Enski boltinn 24. september 2024 23:16
Til í að taka skóna af hillunni fyrir Barcelona Neyðarfundir hafa verið haldnir í Katalóníu í dag vegna alvarlegra meiðsla markvarðar Barcelona, Marc-André ter Stegen. Pólverjinn Wojciech Szczesny er sagður tilbúinn að taka skóna af hillunni til að leika fyrir félagið. Fótbolti 24. september 2024 22:32
Varalið Villa kreisti út sigur á C-deildarliðinu Aston Villa er komið áfram í fjórðu umferð enska deildabikarsins eftir 2-1 sigur á C-deildarliði Wycombe Wanderers í Buckingham-skíri í kvöld. Enski boltinn 24. september 2024 21:01
Madrídingar á tæpasta vaði Real Madrid vann 3-2 heimasigur á Deportivo Alaves í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn hefði getað verið liðinu þægilegri. Fótbolti 24. september 2024 20:59
Nkunku með þrennu gegn D-deildarliðinu D-deildarlið Barrow var ekki mikil fyrirstaða fyrir Chelsea er liðin áttust við á Stamford Bridge í Lundúnum í kvöld. Chelsea vann 5-0 sigur og fer áfram í enska deildabikarnum. Enski boltinn 24. september 2024 20:40
Naumur sigur dugði City Englandsmeistarar Manchester City komust í fjórðu umferð enska deildabikarsins í kvöld með naumum 2-1 sigri á B-deildarliði Watford á Etihad-vellinum í Manchester. Enski boltinn 24. september 2024 20:40
Davíð Snær skoraði gegn toppliðinu Davíð Snær Jóhannsson var á skotskónum fyrir lið Álasund í norsku B-deildinni er liðið tapaði 4-1 fyrir toppliði Valerenga í kvöld. Fótbolti 24. september 2024 18:56
Fram án þriggja gegn KR Fram verður án þriggja leikmanna er liðið sækir KR heim í Bestu deild karla í fótbolta um helgina vegna leikbanna. Íslenski boltinn 24. september 2024 17:45
Guðmundur lagði upp í sigri á meisturunum Guðmundur Þórarinsson átti hlut í 2-0 sigri liðs hans Noah á Pyunik í armensku úrvalsdeildinni í fótbolta síðdegis. Fótbolti 24. september 2024 17:11
Aron spilar með Joselu og Rodrigo Liðið sem Aron Einar Gunnarsson mun spila með í Katar heitir Al-Gharafa og endaði í 3. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Fótbolti 24. september 2024 13:28
Stefna stelpurnar okkar næst til Svíþjóðar og Danmerkur? Knattspyrnusambönd Svíþjóðar og Danmerkur hafa nú látið UEFA vita af því að þau sækist eftir að halda lokakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta árið 2029. Fótbolti 24. september 2024 13:01
Freyr og Kortrijk segja belgíska blaðið ljúga Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir ekkert hæft í frétt belgíska blaðsins Het Laatste Nieuws um að hann hafi logið til um veikindi og ferðast til Bretlands að ræða um möguleika á nýju starfi. Fótbolti 24. september 2024 12:27
Aron Einar snýr aftur til Katar Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn með leikheimild í Katar og mun spila þar að nýju eftir að hafa síðast verið á mála hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri. Fótbolti 24. september 2024 11:31
Stuðningsmenn gengu berserksgang og þjálfarinn fann fyrir því Stuðningsmenn serbneska liðsins Partizan Belgrad voru allt annað en sáttir með sitt lið sem laut í lægra haldi, 4-0, gegn erkifjendum sínum í Rauðu stjörnunni í gærkvöldi. Þjálfari liðsins hlaut höfuðáverka eftir leik og þá létu þeir óánægju sína bitna á búningsklefa liðsins. Fótbolti 24. september 2024 11:01
Segja Frey hafa logið að leikmönnum Belgískir fjölmiðlar segja að nú bendi margt til þess að Freyr Alexandersson yfirgefi Kortrijk og taki við sem knattspyrnustjóri Cardiff í ensku B-deildinni. Fótbolti 24. september 2024 10:31
Haaland fær frí vegna jarðarfarar Erling Haaland er farinn til Noregs vegna jarðarfarar og verður ekki með Manchester City í kvöld þegar liðið mætir Watford í enska deildabikarnum í fótbolta. Fótbolti 24. september 2024 10:00
Eyddi Instagram eftir kynferðisleg skilaboð Hin þrítuga Emanuela Rusta frá Albaníu hefur náð langt sem fótboltadómari, og meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna, en fyrirsagnir fjölmiðla um það hversu kynþokkafull hún sé hafa haft mikil áhrif á einkalíf hennar. Fótbolti 24. september 2024 09:31
Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. Íslenski boltinn 24. september 2024 08:32